Styttist í hreindýralottóið.
Dregið verður úr umsóknum 21. febrúar næstkomandi.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... reyma_inn/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... reyma_inn/
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Það var nú einfaldlega ekki hjá því komist að endurgreiða að fullu leyfið. það er ekki hægt að kaupa eitthvað með skilyrðum sem þú undirgengst eftir að kaupin eru gerð. Fyrst undirgengst þú skilyrðið og síðan verslar þú.
Annað er einfaldlega lögleysa.
Annað er einfaldlega lögleysa.
Sindri Karl Sigurðsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þetta var nú alltaf á hreinu með endurgreiðsluna.
Hér hefur verið langt mál um lítið varðandi það, stundum er betra að spurja um hlutina áður en menn láta gamminn geysa!
Hér hefur verið langt mál um lítið varðandi það, stundum er betra að spurja um hlutina áður en menn láta gamminn geysa!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
-
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Það hefur alveg farið framhjá mér þetta með fulla endurgreiðslu þangað til ég sá það í Morgunblaðinu 12 feb 2015Veiðimeistarinn skrifaði:Þetta var nú alltaf á hreinu með endurgreiðsluna.
" Jóhann sagði að þeir sem falla í öll skiptin á skotprófinu og geta því ekki farið á veiðar muni fá veiðileyfið endurgreitt að fullu."
Hvar kom þetta fram í reglum um hreindýraveiðar
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þetta er nú bara svona kommón sens, eins og fram kom hjá Sindra hérna að ofan!
En sumir mála alltaf skrattann á vegginn
En sumir mála alltaf skrattann á vegginn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- Stebbi Sniper
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:492
- Skráður:09 Jun 2012 00:58
- Staðsetning:Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þrátt fyrir að þetta sé kommón sens... þá var þetta ekki svona í fyrra ef ég man rétt! Ég er þó ekki 100 % viss... svo einhver sem veit kannski betur getur þá leiðrétt það!
Ég fór með kunningja frúarinnar í skotpróf sem féll þrisvar og ég held að hann hafi ekki fengið staðfestingar gjaldið sitt til baka. Hefði ekki verið jafn mikið kommón sens að fá það til baka þá eins og allt veiðileyfið núna?
Siggi... látum við ekki allir gamminn geysa annað slagið án þess að hafa hlutina á hreinu?
Ég fór með kunningja frúarinnar í skotpróf sem féll þrisvar og ég held að hann hafi ekki fengið staðfestingar gjaldið sitt til baka. Hefði ekki verið jafn mikið kommón sens að fá það til baka þá eins og allt veiðileyfið núna?
Siggi... látum við ekki allir gamminn geysa annað slagið án þess að hafa hlutina á hreinu?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs
Skotfélag Kópvogs
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Sælir aftur.
Ég hef sagt það áður í hrútarimmu við Þorstein félaga okkar að það er regin munur á staðfestingargjaldi og fullri greiðslu.
Ástæðan fyrir staðfestingargjaldi er sú að þá telur seljandi sig vera að leggja í ákveðinn kostnað sem fæst ekki endurgreiddur, ef ekkert verður af kaupunum.
Nærtækasta dæmið er utanlandsferð með ferðaskrifstofu. Staðfestingargjald er óafturkræft, nema í algerum undantekningartilfellum.
Það er gott að vita til þess að hreindýraráð skuli í það minnsta vera með vaðið fyrir neðan sig.
Ég hef sagt það áður í hrútarimmu við Þorstein félaga okkar að það er regin munur á staðfestingargjaldi og fullri greiðslu.
Ástæðan fyrir staðfestingargjaldi er sú að þá telur seljandi sig vera að leggja í ákveðinn kostnað sem fæst ekki endurgreiddur, ef ekkert verður af kaupunum.
Nærtækasta dæmið er utanlandsferð með ferðaskrifstofu. Staðfestingargjald er óafturkræft, nema í algerum undantekningartilfellum.
Það er gott að vita til þess að hreindýraráð skuli í það minnsta vera með vaðið fyrir neðan sig.
Sindri Karl Sigurðsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Mæl þú manna heilastur, félagi Sindri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þannig að ég get ekki öðruvísi skilið þetta frá Sindra en hann vilji þessa úgáfu líka innsindrisig skrifaði:Það var nú einfaldlega ekki hjá því komist að endurgreiða að fullu leyfið. það er ekki hægt að kaupa eitthvað með skilyrðum sem þú undirgengst eftir að kaupin eru gerð. Fyrst undirgengst þú skilyrðið og síðan verslar þú.
Annað er einfaldlega lögleysa.
Fyrst á að taka skotpróf og standast(undirgangast skiilyrðin) og síðan sækja um dýrið (framkvæma kaupin)
Ég er ekki frá því að það sé ekki svo vitlaust í kjölfar þessara fyrri breytinga
Prófið kostar pening óafturkræft vinnan var framkvæmd Ekkert fall þegar sótt er um dýrið en yrðir að taka prófið árinu á undan það segir sig sjálft
Þá held ég að markmiðinu sé að fullu náð að flýta öllu ferli og draga úr falskri eftirpurn.
Gott að við Sindri erum loksins alveg sammála
En svo má fara að huga að hvort prófin meigi gilda lengur eða eitthvað umbunarkerfi eftir skori
Síðast breytt af Gisminn þann 15 Feb 2015 00:41, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þetta kerfi varðandi skotprofin getur að mínu mati ekki orðið betra hvað varðar hverjir skulu taka þau og hve oft.
Það er, allir sem fá hreindýraveiðileyfi skulu árlega taka og standast skotpróf.
Þar er eingar undantekningar hægt að gera, eðli málsins samkvæmt. Veiðimenn koma mun betur undirbúnir til veiðanna en áður var.
Enda hefur það marg sannað sig að síðan skotprófið var tekið upp hefur þekking og færni veiðimanna stóraukist hvað eðli og notagildi skotvopna og skotfæra varðar.
Prófdómarakerfið og að fela framkvæmd prófanna skotfélögum er svo og óumdeilanlega það besta sem völ er á.
Það er hins vegar alltaf umdeilanlegt hvernig framkvæmd skotpróofsins fer fram, það er fjöldi skota, tíminn sem gefin er til prófsins og fleira þar varðandi.
Það er, allir sem fá hreindýraveiðileyfi skulu árlega taka og standast skotpróf.
Þar er eingar undantekningar hægt að gera, eðli málsins samkvæmt. Veiðimenn koma mun betur undirbúnir til veiðanna en áður var.
Enda hefur það marg sannað sig að síðan skotprófið var tekið upp hefur þekking og færni veiðimanna stóraukist hvað eðli og notagildi skotvopna og skotfæra varðar.
Prófdómarakerfið og að fela framkvæmd prófanna skotfélögum er svo og óumdeilanlega það besta sem völ er á.
Það er hins vegar alltaf umdeilanlegt hvernig framkvæmd skotpróofsins fer fram, það er fjöldi skota, tíminn sem gefin er til prófsins og fleira þar varðandi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- Einar Gudmann
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:8
- Skráður:07 Jun 2012 08:30
- Fullt nafn:Einar Guðmann
- Staðsetning:Akureyri
- Hafa samband:
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Útdrátturinn fer fram laugardaginn 21. febrúar. Mér skilst að á sama tíma verði haldinn aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum.
Varðandi endurgreiðslurnar, jú eins og fram kemur hér að ofan hefur Umhverfisstofnun ákveðið að endurgreiða þessum fáu sem falla þrisvar á prófinu.
Einn helsti tilgangurinn með þeirri breytingu að gjaldið sé greitt að fullu í apríl er að þá er hægt að byrja mun fyrr að úthluta fleiri veiðileyfum til veiðimanna. Ekki þarf að bíða fram yfir 1. júlí. Raunin hefur verið sú að ef haft er samband við veiðimenn af biðlista mjög seint, er líklegt að þeir hafni veiðileyfinu þegar til kemur enda langt liðið á sumarið. Vonandi verður þessi breyting til þess að veiðimenn sem fá ekki úthlutað í sjálfum útdrættinum vita mun fyrr en áður hvort líklegt sé að þeir fái leyfi. Vonandi betra, bæði fyrir Umhverfisstofnun og veiðimenn.
Varðandi endurgreiðslurnar, jú eins og fram kemur hér að ofan hefur Umhverfisstofnun ákveðið að endurgreiða þessum fáu sem falla þrisvar á prófinu.
