Veiðibúðir í USA

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af petrolhead » 06 Sep 2012 11:03

Sælt veri fólkið.
Veit einhver hér um góðar veiðivörubúðir í Boston eða Orlando, þá er ég að hugsa um fatnað fyrst og fremst en eflaust mun fleira slæðast með ;-)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af konnari » 06 Sep 2012 12:27

Basspro er með rosa flotta og góða verslun rétt fyrir utan Boston.......hún er bara 150m. frá Gillette Stadium heimavöllur New England Patriots....auðvelt að finna.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af T.K. » 06 Sep 2012 15:30

Cabelas downtown Orlando, eða svo gott sem. Ef þú lendir á Sanford flugvelli er Gander Mountain rétt hjá. Það er lika fín sjoppa
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af petrolhead » 06 Sep 2012 21:04

Takk fyrir þetta, hef ekki komið til Boston svo ég er ekki að átta mig á hvar þetta er en skoða þetta klárlega.
OK, úr því að það er Cabelas í Orlando þá er ég í góðum, vissi ekki af henni... og já, ég lendi á sanford.

Þórir; kíkirinn stóð vel undir væntingum :D
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
ellixx
Póstar í umræðu: 3
Póstar:7
Skráður:07 Sep 2012 10:16

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af ellixx » 07 Sep 2012 10:47

Hef komið við í Basspro þarna hjá Gillet stadium (Foxboro boston)
það var virkilega ervitt að vera þarna.
ástæðan var að það var ekki nógu stór heimild á vísa og ferða taskann mátti ekki vigta meir en 22kg :evil:

en svona upp á funnið þá eru hérna nokkrar myndir sem ég tók.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
fékk að máta 8-)

Mynd

Mynd

Mynd

vonandi virka myndirnar .
þetta er ein flottasta veiðibúð sem ég hef stigið fæti í .
kv
Erling
Erling Jóhannsson
220 Hafnarfjörður

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af petrolhead » 08 Sep 2012 06:57

Jesús henry á hjólaskautum með túrbínu, ég á eftir að missa glóruna þarna :o Þetta eru glæsilegar myndir Erling og ég á eflaust eftir að eiga við sama vandamál að stríða og þú hehe.

k kv
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af T.K. » 08 Sep 2012 10:53

Best að gera lista yfir hvað mann langar mest í....og helst mæta edrú. Annars gætirðu kolfallið fyrir Lazyboy stólnum í camo eða 300 kilóa byssuskápnum :)
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 08 Sep 2012 13:19

Bass Pro er með Outdoor World http://www.basspro.com/webapp/wcs/store ... storeID=25 í Orlando, en ég held að það sé nokkuð langt í næstu Cabela's búð.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af petrolhead » 09 Sep 2012 06:49

Þakka heilræðin Þórir :) Það er nú lítil hætta á öðru en ég verði edrú í búðarferðinni en gæti samt fallið í lazyboy gildruna :oops:

Ég vissi um þessa Basspro búð á Intl Drv. en er líka búinn að heyra að það sé ekki mikið um fatnað þarna sem henti Íslenskum aðstæðum. Er einhver hér sem hefur komið í hana ???

k kv
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
ellixx
Póstar í umræðu: 3
Póstar:7
Skráður:07 Sep 2012 10:16

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af ellixx » 13 Sep 2012 11:39

það var allavega gott úrval af camo fatnaði í versluninni í foxboro sem hentar okkur að eg held.
fékk mér úlpu og buxur frá redhead á flottum prís , úlpan er verðlögð á 40+ hérna heima en fekk hana á 18-19þ.

Mynd

var að fara í mína fyrstu rjúpnaferð , það var kalt en var samt allt of vel klæddur .
annars er ég engin pro í þessu meira svona wannabe hobbýisti :roll:

kv
Erling
Erling Jóhannsson
220 Hafnarfjörður

User avatar
ellixx
Póstar í umræðu: 3
Póstar:7
Skráður:07 Sep 2012 10:16

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af ellixx » 13 Sep 2012 13:03

svona til gamans þá var ég að huggsa um að taka þennan með heim á svartfuglinn :)

Mynd

Mynd

Mynd

fanst hann heldur of dír og passaði ílla í töskuna hjá mér :?

kv
Erling
Erling Jóhannsson
220 Hafnarfjörður

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiðibúðir í USA

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Sep 2012 19:02

Já Elli, ég er nú í wannabe hópnum líka, er að sullast af stað í þetta aftur eftir 20 ára hlé :roll: og langar í þokkalegan galla sem heldur mér amk volgum á köldum haust morgnum þegar maður liggur í einhverjum skurðinum og bíður. En þetta er einmitt málið að verðmunurinn er svo mikill að maður verður að nota ferðina og finna sér sett þarna úti.

Ég hefði nú alveg getað hugsað mér að koma með þér í svartfugl á þessu fleyi :D

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara