Hvað skotum mæla menn með á önd

Gæsir, endur, rjúpa, svartfugl og allt sem tengist veiðum á fuglum

Hvað skotum mæla menn með á önd

Nýr pósturaf maggragg » 26 Ágú 2011 19:46

Hvað mæla menn með á önd? Auðvitað þarf að taka með í myndina hvaða aðstæður er veitt við og hvaða þrenging er notuð en ef miðað er við andapoll og færin mjög stutt upp í ca. 30 metra.

Ég sjálfur hallast að haglastærð nr. 6 og kannski IC þrengingu, jafnvel skeet ef maður er mjög nálægt gerfifuglinum og lendingarsvæðinu... Er ég á réttri leið?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Notandamynd
maggragg
Skytta
 
Póstar: 1237
Skráður: 02 Júl 2010 07:59
Staðsetning: Hvolsvöllur

Auglýsing

Re: Hvað skotum mæla menn með á önd

Nýr pósturaf gullli » 26 Ágú 2011 23:12

Ég er gæinn sem er búinn að vera, hingað til, að nota bara modified þrengingu og 42gr skot númer 4 á endur - sama hvaða færi þær bjóða manni upp á.

Í seinni tíð hef ég samt aðeins farið að velta þessu fyrir mér varðandi færin. Í skurðaskytteríi (jump shooting) eru færin 25m+ en í fyrirsát á pollum eru þau oft undir 25m. Þó er það ekki alveg meitlað í stein því á morgnana birtir og þá geta færin lengst töluvert, en á kvöldin gerir lítið annað en að dimma og maður er að skjóta þær ansi nálægt sér.

Ég hugsa að þetta tímabil fari í meiri pælingar en undanfarið hvað þrengingar, færi og skotastærðir varðar.

Í fljótu bragði hvarflar að mér að fara í IC þrengingu og 42gr no 5 (nota mikið Hlað skot) fyrir kvöldin en halda mig við mod. + 42gr no4 í skurðina - svona fyrst um sinn.

Planið er samt að fara yfir þetta og skoða grúppur/ákomur af mismunandi haglastærð með mismunandi þrengingu og fá þá kannski betri hugmynd um hvað maður er að gera hinumegin við hlaupið. Geta þá stundað markvissari veiðar og haft betri stjórn á þeim. Ekki að það hafi vantað hingað til, en allta hægt að gera betur :)
gullli
 
Póstar: 8
Skráður: 16 Júl 2010 22:09

Re: Hvað skotum mæla menn með á önd

Nýr pósturaf maggragg » 27 Ágú 2011 10:29

Ég var einmitt að spá í að fara að prófa þetta í haust og vera meðvitaður um hvað maður er að nota og jafnvel skrá það niður.

Þar sem ég er með polla og færin oft vel undir 25 metrum þá held ég að 42g nr. 6 og víð þrenging myndi skila breiðum en þéttum svermi sem myndi drepa örugglega. Á móti verður maður að sleppa lengri færunum. Það eru jú mikið fleirri högl í nr. 6 heldur en nr. 4 t.d. en svermurinn kannski jafn stór.

Slagkraftur litlu haglanna yrði reyndar fljótari að þverra. En á stöðum þar sem færin eru lengri eða fuglinn styggari þyrfti svo að þrengja vel en er þá skynsamlegra að fara í stærri og færri högl eða halda sig við fjöldan en þrengri sverm?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Notandamynd
maggragg
Skytta
 
Póstar: 1237
Skráður: 02 Júl 2010 07:59
Staðsetning: Hvolsvöllur

Re: Hvað skotum mæla menn með á önd

Nýr pósturaf gullli » 22 Feb 2012 22:14

maggragg skrifaði: En á stöðum þar sem færin eru lengri eða fuglinn styggari þyrfti svo að þrengja vel en er þá skynsamlegra að fara í stærri og færri högl eða halda sig við fjöldan en þrengri sverm?


Ég mundi telja að halda sig við fjöldann og vera með þrengri sverm minnkaru líkurnar á því að særa fugla sem fljúga svo burt. Þröngur svermur = ef þú hittir þá deyr, annars ekkert ..


Síðast færð upp af maggragg þann 22 Feb 2012 22:14.
gullli
 
Póstar: 8
Skráður: 16 Júl 2010 22:09


Fara aftur á Fuglar

 


  • Skyldar umræður
    Svör
    Flettingar
    Síðasti póstur

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

  • Auglýsing
cron