Síða 1 af 1

Sjónauki fyrir 22LR [Reddað]

Posted: 01 Nov 2014 21:58
af maggragg
Lumar einhver á léttum, litum sjónauka á 22LR sem hentar fyrir byrjendu og kostar lítið?

Re: Sjónauki fyrir 22LR

Posted: 02 Nov 2014 10:03
af Bjarki_G
Þú getur fengið í Vesturröst sjónauka sem eru billegir, en hver gæðin eru þekki ég ekki. Verðin voru milli 17 og 26 þúsund.

Kveðja

Re: Sjónauki fyrir 22LR

Posted: 02 Nov 2014 12:41
af maggragg
Er búin að rekast á þessa tvo.
Annarsvegar þennan á ebay sem myndi kosta um 9.000 kr. heim kominn
http://www.ebay.com/itm/AIM-Sports-4x32 ... 27ef9d5f22

Og hinsvegar þennan í Ellingsen:
http://www.ellingsen.is/vorur/skotveidi ... -hd-3-9x40

Þar sem þetta á að fara á Savage Rascal þá vill ég hafa hann sem nettastan, og þar sem þetta á að vera plinkari þá vill ég hafa hann sem ódýrastan líka, en þó nothæfan.

Re: Sjónauki fyrir 22LR

Posted: 03 Nov 2014 09:35
af Árni More Arason
Á Bushnell 3-9x32 með festingum sem ættu að passa beint á rascalinn, fínn kíkir getur fengið þetta á 15.000 kall

Re: Sjónauki fyrir 22LR

Posted: 03 Nov 2014 09:39
af Dr.Gæsavængur
Sæll Maggi.

Ég get alveg mælt með sjónaukanum úr vesturöst sem Bjarki talaði um. Virkilega fínn fyrir peninginn og flottur á 22lr. Þetta er Bushnell 3-9x32 og borgaði ég 17.000 fyrir hann. Það fylgja honum festingar sem ég ráðlegg þó að verði ekki notaðar lengi. Ein festiskrúfan brotnaði hjá mér svo ég henti þeim bara og setti nýjar almennilegar festingar á hann. Er með þetta á CZ 453 standard. Tók mína fyrstu rjúpu með honum síðustu helgi.

http://www.vesturrost.is/sjonaukar/riff ... ingum.html

Re: Sjónauki fyrir 22LR [Reddað]

Posted: 03 Nov 2014 14:29
af maggragg
Takk fyrir þetta. Ég er sennilega búin að redda mér sjónauka til bráðabirgða svo takk fyrir, en gott að vita af þessu :)

Re: Sjónauki fyrir 22LR [Reddað]

Posted: 05 Nov 2014 21:07
af 257wby
Á ekkert að fara að græja sig í BR50 ? :)

Re: Sjónauki fyrir 22LR [Reddað]

Posted: 05 Nov 2014 21:21
af maggragg
Það er aldrei að vita hvaða maður lætur detta sér í hug ;)