Skoðanakönnun

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.

Skoðanakönnun

Nýr pósturaf petrolhead » 03 Maí 2017 11:06

Þar sem það er fremur dauft yfir þessum ágæta vef þá ætla ég að setja hér inn smá skoðanakönnun :ugeek:
Nú er ég að fara á Hreindýra veiðar í haust og sem hluta af undirbúningi fyrir það þá opnar maður skápinn sinn og veltir fyrir sé hvaða hólk maður ætti nú að taka með í förina :?

í boði er:
Mauser, 8x57, 4kg
Tikka, 6.5x55, 4,5kg
Mauser, 6.5-06AI, 4,5kg
Tikka, 6mm BR, 6,5kg
Sako, .243, 4kg
Rem 700, .308, 4kg

Svona til gamans, hvað munduð þið helst taka með og hvers vegna :?:
Og hvað munduð þið síst taka með og hvers vegna :?:

Með bestu kveðju og von um góða þátttöku.
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!
Notandamynd
petrolhead
 
Póstar: 239
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Staðsetning: Akureyri

Auglýsing

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf gkristjansson » 03 Maí 2017 15:13

Ég myndi taka Tikka 6.5x55, flottur kaliber og pottþéttur á hreindýr.

Ég myndi ekki taka Rem 700 .308 þar sem ég er alltaf með Sigga Aðalsteins sem leiðsögumann og vill ekki að hann "týni mér" einhverstaðar uppi á fjöllum :-)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson
Notandamynd
gkristjansson
Skytta
 
Póstar: 250
Skráður: 02 Maí 2012 14:21
Staðsetning: Ungverjaland

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf karlguðna » 03 Maí 2017 17:52

Ja menn eru ekki blankir af kaliberum, þetta er lúxusvandamál, held ég tæki Tkka 6,5x55 hef skotið hreindýr með því kaliberi og bara virkar og svo á ég Tikku ,, reyndar í öðru kal. 270 win. en ef Siggi gætar þig þá verður þú að taka 308 win. ,,, en rétt að hafa með sér gps. ef Siggi myndi "óvart" tína þér.. :D
karlguðna
 
Póstar: 455
Skráður: 13 Feb 2013 13:46

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf grimurl » 03 Maí 2017 18:25

Tikka 6,5x55

Veit að það virkar!
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32
Notandamynd
grimurl
 
Póstar: 70
Skráður: 05 Okt 2014 18:12

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf konnari » 04 Maí 2017 15:42

Tikka 6.5x55
Kv. Ingvar Kristjánsson
konnari
 
Póstar: 340
Skráður: 12 Mar 2012 15:04

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Veiðimeistarinn » 05 Maí 2017 01:27

Mauser, 6.5-06 AI
Stysst að labba með hann !
Hægt að skjóta á lengsta færinu !
Flatasti ferillinn !
Líkastur 6,5-284 !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Notandamynd
Veiðimeistarinn
 
Póstar: 1664
Skráður: 17 Júl 2010 09:47
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Haglari » 09 Maí 2017 16:34

Ég myndi velja þann riffil sem ég þekki best og hef skotið mest með. Burt séð frá því.... 6.5x55 og 6.5-06 koma báðir mjög sterkir inn. Flöt kaliber og góðar veiðikúlur fáanlegar... Þar á eftir Sako 243 flatt kaliber, léttur riffil.... getur verið vandlátur á þyngri kúlur??. 8x57 óþarflega stórt og væntanlega dýrt að skjóta. Tikka 6BR heldur þungur riffill...... ef allt klikkar þá 308 en bara ef þú ert í skóm með stáltá! :lol: :lol:
Haglari
 
Póstar: 118
Skráður: 03 Okt 2013 20:27

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Morri » 13 Maí 2017 00:17

Kvöldið

Það sem mestu skiptir kemur ekki fram, það er hvaða gler er á hverjum og hverju þú skítur best úr sjálfur

Sako
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur
Notandamynd
Morri
 
Póstar: 114
Skráður: 03 Okt 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf petrolhead » 01 Júl 2017 13:27

Greinilegt að 6,5mm njóta mestrar hylli í þessu tilliti.
Morri, þetta er mjög góður punktur hjá þér, þetta snýst í lokin allt um hvað "fittar" manni sjálfum best.

En það hefði nú verið gaman að sjá fleiri tjá sig um þetta miðað við hvað það er komið mikið af flettingum :?

En svona svo ég upplýsi það nú þá tek ég 6.5-06AI í túrinn og meistari Sigurður mun leiðsegja mér á veiðislóð ;)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!
Notandamynd
petrolhead
 
Póstar: 239
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Staðsetning: Akureyri

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Jenni Jóns » 09 Júl 2017 16:06

Fyrst það er Meistari Sigurður sem fer með þér þá ættir þú að taka Remington 700 í 308 og fóðra hann með Lapua scenar 155gr og Norma 203B púðri úr Lapua palma hylki og skjóta á 500 metrum
Jens Jónsson
Akureyri
Jenni Jóns
 
Póstar: 285
Skráður: 11 Maí 2013 21:37

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf petrolhead » 12 Júl 2017 06:22

Heill og sæll Jenni.

Það er einn grundvallar galli á þessari hugmynd hjá þinni...fyrir utan caliberið....og það er ég, ég hel að maður verði nógu stressaður að skjóta á 150m í sinni fyrstu ferð í hreindýr svo 500m færi mundi sennilega kosta taugaáfall hjá undirrituðum :lol:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!
Notandamynd
petrolhead
 
Póstar: 239
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Staðsetning: Akureyri

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Veiðimeistarinn » 13 Júl 2017 23:33

Mínir veiðimenn fá fráleitt taugaáfall, enda fæstir með 308, ég er enda búinn að vera lengi í forvörnum gegn því :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Notandamynd
Veiðimeistarinn
 
Póstar: 1664
Skráður: 17 Júl 2010 09:47
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Jenni Jóns » 14 Júl 2017 08:52

petrolhead skrifaði: ég hel að maður verði nógu stressaður að skjóta á 150m í sinni fyrstu ferð í hreindýr


Ég hef enga trú á að þú verðir stressaður enda með stáltaugar þér við hlið
það er líka hárrétt hjá þér að setja markið öruggt.
Jens Jónsson
Akureyri
Jenni Jóns
 
Póstar: 285
Skráður: 11 Maí 2013 21:37

Re: Skoðanakönnun

Nýr pósturaf Stebbi Sniper » 20 Júl 2017 13:12

Ætlaði að segja 6,5 x 55 þangað til ég sá svörin hjá hinum... eftir það, þá verð ég að segja .308. Bara af því að mér finnst gaman að vera á annari skoðun en meirihlutin. 308 virkar alveg mjög langt... mikið lengra heldur en þú þorir að skota!

Ef þig langar að læra á vindinn þá er .308 frábær, fallið er ekki vandamál ef þú ert með sjónauka með target turnum.

Mitt mat er að caliberið hefur mjög lítið að segja...

Að endingu er líklega best að mæla með því að þú notir þann sem þú treystir best, notar mest og kannt best við. Fyrir langt labb er ágætt að hafa riffilinn léttan. 6mmBR er sennilega úti vegna þyngdarinnar, þó hann sé líklega léttari en veiðiriffilinn minn... :? Svo er kannski rétt að benda á að líklega er best að hafa þann riffil með sér sem þú hefur þegar tekið skotprófið á... :lol: :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Notandamynd
Stebbi Sniper
 
Póstar: 491
Skráður: 09 Jún 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Græjur

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

  • Auglýsing
cron