Síða 1 af 1

Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 02 Apr 2015 23:25
af BrynjarM
Þar sem svo oft hefur verið rætt um 308 á þessu spjalli var Svenna farið að langa mikið til að prófa þetta eðalkaliber. Þar sem mest er nú verið að veiða pappa suður í Höfnum er auðvelt að skilgreina þörf fyrir pappariffil. Að lokum var orðið ómögulegt annað en að láta það eftir sér. Þar sem Veiðimeistarinn hefur nú látið í veðri vaka að 308 sé ákaflega heppilegt til slíks brúks þó afleitt sé til veiða þá lá beinast við að slá tvær flugur í einu höggi og amerískur pappagatari af Remington gerð í hlaupvídd 308 varð fyrir valinu. Ákvað að deila mynd af vígslu á því verkfæri.
Niðurstaða fyrsta dags er að þetta er ákaflega skemmtilegt kaliber og verkfæri í skotæfingar.
Ég held að það sé því alveg við hæfi að óska honum til hamingju með að vera kominn í hóp 308 eiganda.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 03 Apr 2015 12:16
af grimurl
Til hamingju með græjuna!

Var annars að pæla hvort ekki væri fánlegur Remmington í vinstri handar útgáfu fyrir þessa skyttu?

Kveðja,
Grímur

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 03 Apr 2015 20:12
af Sveinbjörn
Reyndar er ég svo illa haldin af sérvisku og fyrir mér er það jafn fáranlegt að hafa boltahandfangið vinstramegin og að aka bíl sem ætlaður er Breskum ökumönnum.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 03 Apr 2015 21:07
af gkristjansson
Þannig að þú ert ekki örvhentur....

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 05 Apr 2015 16:21
af Sveinbjörn
Já Guðfinnur eigum við ekki að flokka þetta undir aðlögunarhæfni Suðurnesjamanna.

En varðandi valið á 308 þá er það með margt búið ýmsum kostum. Ber þar hæst stór og auðséð göt á pappa. Svo skemmir það ekki sú staðreynd að grúppur virðast þéttari efir því sem götin stækka og taka sig þarf af leiðandi mun betur út á mynd og öðrum mont stundum.

Fyrir nokkrum árum lét Jói Vill þau orð falla að heppilegast væri fyrir mig að fá mér Remington í pappaskotfimi. Ráð Jóa hafa reynst mér og fleirrum holl og fyrir valinu varð Remington XCR Tactical sem stóðst mínar væntingar. Réði þar um að hluta sú staðreynd að skefti er eins báðum megin og fellur því ágætlega að vinstri axla skotmönnum.

Nú er framundan skemmtilegur tími sem ég ætla að taki tvö ár eða svo og snýr að því að finna rétta hleðslu og ná sem bestum árangi með þennan grip. Það er eitt af því sem mér finnst einna skemmtilegast við þetta grúsk og skiptir þá litlu hverra gerðar riffilinn er. Tvö ár skýrast af því að það er oftast stormur um helgar og aðra frídaga.

Samhliða þessu verður farið í nákvæmar rannsóknir á því hvort 308 Win. sé sá galla gripur sem sumir vilja vera láta. Það verður gert með því að stilla þá riffla sem ég er með í notkun á hundrað metra og bera svo saman á 100, 200 og 300 metrum.
Þar sem ég er frekar aftarlega á merinni þegar kemur að því að nota app og önnur ferilforrit verð ég einfaldlega að gera þetta upp á gamla móðinn.

Ekki telst það vísindalegt að gefa sér niðurstöður fyrir fram en ég hef rökstuddan grun um að þegar á reyni sé ekki sá mikli munur sem menn telja vera á td. 2506 Rem og 308 Win á 300 metrum.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 05 Apr 2015 16:53
af konnari
Sveinbjörn ! Það er töluverðu munur á droppi á milli 25-06 og 308. Ef við stillum báða tæplega 5cm yfir á 100 metrum þá fellur 25-06 13cm. minna en 308 á 300 metrum. Þá miða ég við hefðbundnar þyngdir í báðum kaliberum og eins kúlur þ.e. Sierra gameking 100gr. fyrir 25-06 og Sierra gameking 150gr. fyrir 308. En á 400 metrum munar næstum því 30cm.!

