Veiðiaðferðir

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Veiðiaðferðir

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Jul 2010 23:02

Veiðiaðferðir


Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl.

Við fuglaveiðar er óheimilt að nota haglabyssu með hlaupvídd stærri en nr. 12.

Við veiðar er m.a. óheimilt að nota

Eitur eða svefnlyf.
Sprengiefni, bensín eða önnur efni til þess að svæla með gasi eða reyk.
Steina, barefli, eggvopn, skutla, stunguvopn eða áþekka hluti. Þó má nota barefli við hefðbundnar veiðar á fýls- súlu- og skarfsungum.
Net nema háf við lunda-, álku-, stuttnefju-, og langvíuveiða. Fugla sem drepast í netum, sem lögð eru til fiskveiða eða kópaveiða má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf. Lifandi fugla skal greiða úr neti og sleppa.
Öngla eða önnur tól sem komið er fyrir í æti.
Snörur og snörufleka.
Fótboga eða gildrur. nema til minkaveiða og til að ná yrðlingum á greni. Slíkar gildrur skulu hafa hlotið samþykki ráðgjafarnefndar um villt dýr.
Rafbúnað sem getur drepið eða rotað.
Segulbandstæki eða aðra rafknúna hljóðgjafa.
Ljósgjafa, nema til minka-og refaveiða.
Búnað til að lýsa upp skotmörk.
Spegla eða annan búnað sem blindar.
Búnað til þess að miða í myrkri með rafeindatækjum er stækka eða breyta ímyndinni.
Sjálfvirk skotvopn svo og handhlaðnar fjölskotabyssur (pumpur) og hálfsjálfvirk með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö skothylki.
Lifandi dýr sem bandingja.
Hunda til þess að hlaupa uppi bráð. Hunda má hins vegar nota til að finna bráð og sækja særða eða dauða bráð. Heimilt er að nota hunda við minkaveiðar.
Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi, önnur en vélsleða, fjórhjól og önnur torfærutæki, má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara