Val á kalíberi vegna hreindýra

Allt sem viðkemur hreindýrum
BrynjarM
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16
Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af BrynjarM » 02 Feb 2015 18:44

Sælir kappar
Það er kannski að bera í bakkafullann lækinn að hefja aftur þessa umræðu en ég rakst á þessa ágætu grein um helgina. Þar sem nú fer að styttast í úthlutun hreindýraleyfa fer þessi umræða hvort sem er fljótlega af stað og spjallið oft verið líflegra.
http://www.fieldsportsmagazine.com/Rifl ... hoice.html
Nágrannar okkar í Bretlandi búa við það að geta veitt sex tegundir hjartadýra. Þrjár þeirra eru það smávaxnar að að lágmarkskalíber er .222 eða þar um bil og 50 graina veiðikúla. Eitthvað misjafnt hvar í landi drottningar þó. Stærri dýrin, dádýr (fallow), Sika (hvað sem það heitir á íslensku?) og krónhjörtur þurfa þó 6mm og 100 graina kúlu að lágmarki eins og á hreindýrin okkar. Hér er sem sagt sérfræðingur að sunnan hjá Holland & Holland sem er að ráðleggja með val á kalíberum og kúluþyngd.
Hann er á sama máli og margir hér að .243 sé ekki heppilegt þar sem það ráði oft illa við þær kúlur sem löglegar eru. Heppilegustu kaliberin segir hann vera 7x57 sem ekki er nú algengt hér (þekki reyndar af eigin raun að erfitt er að fá skot í það hér) og svo ríkiskaliberið 6,5x55. Þar á eftir nefnir hann reyndar 308 og 7-08
Það sem mér þótti nú athyglisvert í þessari grein að hann gefur ekki mikið fyrir að eltast við flatan feril (þar sem færin eru sjaldan yfir 300 metrar) og mælir með þyngri kúlum en oft er mælt með hérlendis. Hjartaveiðar í Skotlandi eru nú sjálfsagt við nokkuð svipaðar aðstæður og hreindýraveiðar hérlendis. Upp á heiðum og 100-300 metra færi.
Þetta er að sjálfsögðu skoðanir eins manns og kannski ekki endilega stóri sannleikurinn. En athyglisverð grein engu að síður.
Brynjar Magnússon

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Feb 2015 10:01

Satt best að segja held ég að caliberið skipti engu máli svo framaleg sem það er löglegt og menn æfi sig með þá byssu sem þeir ætla nota,
Hvort sem menn velja að nota feriltöflu og stilla sjónaukann á það færi sem dýrið er á (þessa aðferð nota ég) eða nota PBR og stilla sjónaukann á PBRZ þá er hægt að miða í miðju á hvaða færi sem er út á PBR.
Cal 6,5x284 Hornady 95 gr Vmax 3450 fps gefur PBRZ 251m og PBR 292m Energy 1431.5 ft•lbs
Cal 6,5x47 Berger 130 gr 2700 fps gefur PBRZ 206m og PBR 242m, Energy 1512.5 ft•lbs
Cal 6,5x47 Lapua 108 gr Scenar 3100 fps gefur PBRZ 231m og PBR 271m, Energy 1484.3 ft•lbs
Cal 284 Hornady 120 gr Vmax 3320 fps gefur PBRZ 242m og PBR 282m Energy 1699.2 ft•lbs
Cal 284 Berger 140 gr 3250 fps gefur PBRZ 245m og PBR 287m Energy 2224.1 ft•lbs
Cal 284 Berger 168 gr 2900 fps gefur PBRZ 234m og PBR 274m, Energy 2533.3 ft•lbs
Cal 308 Nosler 125 gr BT 3200 fps gefur PBRZ 231m og PBR 269m Energy 1577.0 ft•lbs
Cal 308 Berger 185 gr 2700 fps gefur PBRZ 206m og PBR 242m Energy 2149.8 ft•lbs
Hæð á miðjum sjónauka yfir miðju hlaupi 4 cm
PBR = point blank range lengsta færi miða við 7 cm radíus á skotmarki
PBRZ = point blank range zero færi sem kíkirinn er settur í punkt
með fyrirvara um innsláttarvillur.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 03 Feb 2015 21:09

Sælir,

Eftir því sem ég best veit þá er hægt að veiða þessar tegundir af hjartardýrum í ríki drottningar:

- Muntjac: Pínu lítil dýr, á stærð við labrador.
- Chinese Water Deer: Pínu lítil dýr, aðeins stærri en labrador.
- Roe Deer: Væri kannski hægt að segja að sé aðeins stærri (hærri) en rolla en í svipuðum þyngdarflokki.
- Sika: Sennilega nálægt hreindýrs stærð.
- Fallow Deer: Aðeins stærri en hreindýr.
- Red Deer: Krónhjartardýrin eru talsvert stærri en hreindýr.

Ég veit hins vegar að þessi þrjú síðustu (Sika, Fallow, Red) eru talsvert skotharðari en Íslensku hreindýrin og hér þar sem ég bý þá er leyfilegt að skjóta með minni kúlum en venjulega þá vilja menn að þú notir .30 eða stærra.....

