Velja kross í sjónauka

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
mjonsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:01 Feb 2013 22:27
Fullt nafn:Magnús Jónsson
Velja kross í sjónauka

Ólesinn póstur af mjonsson » 11 Jun 2013 12:35

Er að skoða Zeiss sjónauka á netinu og langar í 3-12x50 en opin fyrir meiri stækkun en hvaða kross er á ég að velja og á ég að taka hann með ljósi

Er með 270 cal og ætla að nota hann á allt
Magnús Jónsson
mjonsson(hjá)mi.is
Hafnarfirði

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Velja kross í sjónauka

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Jun 2013 12:48

Sæll Magnús!

Ef þú býst við að stunda næturveiði þá skaltu hafa ljós í honum. Ég á sjónauka með 6 - 24 x stækkun og veiði nánast alltaf með hann á 10 - 12, en það er mjög gott að geta skrúfað hann upp þegar ég er að skjóta á pappa.

Það er mjög personubundið hvaða kross menn velja, ég kýs mil-dot sjónauka (t.d. kross 43 í Zeiss). mil-dot er hugsað út frá metrakerfinu en MOA út frá yards. Það skiptir samt ekki öllu máli því það er alveg hægt að læra á bæði.

Mér personulega finnst mikilvægara að vera með Target Turna á sjónaukanum svo ég geti skrúfað hann upp og niður fyrir þau færi sem ég er að skjóta á. Missjafn er samt smekkur manna og það sem mér finnst best á ekki endilega við um þig.

Þú verður samt ekki svikinn af Zeiss-inum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Velja kross í sjónauka

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jun 2013 13:43

Sæll Magnús, það er voðalega erfitt að ráðleggja um krossa þar sem að eitt hentar öðrum betur en hinum virðist vera. Vinahópurinn hjá mér er alveg þvers og kruss þegar talið berst að krossum. Sumir vilja Mil-Dot og fussa og sveija yfir "flugbrautunum" en það eru krossarnir með sístækkandi strikum í staðinn fyrir punktana.
Ég er með .270 líka og eftir miklar pælingar á netinu ákvað ég að fá mér Leupold í 4,5-14x50 með Boone and Crockett krossi (og ljósi), en hönnunin á krossinum var hugsuð út frá .270.
Svoleiðis krossar eru með áætluðum vindáhrifum, þ.e. að hvert strik miðast við ákveðinn vindhraða á ákveðinni fjarlægð miðað við að kúlan fari ákveðið hratt osfrv...
Ég er alsæll með sjónaukann og fallstrikin hafa alveg staðið sig en það minnkar þörfina á að vera sífellt að stilla krossinn upp eða niður eftir færi. En það er bara mín skoðun og ekkert gáfulegri en margt annað sem að frá mér kemur :lol: :oops:
Hérna er Leupold krossinn:
boone_and_crockett_reticle.jpg
Zeiss eru með Rapid-Z krossa sem að eru líka svona fall- og vindstrik.
En endilega reyndu að fá að sjá í gegnum sem flesta sjónauka með mismunandi krossum og veltu hlutunum vel fyrir þér enda ætlar þú að hafa sjónaukann fyrir augunum, í orðsins fyllstu merkingu, í mörg-mörg ár. Þá er gott að hafa valið vel hvað þér hentar best ;)
Og ég tek undir með Stefáni að þú verður ekki svikinn af Zeiss.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Velja kross í sjónauka

Ólesinn póstur af konnari » 11 Jun 2013 15:01

Fyrir Zeiss 3-12x56 myndi ég velja nr. 4, 43 eða nr. 60. Sjálfur á ég 2 með nr. 43. Varðandi ljósið þá er það kostur við næturveiði (ef þú stundar næturveiði mikið þá tæki ég með ljósi) en með topp gler eins og Zeiss þá er það ekki endilega bráðnauðsynlegt.
Síðast breytt af konnari þann 11 Jun 2013 16:26, breytt 2 sinnum samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Velja kross í sjónauka

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Jun 2013 16:13

Ég er að nota 2 Zeissa Diavari

3-12 engir turnar grófur kross sennilega no 4 settur á 175 m og er þar.
6-24 turnar, ljós mildott droppskali út á 600 m :-) þó ég teygi mig aldrei þangað :-)

Kostur við þann evri að ekkert haggar honum, er bara fastur þarna og engin vamndamál. Engir turnar að hreyfast og einfalt og traust!

Kostur við hinn er að þegar við á og nægur tími er t.d gæs eða refur við skothús þá má skrúfa upp í honum. Ljósið kostur en hinn er samt oftast nægjanlega bjartur!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara