Síða 1 af 1

.243 80 gr.sbt blitz

Posted: 13 Jan 2016 23:06
af ingvi.s
Er með N-140 og norma MRP púður, er einhver með hleðslu hugmynd að svoleiðis eða reynslu, jafnvel einhverju öðru bakvið þessa kúlu, allt þegið, takk fyrir.

Re: .243 80 gr.sbt blitz

Posted: 14 Jan 2016 01:16
af gylfisig
þetta er sú kúluþyngd sem ég notadi hvað mest i .243. Átti riffil i því kaliberi í um 20 ár og mér fannst þessi kúluþyngd lang skemmtilegust. Ég var með 80 grs Hornady fmj kúlu. Notaði nú helst Norma 204 sem eldsneyti. 44,0 grs ef ég man rétt. Með N 140 þá er max liklega kringum 37 grs. Mun meira púðurmagn þarf ef þú notar MRP, eða um 45 grs max. myndi ég ætla. Mæli frekar með hægbrenndu puðri eins og MRP. frekar en td N 140. N 160 samt best.

Re: .243 80 gr.sbt blitz

Posted: 14 Jan 2016 11:23
af johann
Norma bæklingurinn segir fyrir MRP í 24" hlaupi:
  • 80gr Nosler BST, min 46.0gr (3169 fps), max 48.6 (3379)
  • 80gr Hornady FMJ, min 44.0gr (3114 fps) max 46.8 (3343 fps)
VV segir: fyrir N140 í 23" hlaupi:
  • 80gr Hornady FM, min 31,5 (2726 fps) max 37.2 (3114 fps)
Tek undir með Gylfa að hér færi MRP betur en N140, hef notað það bak við 90gr Scenar, 88gr Berger og 95 gr Nosler BST.