Síða 1 af 1

Skarfur

Posted: 27 Jan 2017 16:37
af karlguðna
http://www.visir.is/dilaskarfur-hopast- ... 7170129076 er þetta eðlileg hegðun ??
géra þeir þetta kannski að vetri ef vötn eru auð ??

Re: Skarfur

Posted: 27 Jan 2017 20:17
af Sveinbjörn
Skarfur er sá fugl sem ég hef séð hvað mest af snýkjudýrum í. Því tel ég þetta óheillavænlega þróun sem heppilegast væri að snúa við sem fyrst.

Re: Skarfur

Posted: 28 Jan 2017 17:45
af sindrisig
Uppáhalds fæða skarfs er marhnútur og sprettfiskar. Spurning hvort viðkomubrestur hafi orðið þar á bæjum. Annars er það rétt að skarfur er mikill spreðari snýkjudýra en mörg þeirra virðast ekki ná að lifa í vatnafiski, s.s. selormur. En svona til að verja skarfinn þá eru þessi snýkjudýr hans meira innvortisvæn, þ.e. eru ekki í kjötinu. Það er ekki hægt að segja það sama með endur, þær dreifa ormum sem hreiðra um sig í kjötinu og gera matinn vægast sagt ólystugan.

Re: Skarfur

Posted: 29 Jan 2017 10:41
af karlguðna
Hann er greinilega orðin leiður á marhnúta soðningunni :D http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... f_heillar/