QuickLoad og raunveruleikinn

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48
QuickLoad og raunveruleikinn

Ólesinn póstur af johann » 18 Jul 2015 11:20

Sælir,

Ég er búinn að nota QuickLoad heilmikið til að finna og tjúna hleðslur til en svo fékk ég mér hraðamæli, svona MagnetoSpeed. Það er skemmst frá því að segja að mældir hraðar eru langt frá því sem QuickLoad reiknar og munar um 150-200 fps, um hvort heldur VihtaVuori N550 eða Norma MRPz.

Allt mælt sem ég get með góðu móti mælt, s.s. hylkisrýmd, lengd og kúluseta (snerta ekki lönd). Leiðrétt fyrir hitastig og réttari Weighting factor.

Ég tók þá hleðslu úr Vihtavuori bækling þar sem gefin er upp hvaða hylki þeir nota, (lapua) og hlauplengd (580mm) og kúlusetu, og sló inn í QuickLoad fyrir sama púður. Þar er QL líka 100-200 fps hægar en mælingarnar hjá Finnunum.

Fyrir þá hleðslu (90 gr scenar .243 win, N550 38gr-41.4gr, oal 68.3 í lapua hylki (54.3 gr H2O) prófaði ég að breyta parametrum í QL til að sjá með því að "tvíka" þá til hvort hægt væri að ná VV bæklingnum með ekki of miklum breytingum, en allar breytingar sem juku hraðann minnkuðu hlutfallslegu hraðaaukninguna frá 38gr í 41.4 og stærðargráðan var slík (í vv 11% en quickload 8.7%-8.3%) að ég sá enga leið til að hægt væri að tjúna nokkrar tölur saman í að ná bæklingnum.

Hraðarnir hjá mér á skotvelli stemma í stærðargráðu við hleðslubækurnar, en það er hreinlega eins og QuickLoad sé að nota önnur púður en ég.

Hafið þið einhverja reynslu af því að fá QuickLoad til að stemma við raunheima?
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

G.ASG
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:06 Ágú 2011 22:09

Re: QuickLoad og raunveruleikinn

Ólesinn póstur af G.ASG » 23 Jul 2015 11:09

Sæll

Quickload er ekki alveg með þetta þegar að það kemur að þessum nýju púðrum einsog td N500 serían hjá vihtavuori og einnig reloader 23-26 hjá alliant. Getur munað 100-200 fps. Þannig að þetta er bara allt eðlilegt hjá þér.

Kv. Gunnar

Svara