Allaveganna, það sem skiptir aðal máli er hvar þú setur skotið.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af gylfisig » 03 Feb 2015 23:31

Ég hef þær merkilegu fréttir að færa að 308 Krieger hlaupið mitt ... sem ég var búinn að sverja að ég myndi fara með í hreindýr, er á leið í yfirhalningu. Það verður ekki lengur í hreindýrakaliberinu 308 Win. Það verður sett í 30 BR. Reyndar á ég léttan riffil, i 308 sem er í láni, þannig að það er kannski ekki alveg öll nótt úti, með að eg felli hreindýr með 308 win :D :D En ég þyrfti þó samt að hafa ónefndan gæd, mér til halds og trausts.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

BrynjarM
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af BrynjarM » 04 Feb 2015 14:56

Eg hef sannreynt það, Gylfi, að það er alveg hægt að fara (og í raun mjög fínt) með ónefndum guide á hreindýr með .308. Hann lætur mann bara skríða nær í færi :-)

Fór með ungverskum félögum þínum, Guðfinnur, á hreindýr fyrir nokkrum árum. Þeir notuðu 300 winmag og sögðu það algengt í þinni sveit. En þá er væntanlega verið að horfa til að þá séu svín og krónhirtir á matseðlinum er það ekki?

Jenni, ég virkilega var að spá í hvort ég væri lesblindur :-)
Brynjar Magnússon

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 04 Feb 2015 15:26

Jú 300 WM og þaðan af stærra er vinsælt í minni sveit.

Hér horfa menn mikið á að hafa einn riffil sem nýtist í allt þar með talið rekstrarveiðina og þá er betra að hafa stærra heldur en minna.

Hafandi sagt það þá er samt réttast að segja frá því að stærsta svínið sem ég hef tekið (silfur verðlauna göltur) var tekinn með 6.5 x 68 Sauernum mínum, var bara spurning um að setja kúluna á réttan stað.

Veit það af reynslunni líka að þegar að koma gesta veiðimenn til okkar í Krónhirtina þá er venjulega ekki samþykkt að þeir noti minni kaliber en .30 og þaðan af stærra.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 04 Feb 2015 17:02

BrynjarM skrifaði:Jenni, ég virkilega var að spá í hvort ég væri lesblindur
Hvað varstu í vandræðum með að skilja :D :D :D
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af karlguðna » 06 Feb 2015 19:41

Hvernig er það strákar er ekki löngu sannað að 270win. sé lang besta og nákvæmast cal sem til er, ? og náttúrulega eina "alvöru" 7mm kúlan ,,, það er náttúrulega ábyrgðarhlutur að benda manninum ekki á þessa staðreynd !!! :mrgreen: :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Feb 2015 21:51

:D :D :D :D :D :D
karlguðna skrifaði:náttúrulega eina "alvöru" 7mm kúlan ,,,
:D :D :D
kúlurnar fyrir 270 eru í svipuðum flokki og fyrir 25-06 með flugstuðul á við þvottavél.

Að sjálfsögðu á hann að velja cal 284 með löngu freebore og nota long action lás nema ef hann ætlar ekki að hlaða sjálfur þá er cal 308 lang besti kosturinn.
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af konnari » 06 Feb 2015 22:25

Þetta flugstuðlakjaftæði fer nú ekki að kikka inn fyrr en eftir 500metra sem er færi sem enginn veiðimaður með toppstykkið í lagi myndi reina við í íslenska rokinu !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Feb 2015 23:59

konnari skrifaði:Þetta flugstuðlakjaftæði fer nú ekki að kikka inn fyrr en eftir 500 metra
Það er ágætt að bera saman vindrek á Sierra Pro Hunter 117 grs í Cal 25 06 og Berger 168 grs í Cal 284
Ef miðað er við 10 m/s hliðarvind og að kúlurnar séu á sama upphafshraða 885 m/s (hugsanlega er hægt að koma Sierra kúlunni á meiri ferð en það á líka við um hina kúluna)

Sierra Pro Hunter er með vindrek uppá 25 cm á 200 metrum og 60 cm á 300.
Berger er með vindrek uppá 14 cm á 200 metrum og 32 cm á 300.

Munurinn á milli kúlana eykst svo í cm með auknum vindstyrk því ættu veiðimenn að huga sérstaklega að flugstuðlinum á þeim kúlum sem þeir nota til veiða í íslenska rokinu.
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af karlguðna » 07 Feb 2015 01:23

sem sagt,,, 27o win er bara topurinn ,,, drepur hraðar flýgur lengra er nákvæmara og bara algerlega yfrburðar caliber,,, :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af konnari » 07 Feb 2015 09:32

