6.5x284

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði
6.5x284

Ólesinn póstur af kúla » 23 Mar 2012 22:01

Komiði sælir er að spá kvaða púður hentar best fyrir 6.5x284
var að nota norma mrp en það er búið er n560 líkast
fyrir nosler ballistic 120grain.
og annað var að spá kvað er það sem ákvarðar hlaupleingd á
rifflum má maður hafa stittra hlaup en 22.5" er með tikku
6.5x55 en er rímuð í 6.5x284 með þúngu hlaupi
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Mar 2012 22:52

Sæll Sveinn ég þekki ekki til hleðslana en það sagði mér góður og reyndur maður sem er með veiðisafnið að það nægði að hafa 10" til að ná nákvæmni en sel það ekki dýrara en ég keypti :-)
En forvitni Tikku hlaupið er 22,44 ef ég fer rétt með og það er allt í góðu. Ertu að spá í að sytta það?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Mar 2012 23:24

Held að þú ákvarðir hlauplengdina en hlauplengdin ákvarðar reyndar að hluta hvaða púður hentar því þau brenna mishratt og á mislangri hlauplengd. Samkvæmt QuickLoad miðað við þessa kúlu og þessa hlauplengd hentar Alliant Reloader 25 best, svo Norma MPR og svo N560 en Reloaderinn brennur 99,8 prósent, er þjappaði í hylkið og aðeins undir max þannig. Góð hleðsla sem myndi skila kúlunni rétt yfir 3000 fps. En með öllum fyrirvörum um QL :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af kúla » 23 Mar 2012 23:27

Ég er ekki að spá í að stitta hlaupið sem er á núna en
ef ég feingi mér annað hlaup myndi ég vilja hafa það
þíngra og stittra. bara að spá en annas snildar cal
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Mar 2012 23:32

Þyrfti að fá einhvern benchrestara til að svara þessu en mig minnir að stutt og þung hlaup séu stífari og víbra minni, þannig að þau ættu að vera nákvæmari.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Mar 2012 08:13

Ég nota Wit. n560 í minn riffil sem er 6,5-284. Ég set 60 grain af því bakvið 100 grain kúlu og fæ hana á hraða kring um 3400 fet, nota aldrei stærri kúlur, en þú ert að líkindum með eitthvað minna bakvið 120 grain kúluna.
Ég man ekki í svipinn hvað hlaupið er langt á honum en það er varmit hlaup sem Arnfinnur flútaði svo það heldur styrknum vel.
Þessi hleðsla er að koma vel út hjá mér tvistið er 8,5.
Ég er sammála þér Sveinn þetta er lista caliber.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af Garpur » 26 Mar 2012 18:59

Sæll, N560 púðrið virkar betur á lengri hlaup þ.e 26"og yfir þegar þú ert að hlaða í 6,5-284 ég hef notað það á 95 grs kúlur og líkar bara vel, einnig hef ég notað það á 6-284 og líkað enn betur.
Það væri hugsanlega betra fyrir þig að nota aðeins hraðara púður.

kv Garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

Maggi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af Maggi » 26 Mar 2012 19:47

Hvernig er ákoman hjá ykkur með þessum léttu kúlum í 6.5-284? þeas 95 og 100gr.

Ég prófaði 100grs í minn 6.5x284 og fékk það ekki nærri því eins þétt og 123gr A-max og scenar.

kv
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Mar 2012 21:31

Ákoman er góð með báðum kúlunum hjá mér, 95 gr V-max kúlan með n560 60 gr. af púðri á um 3400 fetum er nánast gat í gat, 3 skot.
Ákoman af 100 gr Ballistic tip með n560 59,5 gr. af púðri á tæpum 3400 fetum kemst fyrir á krónupeningi, einnig 3 skot.
Það er ekki gott að mæla það nákvæmlega bilið milli gata eftir þessar varmit kúlur vegna þess að það er blikk á battanum hjá mér undir skotskífunum og pappírinn tætist dálítið kringum götin.
Ég leita ekki eftir betri ákomu en að þrjár kúlur fari innan tommu hrings 3 til 4 centimetra ofan við miðpungt skotskífu á 100 metra færi.
Það nægir mér prýðilega til allra veiða á upp undir 300 metra færi, þar á ég við búk á tófu og haus á hreindýri!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af Garpur » 27 Mar 2012 09:42

Sælir, ég hef hingað til verið að nota 120grs Nolser í riffilinn hjá mér, en eftir nokkra yfirlegu og prófanir komu Hornady kúlurnar best út, þá var ég búinn að prófa Nossler og Sierra 100grs.
Reyndar voru Sierra kúlurnar ekki mikið síðri og ég held þeim til haga.
Ég á eftir að skoða hvað Horandy kúlan er að gera á lengri færum og ef hún heldur flugi illa verð ég að byrja uppá nýtt.
Nákvæmin á þessum kúlum liggur einhvers staðar milli 50 aura og krónu á 100 metrum. :D
Ef grúbburnar fara að nálgast hundrað krónur nota ég þær ekki mikið.

kv Garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

SPP
Póstar í umræðu: 1
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af SPP » 17 May 2012 20:20

Sælir

Er með Tikku T3 í 6.5-284

Getur nokkur góðviljaður slegið inn fyrir mig í Quickload Nosler 120gr með 55grain MRP og heildarlengd 79mm og gefið mér upp hraðann á henni svo ég geti cirkað út ferilinn á henni.

kv.Svavar

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 6.5x284

Ólesinn póstur af maggragg » 17 May 2012 20:57

Svavar P skrifaði:Sælir

Er með Tikku T3 í 6.5-284

Getur nokkur góðviljaður slegið inn fyrir mig í Quickload Nosler 120gr með 55grain MRP og heildarlengd 79mm og gefið mér upp hraðann á henni svo ég geti cirkað út ferilinn á henni.

kv.Svavar
903 m/s eða 2963 fps gefur QL mér miðað við 24" hlauplengd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara