Lapua Scenar kúla á hreindýr

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson
Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af grimurl » 22 Jun 2015 01:54

Sælir félagar.

Nú fer að styttast í veiðitímabilið á hreindýr og allir væntanlega að æfa skotfimina og velja þann búnað sem ætlunin er að nota þegar á hólminn er komið.
Nú er ég búinn að taka skotprófið og notaði Lapua Scenar L til verksins. Mér var tjáð að þesskot væru fantanákvæm og lögleg til veiða. Nákvæmnin er örugglega til staðar, ég hef ekki sett betri grúbbur með nokkrum öðrum skotum sem ég hef prófað svo þá er það bara spurningin um hvernig þessi skot haga sér í veiðibráðinni,hreindýri.
Það sem ég hef lesið eða heyrt er að þessar kúlur eiga í vandræðum með að mynda höggbylgju inní dýrinu svo oft er um tiltölulega hægan dauðdaga fyrir dýrið sem er ekki gott.

Hver er ykkar reynsla?

Annað sem ég hef lesið frá ameríkuhreppi er að þetta sé nokkuð vinsæl skot til veiða á lengri færum og að menn slípi framanaf oddinum á kúlunni þannig að þvermál oddsins fari úr ca 1,8mm í um 2,8mm, til að hún opnist hraðar og myndi meiri svepp og þarafleiðandi meiri drápskraft.

Hefur einhver reynslu af þessu?

Að lokum- ef menn eru að hlaða þessar kúlur sjálfir hver er formúlan fyrir ykkar veiðihleðslu?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 05 Jul 2015 11:13

Sælir,
Einhvertíman notaði ég Scenar á hreindýr, mig minnir að út gatið hafi verið rétt um 1" og dýrið steinlág.
Reyndar fór kúlan í rif þannig það hjálpaði líklega til að opna hana.
Ástæðan fyrir því að ég notaði Scenar var að ég átti bara ekkert annað.
Fram að þessu hef ég notað Spitzer, Berger og einusinni SST en ég ætla SST þetta árið.
Sigurður Kári Jónsson

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af BrynjarM » 06 Jul 2015 00:46

Sælir félagar
Nú spyr ég fullur vanþekkingar, af hverju að nota markkúlu en ekki veiðikúlu? Þar sem ekki er stefnt að því að setja einhverjar fínar grúbbur í hreindýrið heldur eitt skot inn á tiltölulega stórt svæði svo sentimeter til eða frá skiptir ekki máli. Er þetta eina kúlan sem búið er að stilla upp fyrir riffilinn? Persónulega myndi ég ekki nota kúlu á hreindýr sem ég treysti ekki fullkomlega til að klára málið. Ekki það að ég hafi einhverja skoðun eða þekkingu á hvort að Scenar henti eða ekki. Er ekki að "dissa" þetta heldur bara að forvitnast um ástæðuna.
Sjálfur hef ég notað Sierra GameKing og Nosler Partition og ætla að nota Barnes TTSX í haust.
Brynjar Magnússon

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Jul 2015 15:11

BrynjarM skrifaði:af hverju að nota markkúlu en ekki veiðikúlu?
Fyrir mér snýst þetta um að nota kúlu sem ég er að skjóta og þekki, ég hef séð nokkur dýr skotin með Scenar og öll hafa þau drepist í fyrsta skoti sum í sporunum önnur hafa hlaupið nokkra tugi metra og fallið. ég hef ekki séð neinn mun á að nota veiðikúlu og Scenar en það verður að huga vel að því sem er á bak við dýrið því Scenar kúlurnar sem ég hef séð hafa allar farið í gegn sama á við um Berger hunting kúlurnar þær hafa allar farið í gegn og ég held að þær þenjist heldur minna út en Scenar, það væri gaman að skjóta þeim á gelatin og sjá muninn.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af gylfisig » 06 Jul 2015 16:19

Af hverju að nota match kúlu á veiðar?
Eg held að það hljóti að liggja i hlutarins eðli að nota veiðikúlu til veiða, og markkúlur til þess ad skjota i mark. Auðvitað geta hreindyr steinlegið, ef þau fá 6,5mm eða 30 cal match kúlu í háls eða haus. Sjálfsagt lika, í bóg, en það getur lika klikkað, að dýrið drepist nægilega fljótt. En þessar Lapua kúlur eru hannaðar fyrir markskotfimi, og mér finnst engin ástæða á að taka einhverja sénsa. Markkúlu á pappann, og veiðikúlu á hreindýrið.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af grimurl » 07 Jul 2015 00:40

Sælir drengir,
hvernig getið þið sagt að scenar sé markkúla þar sem það hefur komið fram,m.a. hér á vefnum,frá UST og framleiðanda að þetta eru mark OG veiðikúlur.
Ef ég get notað kúlu sem sameinar að vera ein sú nákvæmasta sem völ er á og drepur dýrið örugglega og er þar að auki með ódýrustu skotfærum sem fást þá er engin spurning í mínum huga.
En þar sem ég hef ekki reynslu af þessu þá varpaði ég þessu til ykkar reynsluboltana til að fá reynslusögur af þessum kúlum.
Gylfi þú hefur nú lýst því hér á þessum vef hvernig dýr hafi hlaupið langar leiðir þó notaðar hafi verið öflug vopn og VEIÐIKÚlUR. Þannig að á meðan ekki koma beinlínis rök fyrir því að þessi kúla henti ekki eða mun verr en aðrar veiðikúlur þá er hún vel brúkhæf í verkið.

Annars væri gaman ef hægt væri að búa til gagnabanka um t.d. hreindýraveiðar þar sem hægt væri að fletta upp hvað notað var og hvernig það virkaði. Spurning að menn geri það hér á spjallinu í haust og stofnaður verði þráður svipaður og "Veiðimeistarinn" var með "veiði dagsins" nema reyna að fá fleiri til að leggja orð í belg af sinni reynslu. Síðan væri allt sett upp í excel eða eitthvað.

Góðar stundir,
Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af gylfisig » 07 Jul 2015 08:27

Hvar kemur þad fram að Lapua Scenar se veiðikula?? Þetta er kula sem er hőnnuð fyrir markskotfimi og er ekki framleidd fyrir veiði. Já...eg hef sėð hreindyr hlaupa ......með hjartað skotið i tvennt, eftir veiðikùlu.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 2
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af krossdal » 07 Jul 2015 08:47

Ég verð nú seint talinn reynslubolti í hreindýraveiðum en ég fór í fyrra með mági mínum sem notaði einmitt Lapua Scenar í 6.5x55 og það er eitthvað sem ég held að við gerum ekki aftur. Beljan steinlá en kúlan bókstaflega kurlaðist. Fór í 1000 mola og það urðu verulegar kjötskemmdir.. en það getur kannski gerst með veiðikúlum líka eða hvað? Eiga veiðikúlurnar ekki að halda sér betur?
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af grimurl » 07 Jul 2015 10:57

Sæll Gylfi, í pósti frá UST til Jóns Kristjánssonar er þetta:

"Sæll Jón Kristjánsson,
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Lapua er Scenar og Scenar-L kúlurnar hannaðar með hliðsjón af markskotfimi. Ekki er minnst á veiðar.
Hinsvegar var tekið á þessu máli árið 2013 með fyrirspurn til Erkki Seikkula, sölu og markaðsstjóra hjá Lapua. Erkki.Seikkula@lapua.com
Í tölvupósti frá 29. maí 2013 til Hjálmars í Hlað staðfestir hann að Scenar kúlurnar þeirra séu nothæfar til hreindýraveiða á Íslandi.
Í ljósi þess að fulltrúi framleiðanda mælir með þeim til hreindýraveiða sé ég ekki grundvöll til að leggjast gegn notkun þeirra. Þér er velkomið að hafa samband við Erkki og spyrja nánar út í þetta en í ljósi þessa getum við ekki annað en samþykkt þessar kúlur.

