Síða 1 af 1

Gormenn, önnur gild orð?

Posted: 10 Mar 2015 09:24
af Björn R.
Eftir að hafa lesið bókina eftir hann Guðna og haft bæði gagn og gaman af, lærði ég nýtt orð yfir gormann. "Vambakall". Sjálfsagt eru þessi orð af sama meiði en mig langar til að spyrja kunnuga hvort að "vambakall" sé álíka algilt orð og "gormaður"? Hafði ekki heyrt þetta orð áður en hef gaman af að læra gömul íslensk orð, sérstaklega ef þau eiga sér stoð.

Af lestri bókarinnar er það að frétta að ég rauk í gegnum hana og hafði ekkert sérstaklega gaman af. Enda ekki von. Þekking mín á staðháttum fyrir austan er ekki meiri en rúmlega þekking ferðamanns. Þótt ég þekki Hraun- og Eíríksdal og veit eins og hvert mannsbarn hvar Snæfell og Hvítserkur eru er, get ég ekki talist staðkunnugur. Ég las því bókina aftur með kort mér við hlið. Þá opnaðist nýr heimur og bókin sem var bara ein af þessum bókum sem maður les varð alltí einu mikið meira lifandi og ég drakk í mig hvert orð. Til lukku með bókina Guðni og þið sem ekki hafið lesið hana verðið ekki sviknir af því að fjárfesta í henni.

p.s. og já þið sem ekki eruð vel staðkunnugir, prófiði að lesa hana með korti ykkur við hlið. Ég þekki betur til á Rangárvöllum og suðurlandi. Ég veit til dæmis að Njála er allt önnur og skemmtilegri ef maður getur staðsett sig í sögunni, blessunarlega þarf ég ekki kort til þess en viðurkenni fúslega vanþekkingu mína á austurlandi. Hún fer samt hægt skánandi. ;)

Með kveðju
Björn

Re: Gormenn, önnur gild orð?

Posted: 11 Mar 2015 11:03
af Guðni Einars
Gaman að lesa hvernig þú last bókina Hreindýraskyttur Björn. Kortin fremst og aftast í bókinni eru til að auðvelda lesendum að átta sig á aðstæðum. Tilgangurinn með þessum skrifum var ekki síst að varðveita frásagnir hreindýraveiðimanna frá ýmsum tímum - í raun frá því löglegar hreindýraveiðar hófust á 20. öldinni til dagsins í dag.
Ég hef heyrt aðstoðarmenn veiðimanna bæði nefnda gormenn og vambakalla. Gormaður er þó mun algengara heiti á þessu virðulega embætti, að ég held.

Re: Gormenn, önnur gild orð?

Posted: 11 Mar 2015 14:17
af krossdal
Tengdafaðir minn sem hefur verið tengdur þessum hreindýrabransa í mjög langan tíma talar alltaf um "slumsróna" og það finnst mér skemmtilegasta orðið yfir þetta annars ágæta starf.

Re: Gormenn, önnur gild orð?

Posted: 12 Mar 2015 09:42
af Björn R.
Slumsróni, ekki heyrt það áður. "Ég verð einmitt handhafi einhverra þessarra titla á komandi hausti.

Re: Gormenn, önnur gild orð?

Posted: 14 Mar 2015 21:40
af Veiðimeistarinn
Já, nöfnin yfir aðstoðarmenn hreindyraveiðimaanna eru af ýmsum toga og mörg hver tilkomin í hálfkælingi og gamansömum tón.
Flest þessi nöfn eru uppruunnin seint á síðustu öld, sennilega mest tvo síðustu áratugi hennar eða um og eftir 1980.
Gormaður, er útúrsnuiingur út úr, Vormenn Íslands, sem svo voru nefndir í frægu kvæði, eftir sem mig minniir!
Vambakall vísar til að þessir aðstoðamenn taka oft innan úr dýrunum, vömbina með meiru.
Slumsróni er lika góðlátlegur útúrsnúningur og vísar til þess að aðstoðarmaðurinn þurfi ekki endilega að vera allsgáður og þá á ég við ekki endilega allsgáður að Guði gerður :lol:
Ég held að Gormaður sé algengast.

Re: Gormenn, önnur gild orð?

Posted: 14 Mar 2015 22:46
af Björn R.
Takk allir fyrir ykkar innlegg,