Bruno Mod2 vandræði

Allt sem viðkemur byssum
Guðsteinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:7
Skráður:09 Feb 2015 12:45
Fullt nafn:Guðsteinn Fannar Jóhannsson
Bruno Mod2 vandræði

Ólesinn póstur af Guðsteinn » 09 Nov 2015 16:06

Sælir

Frændi minn bað mig að kíkja á riffil fyrir sig. Hann er með Bruno Mod2 árg.55 að mig minnir.
Vandmálið er að hann sprengir ekki alltaf skot.

Ég er ekki búinn að skoða riffilinn en datt samt sem áður að spyrja ykkur ágætu spjallborðsmeðlimi.
Er CZ452 ekki í grunninn sami riffill og passar þá gormur úr honum í þann gamla?

Sá reyndar á http://www.yodaveproducts.com að hann selur sitthvorn gorminn fyrir MOD2 og CZ452.

Og veit einhver hvað sprengipinninn á að ganga langt út?
Kveðja,
Guðsteinn Fannar Jóhannsson
Egilsstöðum

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Bruno Mod2 vandræði

Ólesinn póstur af sindrisig » 09 Nov 2015 18:29

Byrjaðu á því að þrífa skothúsið með þar til gerðum efnum, svona 10x oftar en þú heldur að sé nóg.

Það safnast fyrir blý og skítur sem getur valdið ýmsum vandamálum en ég held samt að þú sért með vandamálið leyst sem gamlan gorm sem þarfnast útskiptingar.

Og já hér er hálf dauft síðan fyrir rjúpu.

k.v. frá Seoul
Sindri Karl Sigurðsson

jbjössi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:12
Skráður:04 Nov 2015 13:40
Fullt nafn:Jón I Ingólfsson

Re: Bruno Mod2 vandræði

Ólesinn póstur af jbjössi » 09 Nov 2015 21:15

Mjög sennilega gormurinn i boltanum er með samskonar Brno mod 1 1955 árgerð. Á einn nýjan gorm í mod 1 ef áhugi. 8-) kv Jón jonii@internet.is
Jón I Ingólfsson.

Svara