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 05 Apr 2015 20:52
af Jenni Jóns
Ingvar hvaða hraða ertu að miða við á kúlunum í þessum útreikningum og afhverju núllar þú ekki báða rifflana á sama færi fyrst þú ert að bera saman fall á tveimur kúlum?
ef báðir rifflarnir eru núllaðir á 100 metrum og hraðinn á 150gr kúlunni úr 308 er 2900 fps og hraðinn á 100gr kúlunni úr 2506 er 3200 fps þá munar 8,4 cm á 300 metrum og 17,7 cm á 400 metrum

Ef við tökum Nosler BT 125 gr kúlu fyrir 308 riffilinn sem er vinsæl kúla fyrir það caliber á hreindýraveiðum og skjótum henni á 3200 fps eins og ég hef marg oft gert úr 600 mm hlaupi
þá er munurinn á þessum tveimur caliberum 0,2 cm á 300 metrum og 0,3 cm á 400 metrum. miða við upphafshraði á 100 gr kúlunni úr 2506 sé 3200 fps og báðir núllaðir á 100 metrum.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 05 Apr 2015 23:32
af konnari
Jenni, ef þú hefðir fyrir því að lesa póstinn minn þá sérðu að þeir eru báðir núllaðir á sama færi, þ.e. 5cm yfir á 100 metrum.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 06 Apr 2015 04:30
af Jenni Jóns
konnari skrifaði:þeir eru báðir núllaðir á sama færi, þ.e. 5cm yfir á 100 metrum.
Ingvar ég las allan póstinn þinn og líka þegar þú póstaðir þessu áður og skelltu nú fram forsendunum fyrir þessum útreikningum því ég fullyrði að þú hefur ekki núllað báða rifflana á sama færi
Til að setja báða rifflana 5 cm yfir á 100 með þessum kúlum er ekki hægt að núlla þá á sama færi

Ég myndi giska á að þú hafir núllað 308 riffilinn á 190 metrum og 2506 á ca 210 metrum
það eru allavega færin sem ég fæ miða við 2900 fps á 308 kúlunni og 3200 fps á 2506 kúlunni
til þess að setja báða rifflana 5 cm yfir á 100 metra færi.

Og það er langt því frá að vera núllað á sama færi.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 06 Apr 2015 13:21
af konnari
Ef við núllum þá báða á nákvæmlega 100 metrum þá er útkoman nánast sú sama þ.e. munur á falli á 300 metrum er 12cm og 26cm á 400 metrum ! Og við erum að tala um eins kúlu í báðum þ.e. Sierra Gameking.

Ef við breytum þessu í Nosler BT kúlu fyrir báða þá er munurinn á 300 metrum 10cm og 22cm á 400 metrum.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 06 Apr 2015 20:30
af Sveinbjörn
Það er greinilega afstætt hvað telst mikið. Fyrir mér eru 10-12 cm lítið eða um það bil svona eins og lítil Coke Dós. Skiptir þá óverulegu máli þegar það liggur fyrir að því gefnu að skotmenn hafi góða hugmynd um fjarlægð að skotmarki.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 06 Apr 2015 22:06
af konnari
Það er alveg hárrétt hjá þér Sveinbjörn.
N.b. Næsta kaliber sem ég fæ mér "aftur" verður 308win :D

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 08 Apr 2015 10:53
af E.Har
Þessi 0 umræða er findin :-)
Þeir eru báðir í núlli við hlaupendann :-)

Annars er 25-06 flatt og skemtilegt og alveg öndvegis græja á td ref og svona lítil skotmörk.
Með 308 þarftu bara að vita meira hvað þú ert að gera eða hafa meiri tíma til að hugsa.

Þetta er allt æði, en gaman að sjá fatlaðan mann leysa vandan vel.. :mrgreen:

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 08 Apr 2015 21:28
af Jenni Jóns
E.Har skrifaði:Þessi 0 umræða er findin Þeir eru báðir í núlli við hlaupendann
ja hvur skrattinn hvernig ferðu að því :?:
Hjá mér er kúlan 5 cm undir við hlaupendann :roll: :roll: jaa nema ég leggi riffilinn á hliðina en það er fjandi erfitt að nota hann svoleiðis. :)

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 08 Apr 2015 22:47
af Jón Pálmason
Sælir/ar.

Jenni góður. :lol: :lol: :lol:
En er þetta þá ekki orðin spurning um það hvort maður notar sjónauka eða ekki ???
Spyr sá sem ekki veit.

Re: Nýr félagi í hóp 308 eiganda

Posted: 09 Apr 2015 09:53
af E.Har
Rétt Jenni :-) :mrgreen: :geek: :roll: :P