Bogveiðinámskeið 2014!

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Bogveiðinámskeið 2014!

Ólesinn póstur af Bowtech » 08 Dec 2013 12:27

Bogveiðifélag Íslands hefur ákveðið að athuga með að halda IBEP bogveiðinámskeið 2014.

Viljum því athuga með áhuga fólks á því að fara á IBEP bogveiðinámskeið.

Til að geta farið á IBEP námskeið þá þarf viðkomandi að hafa lokið íslenska veiðikorta námskeiðinu, hafa farið á námskeið í notkun á boga og ör eða verið samþykktur af félagi og eiga boga.
Allt að 20 manns komast á námskeiðið. Verð áætlað í kringum 20þ á mann ef næst að fylla námskeið, getur breyst ef færri en 20 skrá sig. Tímasetning er ekki alveg komin á hreint, en Apríl / maí er tími sem æskilegt væri að skoða..
Það kemur kennari erlendis frá og námskeiðið er haldið á ensku og því æskilegt að skilja og tala ensku
Fyrirkomulag námskeiðs er:
Námskeiðs efni afhent með góðum fyrirvara svo að möguleiki sé að lesa það vel yfir áður en námskeið er og miðast tími við það.
2 x 8 tímar = 2 dagar.
Bóklegt og verklegt
Endar með skriflegu og verklegu prófi.. þarf að vera búið að æfa sig, koma með sinn eiginn boga og örvar

IBEP réttindin gilda alla ævi. Með því að hafa farið á IBEP bogveiðinámskeið þá opnast möguleiki að fara á bogveiðar í öðrum löndum. eins og t.d Grænlandi. Álandseyjum, Finnlandi, Einhverjum fylkjum í Bandaríkjunum, kanada ofl
Svo fremi að viðkomandi hafi gilt íslenskt veiðikort/leyfi. En ávalt skal leita sér upplýsinga um hvar er nóg að vera með IBEP réttindi.

Efst á heimasíðu félagsins http://bogveidi.net er flipi sem heitir Hef áhuga á Bogveiðinámskeiði. Viljum því biðja ykkur sem hafið áhuga að skrá ykkur þar í gegn. Ef við náum að fylla námskeiðið og rúmlega það þá reynum við að athuga með 2 námskeið en það er ekki víst að það náist. Svo er möguleiki á öðru námskeiði um haustið.

20 fyrstu sem skrá sig ganga fyrir. Nú þegar hafa nokkrir skráð sig.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara