Val á kúlu fyrir hreindýr
Sælir félagar
Fullviss um að UST komi færandi hendi með hreindýraleyfi til mín n.k. sunnudag er ég farinn að fyllast valkvíða. Hvaða kúlu á ég að nota? Í þessi fáu skipti sem ég hef farið á hreindýraveiðar hef ég notað .308 með því sem minn góði leiðsögumaður segir allt of þunga kúlu (150 grs GameKing) og .270 með 130 grs Partition sem hinn sami leiðsögumaður er sáttari við í alla staði.
Fyrir .270 hefur nú verið lítið til af kúlum frá því á síðasta veiðitímabili en ég er með Barnes TTSX og Nosler Partition í 130. Var nú kominn með ágæta hleðslu líka í Accubond og Ballistic Tip. Þetta eru þó flest allt leiðinlega dýrar kúlur til að leika sér með til æfinga á skotvellinum.
Í .308 hef ég svo fundið fínar hleðslur fyrir Game King og Hornady Interbond í 150 grs og allt í lagi með BallTip.
Ég er nokkuð spenntur fyrir að prófa Barnes TTSX núna en allar ofangreindar skila þó örugglega sínu.
En svona til að koma spjalli af stað hvað eruð þið að nota?
Fullviss um að UST komi færandi hendi með hreindýraleyfi til mín n.k. sunnudag er ég farinn að fyllast valkvíða. Hvaða kúlu á ég að nota? Í þessi fáu skipti sem ég hef farið á hreindýraveiðar hef ég notað .308 með því sem minn góði leiðsögumaður segir allt of þunga kúlu (150 grs GameKing) og .270 með 130 grs Partition sem hinn sami leiðsögumaður er sáttari við í alla staði.
Fyrir .270 hefur nú verið lítið til af kúlum frá því á síðasta veiðitímabili en ég er með Barnes TTSX og Nosler Partition í 130. Var nú kominn með ágæta hleðslu líka í Accubond og Ballistic Tip. Þetta eru þó flest allt leiðinlega dýrar kúlur til að leika sér með til æfinga á skotvellinum.
Í .308 hef ég svo fundið fínar hleðslur fyrir Game King og Hornady Interbond í 150 grs og allt í lagi með BallTip.
Ég er nokkuð spenntur fyrir að prófa Barnes TTSX núna en allar ofangreindar skila þó örugglega sínu.
En svona til að koma spjalli af stað hvað eruð þið að nota?
Brynjar Magnússon
- Björn R.
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:105
- Skráður:10 Feb 2013 19:10
- Fullt nafn:Björn Jensson
- Staðsetning:Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Í fyrra fórum við þrír. Ég og annar sem notuðum sömu byssu, notuðum einnig samskonar skot. 150gr Accubond cal .308
Annað færið var 200m +/- en hitt einungis 30m. Það var ekki að sjá að hreindýrin fyrrverandi hefðu neitt við þessi skot að athuga, ekki heldur caliberið sem slíkt
Félagi okkar var með 6.5x55 hann notaði 120grs en ég man ekki hvaða kúlu. Færið hans var um 150m og féll það dýr eins og lög gera ráð fyrir.
Ég ætla að taka svo stórt uppí mig að caliber og kúlur skipta engu máli ef hvorutveggja er löglegt og skytttan í æfingu og kann á sín verkfæri.
Ef skyttan er ekki í æfingu (hefur kannski aldrei verið) þá má örugglega færa rök fyrir því sem Sigurður Aðalsteins og fleiri vilja halda fram, velja eitthvað hratt og flatt.
Og svo ég besservisserist aðeins meira. Mér hefur aldrei þótt fall á t.d .308 vera vandamál. Það er hægt að læra það. Hins vegar fer það ekki mjög hratt yfir miðað við margt annað og þótt ég sé almennt með frekar þungar kúlur 150grs+ þá finnst mér vindrekið vera meira til að velta sér uppúr. Þar hafa örugglega hraðari kaliber vinninginn. það er nefnilega einhvernveginn þannig að það er aulvelt að miða út færið. Sæmileg skytta getur séð án tækja hvort færið er 50,100.150 eða 200m +/- eitthvað frávik. En stundum finnst manni eins og það sé ekki eins kalt og ekki eins mikill vindur þegar adrenalínið er komið af stað, eltingarleikur við dýr osfrv og þá finnst mér vindrekið vera meira til trafala en kúlufall.