Jenni vertu ekki svona vitlaus að bera saman tvær gjörólíkar kúlur, þetta stenst enga skoðun hjá þér, ef það á að vera eitthvað vit í þessu hjá þér þá verður þú að bera saman samskonar kúlu frá sama framleiðanda !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 07 Feb 2015 10:14

konnari skrifaði:Jenni vertu ekki svona vitlaus að bera saman tvær gjörólíkar kúlur
Það er bara ekkert annað hægt þegar þetta rassboru caliber sem 2506 á í hlut, ýmist komast kúlurnar úr þessu ekki spönn frá rassi :D eða þær eru með þvottavélaflugstuðul :D
t.d er cal 308 með skráðan mun meiri hlauphrað í endurhleðslubæklingi frá VV og svo er hægt að fá kúlur í cal 30 með umtalsvert betri flugstuðul en fyrir cal 25.
Sumir framleiðendur nenna ekki að framleiða kúlur fyrir þetta t.d
Lapua engin kúla framleidd fyrir cal 25
Berger ein kúla framleidd fyrir cal 25

ég tel það sérstakt gáfu merki að hafa forðast 2506
Og tek því aftur þá fullyrðingu mína fyrr í þessum þræði
Jenni Jóns skrifaði:Satt best að segja held ég að caliberið skipti engu máli svo framaleg sem það er löglegt
Það verður að undanskilja allt sem er í cal 25 allavega þangað til kúluframleiðendur sjá ástæðu til að framleiða almennilegar kúlur fyrir þetta caliber. :roll: :roll:
Jens Jónsson
Akureyri

BrynjarM
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af BrynjarM » 07 Feb 2015 16:58

Það virðist óbrigðult að fá af stað umræður þegar minnst er á val á kaliberum :-)

Annars held ég að Jenni hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði kaliberið engu skipta. Þó hann hafi síðar dregið það til baka :-)
Jenni Jóns skrifaði:Satt best að segja held ég að caliberið skipti engu máli svo framaleg sem það er löglegt og menn æfi sig með þá byssu sem þeir ætla nota,
Ef menn þekkja það sem þeir nota og kunna að fara með það þá virkar þetta allt. Sjálfsagt er nú kaliberið heldur ekki mest hamlandi hlutinn við veiðarnar. Einhver eru sjálfsagt meðfærilegri en önnur.

Hitt er það að hér er algjör örmarkaður. Mesta furða hvað veiðiverslanir nenna að eltast við að eiga til úrval af skotfærum í öll þessu ólíku kalíber. Þó okkur þyki það nú ekki alltaf. Í sumum kaliberum hreyfast skotfærapakkar varla árum saman.

Það væri gaman að vita hvert hlutfallið er á þeim veiðimönnum sem halda til veiða með keypt tilbúin skotfæri og svo þeirra sem hlaða sjálfir. Þá aftur kannski spurning hvar þeir lenda sem kaupa sérhlaðin skotfæri? Það væri gaman að heyra frá leiðsögumönnum hver þeirra tilfinning er. Ég er nú reyndar ekki viss um að hleðslukarlar nái að vera helmingur og eru þó hærra hlutfall hérlendis en víða annarsstaðar víst.

Fyrir þann sem ekki er að hlaða sjálfur og hefur kannski engan áhuga á að byrja á því þá er nú kannski eitthvað þrengra val á kalíberi. Mér sýnist til dæmis Veiðihornið hafa nálgast þetta af skynsemi með því að vera tiltölulega fá kalíber í boði. 223-243-6,5x55-270-308 og kannski eitthvað aðeins tilfallandi. Nú veit ég að margir eru þessu ósammála af því að þeir myndu vilja fá önnur kalíber. Sjálfsagt eru þó þarna komin þau kaliber sem best er að verða sér úti um skotfæri í öðrum verslunum líka. 223 að sjálfsögðu reyndar ekki hreindýrakalíber þannig að eftir standa fjögur. .243 er svo ekki í náðinni hjá mörgum þar sem það er á jaðrinum að bera 100 graina kúlu. 6,5x55 er ekki framleidd hjá öllum byssusmiðum vestanhafs en líkast til hjá öllum skotfæraframleiðendum sem við þekkjum. Lapua framleiðir ekki í .270 og ekki mikið úrval hjá mörgum skotfæraframleiðendum. Allir virðast framleiða í 308 og í góðu úrvali. Ætli menn erlendis á veiðar er það kaliber talið hentugt á flest. Erum við þá ekki komin á það að .308 stendur öllum öðrum framar hér á landi? :-)

En að gamni slepptu ætli þetta séu þó ekki þau fjögur kalíber sem menn ættu að velja úr ætli þeir sér ekki að standa sjálfir í að hlaða skotfæri?
Brynjar Magnússon

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Val á kalíberi vegna hreindýra

Ólesinn póstur af sindrisig » 07 Feb 2015 20:58

Ég tel að mikill minnihluti þeirra sem eru að skjóta pappa og dýr, kaupi sín skotfæri tilbúin. Það skilur eftir stóran meirihluta sem hleður þau sjálfur.

Ég hef lagt hlutina upp þannig, þegar ég er spurður af stangveiðimönnum, að það sé mun áhrifaríkara að búa til sín eigin skot en að búa til sínar eigin flugur...
Sindri Karl Sigurðsson

Svara