Uppáhalds byssan ykkar

Allt sem viðkemur byssum

Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf maggragg » 16 Sep 2010 09:43

Það væri gaman að setja inn þráð sem allir geta sett inn myndir af uppáhaldsbyssunni sinni og lýsingu á henni. Ég byrja.

Ég er með sérsmíðaðan eða breyttan Otterup M69 riffill. Riffillinn er byggður á Brasilískum M98 Mauser lás og með Schultz & Larsen hlaupi með 1/8.5" twist. Riffillinn er í 6,5x55. Riffillinn var upprunalega notaður sem markriffill fyrir 300 metra skotfimi.

Þær breytingar sem voru gerðar á rifflinum.

Skeptið var tekið algjörlega í gegn. Sett keppnisgrip með stóli, sérsmíðaður kinnpúði, skepti stytt og breikkað að framan. kvikasilfurstúpa sett í skeptið og gúmmípúði á skeptið.
Hlaupið stytt örlítið og skrúfgangur fyrir hlaupbremsu sett á það ásamt sérsmíðri hlaupbremsu eða muzzlebrake á ensku. Hlaupið er 27" núna á rifflinum.
Biltinn er breyttur, búin að setja nýtt og lengra handfang sem er beygt vel niður með stórum hnúð. Riffillinn var svo glerblásinn og blámaður. Harris tvífótur með veltingi og festihandfangi til að læsa hann í stöðu.
Gikkurinn er tveggja þrepa stillanlegur markgikkur af óþekktri gerð. Sjónaukabasinn er frá Ken Farrell og er basinn með 20 MOA halla til að hægt sé að skjóta á lengri færum. Nightforce hringir til að halda sjónaukanum klettstöðugum. Á basanum er hallamál eða lítill dropi til að tryggja það að maður sé ekki að halla rifflinum þegar skotið er. Sérsmíðuð hreinsistöng fylgir svo rifflinum en henni er stungið í gegnum kinnpúðan þegar riffillinn er þrifinn. Á rifflinum er svo Barska 6-24x60 sjónauki en hann verður uppfærður við fyrsta tækifæri. Prófun á sjónaukanum má sjá hér.

Um breytingarnar sá Jóhann Norðfjörð ( Bóbó ) byssusmiður.

Riffillinn er að skjóta um 0,6 MOA með Norma verksmiðjuskotum og er lengsta færið sem búið er að skjóta með honum rúmir 600 metrar og er stefnan tekin á 1000 metra í náinni framtíð.
Viðhengi
ruger K-98 047.jpg
Otterup M69 orginal
IMAGE0002.JPG
Fyrsta grúppan
_MG_4511.jpg
Otterup M69 breyttur
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Notandamynd
maggragg
Skytta
 
Póstar: 1237
Skráður: 02 Júl 2010 07:59
Staðsetning: Hvolsvöllur

Auglýsing

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Aron berndsen » 16 Sep 2010 14:24

Sæll þetta er mögnuð græja sem þú hefur maggi.
Aron berndsen
 

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Gústi » 16 Sep 2010 19:56

Eftir mikla pressu frá Magga kemur mitt innslag í þessa umræðu ;)

Ég kynntist fyrst rifflinum mínum árið 2005 en í raun fékk hann ekki í hendurnar fyrr en í byrjun ársins í ár. Ástæða þess verður ekki rakin hér.

Um er að ræða 1944 módel af Lee Enfield No.4 mk1* sem búið er að breyta yfir í Jungle Carbine model. Þessir rifflar voru þekktir fyrir nokkur sératriði. Þar helst nákvæmni, hörku recoil og 10 skota losanlegt magasín.

Munurinn á venjulega Enfieldnum og JC er að stór hluti framskeftisins var fjarlægður, hlaupið stytt og fræsað af hlaupinu við lásahúsið. Þetta var gert til að minnka riffilinn og létta. Það tókst en við hversu mikið af þyngd riffilins var fjarlægð reyndist hræðilegt að skjóta úr byssunni vegna recoils sem versnaði til muna og var ekkert slor fyrir. Magasínið er sérkapítuli fyrir sig en á þessum tíma voru nær allir herriflar með innbyggðu 5 skota magasíni sem tók tíma að fylla á með t.d. stripper klemmu. En á Enfieldnum höfðu menn tvöfallt stærra magasín sem var mjög fljótlegt að skipta um. En sökum kostnaðar var hverjum hermanni einungis skaffað eitt magasín með rifflinum og ætlast til að menn notuðu þá tvær 5 skota stripper klemmu. Sem gerði endurhlaðningu á Enfield tvöfalt lengri en hjá óvina hermönnum...

Riffillinn er framleiddur af Longbranch í Kanada en Longbranch og Savage framleiddu Enfield á stríðsárunum þó að Savage framleiddi aðalega fyrir breska herinn sá Longbranch kanadíska hernum fyrir Enfield en hann var sá riffill sem hvað mest var notaður af kanadískum hermönnum á þessum tíma.

Það eru nokkur sérkenni við þennan grip. T.a.m. er hann ekki merktur af breytingarfyrirtæki eins og venjan var þegar þessum rifflum var breytt í JC. Þá hefur fyrri eigandi einnig gripið til þess ráð að bora í lásinn til að koma sjónauka fyrir þó að það sé alls ekki þörf á.

Riffillinn var tekinn í skoðun og minniháttar yfirhalningu af Bóbó byssusmið áður en ég fékk hann í hendurnar. Það helsta sem ég hef gert er að setja á hann sjónaukabasa frá ATI sem einfaldlega er skrúfaður inn í stæðið fyrir orginal aftursigtið. Þá fóru á hann Nikko Sterling hringir og bráðabirgða Bushnell 4-12X40 sjónauki. Heildar kostnaður ævintýrisins er vel undir 100 þúsund krónum. Ódýr og góður riffill til alls brúklegur :)

Næstu skref, þegar fjárhagurinn lagast, er að taka skeftið í gegn, eða skipta um skefti eða jafnvel fara út í drastískar breytingar. En það skýrsit á komandi árum.

Læt nokkrar myndir fjúka með :)

Kv. Gústi
Viðhengi
60507_1178683644511_1750761487_347308_4485870_n.jpg
20068_1075871274266_1750761487_152523_7182292_n.jpg
20068_1075871234265_1750761487_152522_6829350_n.jpg
Gústi
 
Póstar: 1
Skráður: 10 Ágú 2010 18:31

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Gisminn » 17 Feb 2012 17:47

Hér er mynd af djástnunum mínum
Viðhengi
byssuskápur 006.JPG
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Notandamynd
Gisminn
 
Póstar: 1348
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Veiðimeistarinn » 03 Mar 2012 18:48

Mauser 98 lás upphaflega úr þýskum Mauser.
Hlaup og mussle brake eftir og samsett af Arnfinni Jónssyni.
Skepti Tac-Driver Silhouette Style Gunstocks frá Richards Microfit Gunstocks, Inc.
fellt í og beddað af Jóhanni Vilhjálmssyni byssusmið.
Kíkir Tasco 6-24x42
Viðhengi
IMG_0953 - Copy.JPG
Uppáhalds byssan mín Mauser 98
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Notandamynd
Veiðimeistarinn
 
Póstar: 1664
Skráður: 17 Júl 2010 09:47
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Benni » 03 Mar 2012 22:12

Veit eiginlega ekki hvaða byssa er mest í uppáhaldi en Sauer 202 vinstri handar í 300 win mag var í sérstöku uppáhaldi þegar ég átti hann.
Verður hinsvegar gaman að sjá hvernig Savage 12 riffillinn verður í Richard microfit skeptinu þegar það kemur(=
Viðhengi
1a42e88ed258f65c6c399dfc992b91cb.gif
1a42e88ed258f65c6c399dfc992b91cb.gif (108.85 KiB) Skoðað 1439 sinnum
Benni
 
Póstar: 122
Skráður: 16 Feb 2012 09:33
Staðsetning: Húsavík

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Aflabrestur » 04 Mar 2012 10:43

Sælir.
Maður getur nú varla gert upp á milli "barnana" sinna á nokrar sem ég léti seint frá mér td. Columbian Madsen, Stomperud Krag Jörgensen, Bruno fullstock, Finskan Mosin Nagant en sennilega held ég mest upp á þennan Marlin 1895M í 450 Marlin "léttu" kúlurnar eru 325grn hlaupið er 18,5 tommur og hann vigtar tæp 8 pund með Leupold VXII 3-9X40 og Burris stál hringum.
http://osmann.is/index.php?option=com_p ... Itemid=22#
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
Notandamynd
Aflabrestur
 
Póstar: 472
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf Veiðimeistarinn » 15 Mar 2012 22:23

Kannski verður þetta uppáhalds byssan mín? Var að eignast þessa haglabyssu í dag!
Viðhengi
IMG_6249  minnkud.JPG
AYA NO1 cal.410
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Notandamynd
Veiðimeistarinn
 
Póstar: 1664
Skráður: 17 Júl 2010 09:47
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Uppáhalds byssan ykkar

Nýr pósturaf konnari » 16 Mar 2012 09:42

Sigurður !

Hún er stórglæsileg þessi tvíhleypa ! Ég hef alltaf verið heitur fyrir hlið við hlið með ensku skefti....viss klassi yfir því :D
Kv. Ingvar Kristjánsson
konnari
 
Póstar: 340
Skráður: 12 Mar 2012 15:04


Fara aftur á Byssur

 


  • Skyldar umræður
    Svör
    Flettingar
    Síðasti póstur

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Bing [Bot] og 1 gestur

  • Auglýsing
cron