En þetta var nú bara mín skoðun,
Annað færið var 200m +/- en hitt einungis 30m. Það var ekki að sjá að hreindýrin fyrrverandi hefðu neitt við þessi skot að athuga, ekki heldur caliberið sem slíkt
Félagi okkar var með 6.5x55 hann notaði 120grs en ég man ekki hvaða kúlu. Færið hans var um 150m og féll það dýr eins og lög gera ráð fyrir.
Ég ætla að taka svo stórt uppí mig að caliber og kúlur skipta engu máli ef hvorutveggja er löglegt og skytttan í æfingu og kann á sín verkfæri.
Ef skyttan er ekki í æfingu (hefur kannski aldrei verið) þá má örugglega færa rök fyrir því sem Sigurður Aðalsteins og fleiri vilja halda fram, velja eitthvað hratt og flatt.
Og svo ég besservisserist aðeins meira. Mér hefur aldrei þótt fall á t.d .308 vera vandamál. Það er hægt að læra það. Hins vegar fer það ekki mjög hratt yfir miðað við margt annað og þótt ég sé almennt með frekar þungar kúlur 150grs+ þá finnst mér vindrekið vera meira til að velta sér uppúr. Þar hafa örugglega hraðari kaliber vinninginn. það er nefnilega einhvernveginn þannig að það er aulvelt að miða út færið. Sæmileg skytta getur séð án tækja hvort færið er 50,100.150 eða 200m +/- eitthvað frávik. En stundum finnst manni eins og það sé ekki eins kalt og ekki eins mikill vindur þegar adrenalínið er komið af stað, eltingarleikur við dýr osfrv og þá finnst mér vindrekið vera meira til trafala en kúlufall.
En þetta var nú bara mín skoðun,
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575
bjorn(hja)stopp.is
618-3575
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég skil þetta með dýrar kúlur og leysi það með því að æfa mig með minna caliberi
Því ég veit nákvæmnina á stærra caliberinu
Því ég veit nákvæmnina á stærra caliberinu
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég fer reyndar sömu leið og er líka með .223Gisminn skrifaði:Ég skil þetta með dýrar kúlur og leysi það með því að æfa mig með minna caliberi
Því ég veit nákvæmnina á stærra caliberinu
Ég get líka tekið undir með Birni með ágæti .308 þar sem maður þekkir fallið á kúlunni. Ég sannreyndi þó þetta með léttari kúluna þegar ég prófaði 123 grs Sako kúlu í .308 og margt til í því. Það var mun minna fall út á 300 metrana. En mér reyndari menn mæltu með þessum 150 grs kúlum sem ég hef haldið mig við.
Ég er nú það nýr í þessu að ég ætla ekki að þykjast hafa vit á þessu.
Brynjar Magnússon
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ekkert að því að nota 150 grs kúlu i 308. Allar kúlur falla, bara mismikið.
Ef kíkir á 308 riffli er núllstilltur á td 150 m. færi, sem ég tel eðlilegt, þá á skyttan alveg auðveldlega að vera fær um að fella hreindýr án vandkvæða út á 150 -
Auðvitað er ég að tala um bógskot. Breiðsíða áhreindýri er talsvert stór. Flestir ættu að ráða við 150--250 m. bógskot nema þá einhver algjör nýgræðingur sem miðar beint á bóg, sama hversu færið er langt Auðvitað heldur skotmaðurinn aðeins hærra ef færið er lengra en núllmiðið er.
Og nota bene fall á hefðbundinni veiðikulu í 6,5x55 annars vegar, og hinsvegar 150 grs kúlu i 308 er mjög svipað.
Það má ekki kenna kaliberinu um, þó skyttan geri mistök.
Ef kíkir á 308 riffli er núllstilltur á td 150 m. færi, sem ég tel eðlilegt, þá á skyttan alveg auðveldlega að vera fær um að fella hreindýr án vandkvæða út á 150 -
Auðvitað er ég að tala um bógskot. Breiðsíða áhreindýri er talsvert stór. Flestir ættu að ráða við 150--250 m. bógskot nema þá einhver algjör nýgræðingur sem miðar beint á bóg, sama hversu færið er langt Auðvitað heldur skotmaðurinn aðeins hærra ef færið er lengra en núllmiðið er.
Og nota bene fall á hefðbundinni veiðikulu í 6,5x55 annars vegar, og hinsvegar 150 grs kúlu i 308 er mjög svipað.
Það má ekki kenna kaliberinu um, þó skyttan geri mistök.
Síðast breytt af gylfisig þann 17 Feb 2015 22:13, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Gylfi á örugglega við 150-250 metra en ég vil alls ekki hita bóginn heldur aftan við hann á lungnasvæðið
En þetta er rétt hjá Gylfa með fallið ég og einn af hreindýragætunum hérna tókum test á falli ég með 6,5x55 og 120 nosler hann með 308 150 game king og núll á 150 á 200 vorum við eins en á 300 var ég eftir sitthvora 3 skota grúbbuna tæpum 2 cm hærri þanig að í veiði hefði það ekki skipt neinu.
En þetta er rétt hjá Gylfa með fallið ég og einn af hreindýragætunum hérna tókum test á falli ég með 6,5x55 og 120 nosler hann með 308 150 game king og núll á 150 á 200 vorum við eins en á 300 var ég eftir sitthvora 3 skota grúbbuna tæpum 2 cm hærri þanig að í veiði hefði það ekki skipt neinu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Sæll Brynjar
Ég hef notað 165 gr Sierra GK hpbt kúluna á hreindýr. Snilldarkúla og mjög nákvæm. Ég var á sínum tíma með Sako 85 og MEOPTA 3-12X stækkun. Sjónaukinn var með 4 strik lárétt auk miðjukrossins. Ég stillti hann þannig að þegar ég miðaði á 200 m þá var kúlan aðeins undir marki og aðeins yfir marki á 100m. Fyrsta strik fyrir neðan miðjukross skilaði sér rétt á 300m og og næsta strik þar fyrir neðan á 400m. E-n tíma prófaði ég að skjóta á bjölluna í Vogunum á 550m og það passaði akkúrat fyrir strikið þar á eftir. Ég vona að þetta skiljist. Á veiðum hreyfði ég aldrei stillingar og gat tekið mið á sekúndubroti ef ég fékk gefna upp fjarlægð. Var með að mig minnir 48.5 grn af N550 púðri (ath heit hleðsla), Winchester hylki og remington primera. 44 grn af N140 virkaði einnig mjög vel. Veiðfélagi minn notaði 150 grn Gk Sierra kúluna og átti vart orð til að lýsa ágæti þeirrar kúlu. Ég hef engan heyrt hallmæla þessum 2 kúlum fyrr en þú hefur þetta eftir gædinum þínum. Ég sendi á sínum tíma póst á Sierrabullets og spurði hverju þeir mæltu með á íslenska hreindýrið. Þeir mæltu með 150 gn kúlunni nema ég vildi, Whack it down sem gæti útlagst sem, kasta því niður, með 165 grn kúlunni. Einhver á kannski betri þýðingu. Gædinn veit kannski betur en kúluframleiðandi enda eflaust með mikla reynslu af veiðum. Sierra kúlurnar hafa alltaf komið vel út í mínum byssum og ég myndi byrja á að prófa þær því þær eru oft á tíðum ódýrari en önnur merki.
Ég hef notað 165 gr Sierra GK hpbt kúluna á hreindýr. Snilldarkúla og mjög nákvæm. Ég var á sínum tíma með Sako 85 og MEOPTA 3-12X stækkun. Sjónaukinn var með 4 strik lárétt auk miðjukrossins. Ég stillti hann þannig að þegar ég miðaði á 200 m þá var kúlan aðeins undir marki og aðeins yfir marki á 100m. Fyrsta strik fyrir neðan miðjukross skilaði sér rétt á 300m og og næsta strik þar fyrir neðan á 400m. E-n tíma prófaði ég að skjóta á bjölluna í Vogunum á 550m og það passaði akkúrat fyrir strikið þar á eftir. Ég vona að þetta skiljist. Á veiðum hreyfði ég aldrei stillingar og gat tekið mið á sekúndubroti ef ég fékk gefna upp fjarlægð. Var með að mig minnir 48.5 grn af N550 púðri (ath heit hleðsla), Winchester hylki og remington primera. 44 grn af N140 virkaði einnig mjög vel. Veiðfélagi minn notaði 150 grn Gk Sierra kúluna og átti vart orð til að lýsa ágæti þeirrar kúlu. Ég hef engan heyrt hallmæla þessum 2 kúlum fyrr en þú hefur þetta eftir gædinum þínum. Ég sendi á sínum tíma póst á Sierrabullets og spurði hverju þeir mæltu með á íslenska hreindýrið. Þeir mæltu með 150 gn kúlunni nema ég vildi, Whack it down sem gæti útlagst sem, kasta því niður, með 165 grn kúlunni. Einhver á kannski betri þýðingu. Gædinn veit kannski betur en kúluframleiðandi enda eflaust með mikla reynslu af veiðum. Sierra kúlurnar hafa alltaf komið vel út í mínum byssum og ég myndi byrja á að prófa þær því þær eru oft á tíðum ódýrari en önnur merki.
Guðmundur Friðriksson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 5
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Hversu mikið reyndari Brynjar??BrynjarM skrifaði:En mér reyndari menn mæltu með þessum 150 grs kúlum sem ég hef haldið mig við.
Voru 40 ár frá því þeir skutu sitt fyrsta hreindýr?
Voru þeir búnir að fella um 600 hreindýr á sínum veiðiferli?
Voru þeir búnir á leiðsegja við veiðar á 1200 hreindýrum?
Voru þeir búnir að horfa á um 2000 hreindýr falla í valinn á fjöllum?
Svo ég svari fyrirspurn þinni félagi Brynjar!
Þá skaltu nota 123 gr. kúlu í 308 og 130 gr. kúlu í 270!
Þú getur líka prufað 110 gr. kúlur í 270 þær hafa stundum komið fanta vel út á veiðum.
Gylfi Sig. benti réttilega á að breiðsíða á hreindýri er talsvert stór, þess vegna er ekki nauðsinlegt að riffillinn skili einhverjum sentimeters grúppum, svæðið sem þarf að hitta er cirka 50x50 cm.
Þess vegna er vel réttlætanlegt að minnka kúlurnar og auka hraðann á kostnað einhvers senntimetraspursmáls!
Björn, það er alveg sama hvort skyttan er í æfingu eða ekki í æfingu, hratt og flatt hentar alltaf betur til hreinndýraveiða, en hægt og bogið.
Það þarf ekki að færa frekari rök fyrir því en ég hef gert, reynslan segir allt sem sega þarf!
Þegar þið getið bent mér á einnhvern sem hefur meiri reynslu en ég af hreindýraveiðum, þá erum við að tala saman!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- Sveinbjörn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:251
- Skráður:17 Jun 2012 23:49
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Brynjar nú fer hver að verða síðastur að eignast 2506 hlaup á Sauer og er Konnari nokkur með eitt til sölu.
Sennilega hafa þeir félagar Günter Sauerson og Sigurður á Vaðbrekku ekki verið sammála um það ágæta caliber. Síðast þegar ég hafði spurnir af Sauer voru hættir að bjóða upp á 2506 og því afar líklegt að Konnara hlaupið verði umsetið áður en langt um líður.
Reyndar skaut smiður einn sem við þekkjum hreyndýrakú með 308 og er ég ekki frá því að kjötið af þeirri skeppnu hafi verið það allra besta sem ég hef fengið.
Sennilega hafa þeir félagar Günter Sauerson og Sigurður á Vaðbrekku ekki verið sammála um það ágæta caliber. Síðast þegar ég hafði spurnir af Sauer voru hættir að bjóða upp á 2506 og því afar líklegt að Konnara hlaupið verði umsetið áður en langt um líður.
Reyndar skaut smiður einn sem við þekkjum hreyndýrakú með 308 og er ég ekki frá því að kjötið af þeirri skeppnu hafi verið það allra besta sem ég hef fengið.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinbjörn Guðmundsson
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég stillti sjónaukana á mínum rifflum þannig, að ég lét þá skjóta um tommu yfir á 100 metrum. Venjulega var þetta i vargaskytterí þar sem færin voru löng. 200-400 m löng. Ég var með góða riffla, og jú... flöt kaliber eins og 22-250 AI sem skilaði 52 grs kúlu á rúmlega 4000 ft hraða. Mér gekk ágætlega að skjóta svartbaka á löngum færum, en vindur mátti ekki vera mikill. Ég náði samt betri árangri, þegar ég var kominn með Jalonen i 6,5x284. Í hann setti ég 120 grs Nosler bt kúlu. Mér gekk betur að eiga við vindinn með því kaliberi. Og sama mátti segja um TRG-inn i 300 wm. Notaði alltaf 165 grs nosler bt i hann. Fannst hann samt töluvert overkill, og á hann ekki lengur. Sé samt alltaf eftir honum.
I dag er ég hættur i þessum stærri hylkjum Búinn að sjá hvað custom smíðaur riffill i cal 6,5x47 getur gert. Þarf ekki stærra, hvorki í varg né hreindýr. Ég hef ekki skotið eins mörg dýr og Siggi, eða séð jafnmörg falla, og ekki dreg eg i efa hans reynslu. Kannski eru þetta bara um 20 dýr sem ég hef séð falla.
Tvö af þessum dýrum hafa hlaupið eftir skotin. Það fyrra sem eg minnist, var skotið á um 30 m færi af kunningja mínum, sem notaði 30-06 og kúlan var nosler Partition 150 grs. Þetta var stór tarfur, sem hljóp bara töluverðan spotta áður en hann datt. Þegar við gerðum að honum, þá var hjartað í tveimur hlutum. Skotinn með 30-06 Kúla Nosler Part.
Hitt tilfellið, þá skaut ég sjálfur. Færi um 220 mtr. Riffillinn Sako TRG-42 300 wm og kúlan 165 grs Nosler BT. Þessi tarfur lá, hálfsofandi, þegar ég skaut hann i miðjan hálsinn. Hann stóð upp eftir skotið, og hljóp, sennilega um 100 metra, með barkann dinglandi út um skotgatið. Féll síðan steindauður niður. Ég hef skotið hreindyr með minni kaliberum, á svipuðum færum, reyndar oftast frekar löngum, og þau hafa alltaf steinlegið. Þannig að..... kannski skiptir ekki alltaf máli, hvaða kúlu, eða kal þú ert með. Spurning um að setja kúluna á góðan stað, og svo eru tilviljanir og ótrulegustu uppákomur til í þessu. Ég tel að tarfur sem er skotinn i gegnum hjarta sé ágætlega "vel" skotinn. Eins hálsskotið dýr. Samt kemur fyrir að þau hlaupa .
I dag er ég hættur i þessum stærri hylkjum Búinn að sjá hvað custom smíðaur riffill i cal 6,5x47 getur gert. Þarf ekki stærra, hvorki í varg né hreindýr. Ég hef ekki skotið eins mörg dýr og Siggi, eða séð jafnmörg falla, og ekki dreg eg i efa hans reynslu. Kannski eru þetta bara um 20 dýr sem ég hef séð falla.
Tvö af þessum dýrum hafa hlaupið eftir skotin. Það fyrra sem eg minnist, var skotið á um 30 m færi af kunningja mínum, sem notaði 30-06 og kúlan var nosler Partition 150 grs. Þetta var stór tarfur, sem hljóp bara töluverðan spotta áður en hann datt. Þegar við gerðum að honum, þá var hjartað í tveimur hlutum. Skotinn með 30-06 Kúla Nosler Part.
Hitt tilfellið, þá skaut ég sjálfur. Færi um 220 mtr. Riffillinn Sako TRG-42 300 wm og kúlan 165 grs Nosler BT. Þessi tarfur lá, hálfsofandi, þegar ég skaut hann i miðjan hálsinn. Hann stóð upp eftir skotið, og hljóp, sennilega um 100 metra, með barkann dinglandi út um skotgatið. Féll síðan steindauður niður. Ég hef skotið hreindyr með minni kaliberum, á svipuðum færum, reyndar oftast frekar löngum, og þau hafa alltaf steinlegið. Þannig að..... kannski skiptir ekki alltaf máli, hvaða kúlu, eða kal þú ert með. Spurning um að setja kúluna á góðan stað, og svo eru tilviljanir og ótrulegustu uppákomur til í þessu. Ég tel að tarfur sem er skotinn i gegnum hjarta sé ágætlega "vel" skotinn. Eins hálsskotið dýr. Samt kemur fyrir að þau hlaupa .
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Sæll meistari
En já, ég hallast helst að 130 TSX í 270 næst.
Annars hefur nú hann Günther lítinn skilning sýnt íslenskum séraðstæðum því fyrir fáum árum hættu Sauer að bjóða upp á riffilhlaup í 6,5-284 Vaðbrekka og nú 25-06.
Öllu mikið reyndari. Það var nú sameiginlegur vinur okkar, hann Jói Vill. Ekki það að ég viti hvenær hann byrjaði að veiða hreindýr.Veiðimeistarinn skrifaði:Hversu mikið reyndari Brynjar??BrynjarM skrifaði:En mér reyndari menn mæltu með þessum 150 grs kúlum sem ég hef haldið mig við.
En já, ég hallast helst að 130 TSX í 270 næst.
Svenni, ég var nú einhvern tíman búinn að heyra í Ingvari með þetta hlaup Spurning hvort það sé of líkt 270?Sveinbjörn skrifaði: Sennilega hafa þeir félagar Günter Sauerson og Sigurður á Vaðbrekku ekki verið sammála um það ágæta caliber. Síðast þegar ég hafði spurnir af Sauer voru hættir að bjóða upp á 2506 og því afar líklegt að Konnara hlaupið verði umsetið áður en langt um líður.
Annars hefur nú hann Günther lítinn skilning sýnt íslenskum séraðstæðum því fyrir fáum árum hættu Sauer að bjóða upp á riffilhlaup í 6,5-284 Vaðbrekka og nú 25-06.
Síðast breytt af BrynjarM þann 18 Feb 2015 13:59, breytt í 1 skipti samtals.
Brynjar Magnússon
-
- Póstar í umræðu: 5
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég nota Nosler BT 125 gr fyrir cal 308 og Berger 168gr fyrir cal 284
Nosler BT kúlan er á 3200 fps
Berger kúlan er á 2900 fps
Báðar komið mjög vel út en Nosler kúlan er talsvert viðkvæm fyrir hliðarvindi.
Hvenær er kúlan hröð og flöt
Það ræðst af færinu.
Nosler kúlan er á meiri hraða fyrstu 200 metrana eftir það er Berger kúlan á meiri hraða
Nosler kúlan er líka flatari út að 400 metra markinu eftir það munar töluverðu hvað Berger kúlan hefur flatari feril.
Það er því ráð að spyrja gæddinn hvort þú sér með hratt og flatt eða hægt og bogið þegar dýrið er fundið.
Nosler BT kúlan er á 3200 fps
Berger kúlan er á 2900 fps
Báðar komið mjög vel út en Nosler kúlan er talsvert viðkvæm fyrir hliðarvindi.
Hvenær er kúlan hröð og flöt
Það ræðst af færinu.
Nosler kúlan er á meiri hraða fyrstu 200 metrana eftir það er Berger kúlan á meiri hraða
Nosler kúlan er líka flatari út að 400 metra markinu eftir það munar töluverðu hvað Berger kúlan hefur flatari feril.
Það er því ráð að spyrja gæddinn hvort þú sér með hratt og flatt eða hægt og bogið þegar dýrið er fundið.
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Þessi umræða fór fljótt að snúast um caliber en ekki kúlugerð eins og spurt var um...en það er bara gaman af því.....ég mæli eindregið með Sierra Gameking HPBT eða Sierra Gameking SBT og Nosler Accubond einnig eru Hornady Interbond eða Interlock frábærar veiðikúlur.
Varðandi kúluþyngd í 308 þá er ekki svo mikill munur út á 250 metrana, ef við núll stillum á 175 mertrum þá er 125gr. kúlan að falla u.þ.b. 12cm. á 250 metrum en 150gr. fellur u.þ.b. 15cm. Munurinn á 300 metrum er svo 6cm. Munurinn er ekki meiri en þetta !
Varðandi kúluþyngd í 308 þá er ekki svo mikill munur út á 250 metrana, ef við núll stillum á 175 mertrum þá er 125gr. kúlan að falla u.þ.b. 12cm. á 250 metrum en 150gr. fellur u.þ.b. 15cm. Munurinn á 300 metrum er svo 6cm. Munurinn er ekki meiri en þetta !
Kv. Ingvar Kristjánsson
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég þakka góð og skemmtileg innlegg. Sýnist sem engir hallmæli kúlugerðunum sem ég er að nota þó ágreiningur sé um kúluþyngd fyrir annan riffilinn. Hinn riffillinn er þó þjakaður þeim hörgulsjúkdómi sem nú herjar á landsmenn eða púður- og kúluskort. Er nú reyndar ágætlega birgur af áðurnefndum kúlum í hann en vonandi detta nú inn ódýrari Sierra-kúlur í hann með vorskipinu. Maður er viljugri að spreða þeim í pappann sem er nú reyndar í meiri hættu fyrir manni en blessuð hreindýrin.
Brynjar Magnússon
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
En eins og Siggi bendir á þá er hins vegar töluverðu munur á droppi t.d. á milli 25-06 og 308. Ef við stillum báða tæplega 5cm yfir á 100 metrum þá fellur 25-06 13cm. minna en 308 á 300 metrum. Þá miða ég við hefðbundnar þyngdir í báðum kaliberum og eins kúlur þ.e. Sierra gameking 100gr. fyrir 25-06 og Sierra gameking 150gr. fyrir 308. En á 400 metrum munar næstum því 30cm.! Fyrir óvanar skyttur þá skiptir þetta töluverðu máli.
