Síða 1 af 1

Innflutningur á sjónauka

Posted: 27 Apr 2013 17:37
af Bc3
Sælir vitiði hvað sjónauka kostar sem er á 425$ á http://www.opticsplanet.com hingað komin?

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 27 Apr 2013 18:03
af Árni
Mæli með að skoða þennan þráð áður en þú pantar þér sjónauka.
graejur/godar-vefverslanir-sem-senda-ti ... -t959.html
Opticsplanet er búlla sem ég get amk ekki mælt með, sem og fleiri.

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 27 Apr 2013 19:03
af Bc3
Ja skiptir mig svo sem engu hvar eg mun panta hann en hann kostar allavega 425-450$ úti

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 27 Apr 2013 21:18
af Aflabrestur
Sælir.
hef góða reinslu af þessum.
http://theopticzone.com/products-page/r ... air-matte/
svo er bara vaskur af öllu draslinu gæti það ekki verið 80-100 kall komið á eldhúsborðið

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 27 Apr 2013 21:53
af Gísli Snæ
75-80 þúsund myndi ég giska á.

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 28 Apr 2013 01:29
af iceboy
Ég hef áhuga á að vita hvað þið eruð ósáttir við á opticsplanet?
Það hefur allt staðist hjá þeim þegar ég hef pantað hjá þeim?
Ég sé hver sendingarkostnaðurinn er og öll verð staðist

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 28 Apr 2013 10:43
af Gisminn
450$ gerir 66,200 þegar búið er að tolla en ég reiknaði ekki flutningin og tollinn af honum
En þetta er undir
tollur.is og þar er reiknivél undir einstaklingar og sjónaukar eru undir leiðsögu og mælitæki.

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 28 Apr 2013 11:09
af Gísli Snæ
Mín tala m.v. 45 dollara í flutning

Re: Innflutningur á sjónauka

Posted: 28 Apr 2013 14:46
af Aron Kr Jónsson
Verð vörunnar (tollverð + aðflutningsgjöld) miðað við þær forsendur sem þú gafst upp hér að ofan:
55.703 kr. + 14.204 kr. = 69.907 kr.
Gengi: 117,27

Sundurliðun gjalda:

Kódi Lýsing Taxti Upphæð

A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 0,00 PR 0
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 12,00kr/kg. 12,00 KR 0
Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK 25,50 PR 14.204

:roll: þetta miðast við sendingarkostnað uppá 50$