Hleðsla fyrir sigtin á Mosin Nagant 7,62x54R

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Guðmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02
Hleðsla fyrir sigtin á Mosin Nagant 7,62x54R

Ólesinn póstur af Guðmundur » 03 Jun 2013 15:11

Góðan dag.

Getur einhver upplýst mig um það hvernig hleðslu á að setja saman í Mosin Nagant til að það passi fyrir sigtin ?

Einhversstaðar sá ég að kúlan ætti að vera 150 gn og hraðinn 2600 fps. Getur það verið rétt ?

Til að gera þetta örlítið flóknara, er hægt að setja saman hleðslu sem passar sigtunum með 123 gn kúlu ? þarf maður að prufa sig áfram eða gildir sami hraði ?

Kv
Guðmundur
Jonsson.gudmundur@gmail.com
Guðmundur Jónsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hleðsla fyrir sigtin á Mosin Nagant 7,62x54R

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 03 Jun 2013 23:26

Sæll.
Hellingur af upplýsingum á:
http://62x54r.net/MosinID/MosinAmmo.htm
Annars þá hef ég nú bara hlaðið frekar mildar hleðslur með 150-80 grn kúlum bæði í .308 og .312 og tekið svo nokkur prufuskot og pungtað hjá mér hvað þarf að halda mikið yfir/undir á boxið með við komandi hleðslu, þetta er ekkert mál ef þú átt bara einn riffil en vandast aðeins þegar þeir eru 4 og eingin eins, ekki einusinni frá sama landi. (Finni, Rússi, Kani og Pólverji og allir mis langir) og engin fer eins með, annars er þetta ekki það nákvæmt að það skifti öllu máli.
Finnin er að vísu helv. nákvæmur ég sjálfur er takmarandi þátturinn þar á bæ.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Guðmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Hleðsla fyrir sigtin á Mosin Nagant 7,62x54R

Ólesinn póstur af Guðmundur » 04 Jun 2013 10:59

Takk fyrir það Jón. Þetta er svo sem það sem ég er að gera en það hefði verið gaman að vita hvort hægt væir að ná fram hleðslu sem virkar fyrir þetta.

Ég er að vísu bara með einn Rússa, enn sem komið er :), en væri alveg til í að eiga fleirri.

Það var herrrifflamót hjá SR um síðustu helgi sem ég tók þátt í og var mjög gaman og ótrúlegt hvað hægt er að hitta með þessum gömlu gripum.

Ég var búin að skoða þessa síðu, sem er mjög fróðleg, og þar kemur fram þetta með að kúlan sé 150 gn (eða 148,2 gn) en hraðin er mismunandi sem gefin er upp og ég hef ekki fundið enn neitt um sigtin, þe fyrir hvað þau eru stillt.

kv, Guðmundur
Guðmundur Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðsla fyrir sigtin á Mosin Nagant 7,62x54R

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jun 2013 00:22

Sæll Guðmundur.

Það sem ákvarðar ferilinn er hraði og BC stuðull kúlunnar. Þú þyrfti að komast að því hvað BC stuðull kúlunnar var í orginal skotunum og hraðan og þá fengirðu rétta samsvörum ef þú myndir nota kúlu sem hefði sama BC og svo ná henni á sama hraða. Nútíma kúlur hafa oft hærri BC stuðul og því væri ekki ólíklegt að þú gætir fundið létta kúlu sem hefði BC stuðul gömlu gerðarinnar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Guðmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Hleðsla fyrir sigtin á Mosin Nagant 7,62x54R

Ólesinn póstur af Guðmundur » 07 Jun 2013 22:11

Ok takk
Guðmundur Jónsson

Svara