Síða 1 af 1

Millistikki fyrir Sako spor í Weaver rail.

Posted: 14 Oct 2015 00:46
af Aflabrestur
Sælir.
Hefur einhver reynslu af svona búnaði? ætli þetta haldi alvöru cal.
http://www.theriflescopestore.com/buxtst2pibas.html
Þetta er millistikki fyrir Sako spor í Weaver rail.
Væri alveg til í að losna við þennan arfavitlausa Sako búnað sem enginn notar nema Sako, og kostar minst nýra og ég á bara 2 þannig að það er ekki hægt að hafa hringi til skiptana

Re: Millistikki fyrir Sako spor í Weaver rail.

Posted: 14 Oct 2015 20:47
af Sveinbjörn
Sæll Jón.
Þú átt að geta haldið þínu nýra og notað Burris. Hef séð svipaðan búnað frá þýskalandi og þarf væntanlega hálf-part úr lifur til að gjalda fyrir það.

Á þeim bösum sem ég hef séð í þessum dúr eru stopp skrúfur sem ganga niður úr basanum og sýnist mér að á mynd þeirri er hlekkur þinn vísar sé gert ráð fyrir samskonar útfærslu.

Nú ætlar Sako að auka veg sinn á markaði í Ameríkuhrepp og er Sako A7 með basa að þínu skapi og tel ég næsta víst að hugsanir þínar og orð hafi borist með hægri golu alla leið til Finnlands.

Re: Millistikki fyrir Sako spor í Weaver rail.

Posted: 14 Oct 2015 22:39
af Finnurinn
Einhverntíman var ég að leita að svona og þá í einu stikki. Fann ekkert þá. Veit ekki hvort þetta er það vel smíðað, að öruggt sé að basastubbarnir séu í beinni línu. Ef þú finnur svona sem þér líst á og ákveður að panta, þá endilega taktu alla vega eitt sett fyrir mig. Sako systemið er helvíti dýrt, en það hefur líka kosti sem ekki allar gerðir hafa. Kónísku innri hringina sem tryggja að sjónaukinn beyglist ekki vegna skekkju milli hringja og svo ætti ekki að vera neitt mál að útbúa þann halla sem maður vill, 10 MOA eða 17 MOA með því annaðhvort að hefla neðan af fremri hringnum eða setja stálþynnu undir aftari hringinn.

Re: Millistikki fyrir Sako spor í Weaver rail.

Posted: 14 Oct 2015 23:42
af Aflabrestur
Sælir.
Svenni þú ert óborganlegur :D
Finnur, Burris signature zee hringirnir eru eins og Sako optilock meða plast innri hringi og meira að segja hægt að fá þá með +/- 005 - 010 og 020 offset hringjum orginal þessir hringir eru bara snild taka upp alla skekkju í tvöföldum bösum, hef rétt upp í 1mm skekkju með þeim, og snild að gróf stylla með þeim ef færslan er stutt í sjónaukanum, ekkert mar eða merki á túbum og ekkert að lappa og ef þig vantar MOA í lengri færinn skiptir þú bara um insert í hringunum þess utan þá færðu 3-4 sett að Burris fyrir 1 Sako.
Ég hef pantað þessi herlegheit frá opticsplanet.com með góðum árangri.