Síða 1 af 1

Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Posted: 01 Jul 2017 13:43
af petrolhead
Sælir félagar.

Ég var í smá hleðsluþróun fyrir 6,5-06AI um daginn og fékk eftirfarandi niðurstöður úr hraðamælingum á þeim hleðslum sem komu best út.

Hornady A-max 100gn 3596 - 3623 fps
Sierra Pro Hunter 120gn 3358 - 3375fps

Mig langaði að forvitnast hvort einhverjir 6,5-284 eigendur ættu einhverjar hraðamælingar á sambærilegum kúlum til samanburðar ??

MBK
Gæi

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Posted: 05 Jul 2017 17:50
af Sveinn
Hér eru tölur um Nosler kúlur, bæði 100 og 120 gr, velur kúluþyngd í flipunum:

https://load-data.nosler.com/load-data/65-284-norma/

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Posted: 08 Jul 2017 08:49
af petrolhead
Takk fyrir linkinn Sveinn :)

Ég hafði aldrei rambað inn á þessa síðu áður.
En ég sé það að ég er að ná 100gn kúlu á aðeins meiri hraða en er gefið upp þarna fyrir 6,5-284 miðað við þessar mælingar sem ég gerði um daginn :)
Sá það líka á þessari síðu að það virðist ekki vera allur munu á 6,5-06 A-square og 6,5-06AI en svo er spurning hversu heitar hleðslur eru í þessum upplýsingum frá Nosler :?: svo það væri gaman að heyra ef einhver sem les þetta spjall á hraðamælingar á einhverju af þessum 3 umræddu caliberum :ugeek:

MBK
Gæi

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Posted: 11 Jul 2017 10:17
af Veiðimeistarinn
Ég mældi einu sinni 10 skot úr 6,5-284 hjá mér.
100 gr. A-Max kúlur með 60 gr. af Norma MRP á bakvið.
Minnsti hraði var 3541 fet mesti hraði 3597 og meðaltal 3570 fet á sek.

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Posted: 12 Jul 2017 06:17
af petrolhead
Sæll vertu meistari Sigurður.

Gaman að sjá þessar tölur, var þetta þá það sem maður mundi kalla vel volga veiðihleðslu ?
Það má nú segja að þetta sé á pari, sama kúla hjá okkur og ég var að nota 62grain af N-160 og kominn þéttur þrýstingur, gæti ekkert bætt mikið í hylkið í viðbót.

MBK
Gæi

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Posted: 13 Jul 2017 23:27
af Veiðimeistarinn
Ég nota eingöngu þessa hleðslu í minn riffil, vegna þess að hún virkar fanta vel og eingin ástæða til að hræra neitt í þessu !
Enda sýnir hún eingin þrýstingsmerki !!