Einn helsti tilgangurinn með þeirri breytingu að gjaldið sé greitt að fullu í apríl er að þá er hægt að byrja mun fyrr að úthluta fleiri veiðileyfum til veiðimanna. Ekki þarf að bíða fram yfir 1. júlí. Raunin hefur verið sú að ef haft er samband við veiðimenn af biðlista mjög seint, er líklegt að þeir hafni veiðileyfinu þegar til kemur enda langt liðið á sumarið. Vonandi verður þessi breyting til þess að veiðimenn sem fá ekki úthlutað í sjálfum útdrættinum vita mun fyrr en áður hvort líklegt sé að þeir fái leyfi. Vonandi betra, bæði fyrir Umhverfisstofnun og veiðimenn.
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Takk fyrir þessi innlegg Sigurður og Einar en mér datt bara nú allt í einu í hug ein setning í þessu samhengi´frá fyrri árum, Svona vegna þess að ég þekki nú mun á staðfestingargjaldi og kaupum en það er þessi setning.
Veiðimaður fær 75% endurgreytt NÁIST AÐ ENDURÚTHLUTA LEYFINU ef ekki náðist að endurúthluta leyfinu þá sat veiðimaður eftir með 100% Tap af dýri sem hann ekki gat nýtt sér ?
Man ekki eftir að menn hafi sagt það lögleysu.
Veiðimaður fær 75% endurgreytt NÁIST AÐ ENDURÚTHLUTA LEYFINU ef ekki náðist að endurúthluta leyfinu þá sat veiðimaður eftir með 100% Tap af dýri sem hann ekki gat nýtt sér ?
Man ekki eftir að menn hafi sagt það lögleysu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
- Einar Gudmann
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:8
- Skráður:07 Jun 2012 08:30
- Fullt nafn:Einar Guðmann
- Staðsetning:Akureyri
- Hafa samband:
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Eins og ég skil þetta er staðfestingargjaldið í raun lagt niður. Afgreiðslu leyfa flýtt og verði einhver svo óheppinn að falla þrisvar og er búinn að greiða gjaldið fær hann það til baka. Út frá sjónarmiði veiðimanna er það nokkuð mjúk leið.
-
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Ég tel að allir séu sammála um að ferlið við endurúthlutun sé erfitt í framkvæmd og held að hægt sé að gera það mun skilvirkara á eftirfarandi hátt.
menn sem lenda á biðlista senda inn biðlistaumsókn sem þarf að endurnýja á 3 til 4 vikna fresti fram að síðasta mánuð veiðitíma þá þyrftu menn að endurnýja í hverri viku og það væri bara úthlutað til þeirra sem ættu gilda biðlistaumsókn.
Síðasta föstudegi hvers tímabils yrði úthlutað og þá myndi biðlistaröð þeirra sem eiga umsókn um endurúthlutun ráða.
þetta mætti gera með hnapp á heimasíðu UST þar sem veiðimenn myndu setja inn kennitölu og senda inn biðlistaumsókn.
menn gætu hvenær sem er sótt um endurúthlutun jafnvel þó þeir slepptu fyrstu úthlutunarskiptunum og í öllum tilfellum myndi upphaflegur biðlisti ráða úthlutunarröð.
það myndi spara töluverða vinnu við að ná í veiðimenn bara til að fá að vita að þeir hafi ekki lengur áhuga.
menn sem lenda á biðlista senda inn biðlistaumsókn sem þarf að endurnýja á 3 til 4 vikna fresti fram að síðasta mánuð veiðitíma þá þyrftu menn að endurnýja í hverri viku og það væri bara úthlutað til þeirra sem ættu gilda biðlistaumsókn.
Síðasta föstudegi hvers tímabils yrði úthlutað og þá myndi biðlistaröð þeirra sem eiga umsókn um endurúthlutun ráða.
þetta mætti gera með hnapp á heimasíðu UST þar sem veiðimenn myndu setja inn kennitölu og senda inn biðlistaumsókn.
menn gætu hvenær sem er sótt um endurúthlutun jafnvel þó þeir slepptu fyrstu úthlutunarskiptunum og í öllum tilfellum myndi upphaflegur biðlisti ráða úthlutunarröð.
það myndi spara töluverða vinnu við að ná í veiðimenn bara til að fá að vita að þeir hafi ekki lengur áhuga.
