Síða 1 af 1

Hleðslur í Howa 6,5x55

Posted: 14 Jan 2016 19:55
af bjarniv
Sælir,

Núna er ég að spá í að fara að hlaða í riffilinn hjá mér sem er Howa hunter í 6,5x55.
Hafa einhverjir hérna verið að hlaða í þetta og væru til í að deila hvað hefur verið að koma vel út hjá þeim.

Re: Hleðslur í Howa 6,5x55

Posted: 15 Jan 2016 23:49
af frostisig
Sæll
Ég er með tikku í 6,5x55 með 1:8 twist. Hef verið að skjóta lapua scenar 120gr og 123gr, líka sierra 140gr game king og hef sett 49 gr af N160 á bakvið. Þetta er allt í um 2800 fetum man ekki alveg nákvæmlega hraðann en þetta er nærri lagi og nákvæmnin góð. Hef einnig prufað 100 gr sierra varmint með slatta af N150 a bakvið man ekki hve mikið en hun var á 3200 fetum og kom vel út. Ég get nú fundið nákvæmari upplýsingar um þetta ef þú villt þá máttu líka bara senda mér einkaskilaboð. Annars er þetta það sem ég hef notað og er sáttur við útkomuna.
Þarf væntanlega ekki að taka fram að byrja á mildari hleðslum og vinna sig upp en ég geri það nú samt.

Gangi þér vel.

Re: Hleðslur í Howa 6,5x55

Posted: 17 Jan 2016 16:08
af Aflabrestur
Sælir.
6.5x55 Hornady A-max 100gn N140 41.0 gn CCI200 74.0mm Norma hylki
6.5x55 Sierra GameK. 140gn SBT N150 38.0 gn CCI200 77.5mm Lapua hylki

Þessar eru að virka vel hjá mér