Síðast breytt af konnari þann 18 Feb 2015 17:43, breytt 3 sinnum samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson
-
- Póstar í umræðu: 5
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ingvar hvaða hraða ertu með á þessum kúlum og hvað munar miklu á fallinu á 300 og 400 ef báðir rifflarnir er settir á 0 á 100 m og hver er munurinn á fallinu ef þú notar 150 gr Nosler Accubond í staðinn fyrir Sierra kúluna á sömu færum?konnari skrifaði:En eins og Siggi bendir á þá er hins vegar töluverðu munur á droppi milli 25-06 og 308.
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
ok mín 10 cent!
Hef brasað nokkuð lengi í þessu og finnst nokkur atriði áhugaverð.
1 Ekki stylla á 100 m! Stillið á ca 175 þá eruð þið með allt beint út á 200 nokuð án tillist til cal.
2 Eg er nokkuð sammála Sigga, Hraðinn drepur léttkúla miðað við cal er kostur.
3 Hef verið að nota á vixl varminnti kúlur og hefðbundnar veiðikúlur. varminnt er auðvitað betra í haus og háls. Og ef um snirtilegt lungnaskot er að ræða fínar í lungu líka. Þessar litlu flísar virðast varla sleppa út í rifjahylkið hinumegin , er bara fín í gott lungnaskot líka.. En sé varinnt kúla sett á vondan stað skemmir hún mikið. Síðan eru það Bonduðu kúlurnar. Persónulega líkar mér frear illa við þær.Ef færið er stutt og kúlan hittir á mikklum hraða hengur kápan með blýinu en rifnar í nokkra parta sem eru eins og poppkornslauf ogg skrúfast einhvað um dýrið. Vel þá frekar Hefðbundna kúlu. TD Mega eða partition.
E.Har
En samt skjóta því sem þú þekkir og treystir.
Hef brasað nokkuð lengi í þessu og finnst nokkur atriði áhugaverð.
1 Ekki stylla á 100 m! Stillið á ca 175 þá eruð þið með allt beint út á 200 nokuð án tillist til cal.
2 Eg er nokkuð sammála Sigga, Hraðinn drepur léttkúla miðað við cal er kostur.
3 Hef verið að nota á vixl varminnti kúlur og hefðbundnar veiðikúlur. varminnt er auðvitað betra í haus og háls. Og ef um snirtilegt lungnaskot er að ræða fínar í lungu líka. Þessar litlu flísar virðast varla sleppa út í rifjahylkið hinumegin , er bara fín í gott lungnaskot líka.. En sé varinnt kúla sett á vondan stað skemmir hún mikið. Síðan eru það Bonduðu kúlurnar. Persónulega líkar mér frear illa við þær.Ef færið er stutt og kúlan hittir á mikklum hraða hengur kápan með blýinu en rifnar í nokkra parta sem eru eins og poppkornslauf ogg skrúfast einhvað um dýrið. Vel þá frekar Hefðbundna kúlu. TD Mega eða partition.
E.Har
En samt skjóta því sem þú þekkir og treystir.
E.Har
Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja
Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég tel nú að flest allar kúlur, 6 mm og stærri, drepi hreindýr, ef þær eru settar í haus eða háls, sama hvaða gerð þær eru. Hins vegar hefur maður séð skráðar bæði Lapua scenar, ásamt Sierra MK kúlum á hreindyr.is undir "hvaða kúla notuð". Framleiðendur skilgreina þæ alls ekki sem veiðikúlur á stærri dýr, og ég tel ámælisvert að skjóta þeim á hreindýr. Ekki það að þær drepi ekki, lendi þær í haus eða hálsi. Þær eru einfaldlega ekki hannaðar til veiða á stærri dýrum.
Kúlur sem ég minnist að hafa notað, af mér, og mínum félögum eru svosem ekki margar i teg. talið. Nosler Bt, Nosler Part. Sierra GK, Nosler Accubond, Sierra Pro-hunter, Hornady A max og Hornady IB. Al ljótustu sárin voru eftir Nosler Part.