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þessi breyting var til mikilla bóta og einfaldar endurúthlutunarferlið verulega.
Jenni minn........það er alger óþarfi að gera einfaldan hlut flókinn eins og þú leggur til.
Það var þó verið að einfalda hlutina sem mér finnnst hafa tekist vel.
Þetta var reynt í fyrra eftir 1. og 5. sept. í svipuðum dúr og þú leggur hæer til, en það var engan vegin að virka!
Jenni minn........það er alger óþarfi að gera einfaldan hlut flókinn eins og þú leggur til.
Það var þó verið að einfalda hlutina sem mér finnnst hafa tekist vel.
Þetta var reynt í fyrra eftir 1. og 5. sept. í svipuðum dúr og þú leggur hæer til, en það var engan vegin að virka!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
-
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Ég átta mig ekki alveg á hvernig þessi tillaga flækir endurúthlutun.Veiðimeistarinn skrifaði:Jenni minn........það er alger óþarfi að gera einfaldan hlut flókinn eins og þú leggur til.
Það er ekki flókið að fara inná UST setja kennitöluna sína í reit og ýta á Staðfest.
þar með veit sá sem sér um endurúthlutun að þeir sem hafa staðfest muni taka dýr og þarf því ekki að hringja í neinn heldur bara senda tölvupóst á þá sem fá endurúthlutað.
Þar sem ég hef þónokkra reynslu af því að fá dýr í endurúthlutun þá get ég fullyrt að það væri minna mál að gera þetta en vera stöðugt að fylgjast með hver staða endurúthlutunar er og passa uppá símann svo maður missi örugglega ekki af (það hefur reyndar komið fyrir að búið var að úthluta neðar í röðina án þess að ég fengi tölvupóst eða símtal en það kom ekki að sök ég fékk úthlutað eftir ég hringdi inn og spurði um málið)
Þetta töluvert mikið einfaldara og ódýrari leið til endurúthlutunar fyrir framkvæmdaraðilan þar sem hann gæti úthlutað öllum leyfum sem kominn væru inn á nokkrum mínútum max 2 klst.
Þetta sem reynt var í fyrra er alls ekki marktækt sem samanburður við þá tillögu sem ég lagði fram.
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þetta verður allt annað með einn gjalddaga á veiðileyfunum í apríl, þá bætast við tveir mánuuðir til að úthluta skiluðum leyfum til þeirra er á biðlistanum bíða.
Það er kappnógur tími fyrir UST og Jóhann Gutt. til að endurúthluta leyfunum, það er alveg ástæðulauust að flækja það ferli, með einhverju ,,pant ég" sístemi!
Það er kappnógur tími fyrir UST og Jóhann Gutt. til að endurúthluta leyfunum, það er alveg ástæðulauust að flækja það ferli, með einhverju ,,pant ég" sístemi!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
-
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Þú er með gamansamara móti þessa dagana SiggiVeiðimeistarinn skrifaði:,,pant ég" sístemi!
gleymduru að setja upp gleraugun þegar þú last þessa tillögu sem ég setti fram (eða lastu hana á hundavaði)
það kemur hvergi fram neitt "pant ég sístem" og ekkert um að menn færist framar í biðröðinni sem myndast við útdráttinn þetta snýst einungis um að Jóhann Gutt viti hverjir vilja fá leyfi allt fram á síðasta dag áður en hann fer að endurúthluta.
Vonandi verða þessi tveir mánuðir sem bætast við þann tíma sem Jóhann Gutt hefur til að endurúthluta til bóta.
En ég ætla svosem ekki að ræða þetta neitt frekar við þig að svo stöddu, þar sem þú hefur einbeittan vilja til að sjá þessu allt til foráttu.
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 7
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Styttist í hreindýralottóið.
Ég viðurkenni engan vegin að ég hafi einbeittan vilja til að sjá þessu allt til foráttuJenni Jóns skrifaði:
En ég ætla svosem ekki að ræða þetta neitt frekar við þig að svo stöddu, þar sem þú hefur einbeittan vilja til að sjá þessu allt til foráttu.
Ég vil hins vegar og miklu frekar umorða þessa athugasemd þína í þekktu lítillæti mínu, á þennan veg
Ég hef bara yfirburðar þekkingu á þessum málum, þar skilur á milli okkar
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is