Reyndar nokkur dýr háls og hausskotin. Mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli, hvar dýrið er skotið, og því liggur i hlutarins eðli, að komast i gott færi. Mér finnst að óvanir menn eigi að kappkosta það, þá er minni hætta á slysaskoti, og meiri likur á að hálsskot heppnist, ef færið er td 100 m eða styttra. Ég skýt aldrei á dýr sem er á ferð. Bara regla hjá mér.
Kúlur sem ég minnist að hafa notað, af mér, og mínum félögum eru svosem ekki margar i teg. talið. Nosler Bt, Nosler Part. Sierra GK, Nosler Accubond, Sierra Pro-hunter, Hornady A max og Hornady IB. Al ljótustu sárin voru eftir Nosler Part.
Reyndar nokkur dýr háls og hausskotin. Mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli, hvar dýrið er skotið, og því liggur i hlutarins eðli, að komast i gott færi. Mér finnst að óvanir menn eigi að kappkosta það, þá er minni hætta á slysaskoti, og meiri likur á að hálsskot heppnist, ef færið er td 100 m eða styttra. Ég skýt aldrei á dýr sem er á ferð. Bara regla hjá mér.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Ég hef mest notað accubond en einnig hollowpoint koparkúlu, oryx og eitthvað annað óskilgreint.
Oryx er síst, í það minnsta á stuttu færi. Hef lítið yfir hinum að kvarta en hvoruga af þeim fyrst nefndu myndi ég vilja sjá lenda í beini, þá er mikið tjón í uppsiglingu.
Allar kúlurnar fara í gegnum dýrið. Oryx einna auðveldast, virðist alls ekki fletjast nægjanlega út með 7mm rem mag. Og já kaliberið skiptir miklu máli, það þarf að velja kúlu sem hentar bæði hylki og þeirri bráð sem á að fella.
Oryx er síst, í það minnsta á stuttu færi. Hef lítið yfir hinum að kvarta en hvoruga af þeim fyrst nefndu myndi ég vilja sjá lenda í beini, þá er mikið tjón í uppsiglingu.
Allar kúlurnar fara í gegnum dýrið. Oryx einna auðveldast, virðist alls ekki fletjast nægjanlega út með 7mm rem mag. Og já kaliberið skiptir miklu máli, það þarf að velja kúlu sem hentar bæði hylki og þeirri bráð sem á að fella.
Sindri Karl Sigurðsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 5
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Val á kúlu fyrir hreindýr
Gylfi þarna hefur þú verið heppinn, þessi kúla hefur farið aðeins neðar en henni var ætlað og þú heppinn að dýrið féll af skotinu.gylfisig skrifaði:Hitt tilfellið, þá skaut ég sjálfur. Færi um 220 mtr. Riffillinn Sako TRG-42 300 wm og kúlan 165 grs Nosler BT. Þessi tarfur lá, hálfsofandi, þegar ég skaut hann i miðjan hálsinn. Hann stóð upp eftir skotið, og hljóp, sennilega um 100 metra, með barkann dinglandi út um skotgatið. Féll síðan steindauður niður.
Já 165 gr. kúla fellur á 220 metrum jafnvel þó henni sé skotið úr 300 wm, hún er ekki nógu hröð til að splundrast nóg, auk þess sem svona stórar bt kúlur sundrast síðaur við jafn litla fyrirstöðu og háls á dýri er jafnvel þó tarfur sé.
Kúlan kom niður á barka segir þú, það er einungis vegna þess að þetta var Nosler bt sem dýrið fellur brot úr kúlunni hefur tekið í sundur hálsæðina aðra ea báðar og það drepur dýrið, ef hálsæðin hefði ekki opnast hefði að kostað mikinn eltingaleik við sært dýr.
Dýr sem er skotið á réttan stað i háls stebdur ekki upp, kólan þarf að hitta beinin í hálsinum eða mjög nálægt þeim til að drepa dýrið af högginu, það verður allt of lítið högg svona neðarlega æi hálsinn.
Minni Nosler bt. kúla á meiri ferð hefði drepið þetta dýr strax það hefði aldrei staðið upp, vegna þess að lítil kúla um 100 gr. á góðum hraða um 3500 fet virkar eins og handsprengja þegar hún er komin 1 tommu inn í hold dýrsins.
Þarna hefði 123 gr. kúla eða jafnvel 150 gr. kúla úr 300 wm rifflinum frekar drepið dýrið, þó h´´un hefði hitt á sama stað. Að vísu hefðu þær ekki fallið eins mikið og sennilega hitt á beinið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is