Bestu kveðjur, Best regards
Einar Guðmann
Sérfræðingur / Advisor"

Einnig á Hlað.is
http://hlad.is/index.php/netverslun/sko ... in-scenar/

Hér er einnig grein um þessi skot og ég mundi vilja sjá samsvarandi pælingar og rannsóknir hjá fleirum
http://www.ballisticstudies.com/Knowled ... cenar.html

Hinsvegar er ég alveg sammála um að nota bestu skotfærin til verksins í hverju tilfelli. Það er það sem ég er að leita að og allar upplýsingar gefa að lokum okkur öllum tilefni til að taka upplýsta ákvörðun um hvað hentar best.

Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 07 Jul 2015 12:56

gylfisig skrifaði: Auðvitað geta hreindyr steinlegið, ef þau fá 6,5mm eða 30 cal match kúlu í háls eða haus. Sjálfsagt lika, í bóg, en það getur lika klikkað,
Gylfi hvað er líklegast að gerist til þess að Scenar kúlan klikki?

Er það hætta á að kúlan opnist ekki nóg (fari heil í gegn) og skili því ekki slagkrafti kúlunar í dýrið sem verður til þess að skjóta þarf dýrið aftur í versta falli sleppur dýrið helsært frá veiðimanninum

eða er það hættan á að kúlan brotni í marga parta.
krossdal skrifaði: kúlan bókstaflega kurlaðist. Fór í 1000 mola og það urðu verulegar kjötskemmdir
sem væntanlega verður til þess að viðkomandi dýr steindrepst sem leiðir hugan að Nosler BT kúlunum og hversvegna svo margir eru mótfallnir því að nota bondaðar kúlur (sem eru vissulega veiðikúlur).

Kristján hvaða caliber voru þið að nota og hver var upphafshraðinn á þessari kúlu sem fór svona illa með dýrið ykkar?
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 2
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af krossdal » 07 Jul 2015 13:14

Kristján hvaða caliber voru þið að nota og hver var upphafshraðinn á þessari kúlu sem fór svona illa með dýrið ykkar?
6.5x55, 123gn scenar, rétt um 2800 fet.
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af gylfisig » 07 Jul 2015 20:54

Ég skaut Lapua Scenar kúlu á útsel (haus) og mun aldrei gera það aftur. Selurinn virtist bara vankast, eða rotast, en synti síðan af stað, ad því er virtist ómeiddur. Ég held að kúlan hafi bara speglast af skallanum á honum. Hef skotið' fjölda útsela, og hef einu sinni lent i svipuðu áður. Notaði Match king kúlu á stóran útsel, og einmitt það sama gerðist. Þurfti að hlaupa upp i bíl, og ná í annan riffil til að ljúka verkinu. Þetta hefði aldrei orðið vesen, hefði ég verið með rétta gerð af kúlu. Veiðikúlu ! En ég var ungur og óreyndur hvað þetta varðaði, þá. Það er sjálfsagt hægt að teygja og toga svona umræðu í allar áttir, en fyrir mína parta, þá nota ég bara viðurkenndar veiðikúlur á hreindýr, svo ég tali nú ekki um stærri skepnur. Nosler BT hefur alltaf reynst mér vel. Svo og Sierra Pro-hunter og Nosler Part.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Jul 2015 00:43

Hér má sjá hvada caliber, kúlur, og kúluþyngdir hafa verið notaðar á hreindýr hérlendis.
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... kraarsafn/
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Lapua Scenar kúla á hreindýr

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 10 Jul 2015 08:52

Þeir eru ekkert óhressir með Lapua Scenar til veiða þessir.
http://www.24hourcampfire.com/ubbthread ... stics_of_t
gylfisig skrifaði: Selurinn virtist bara vankast, eða rotast, en synti síðan af stað, ad því er virtist ómeiddur.
Það er magnað ef þú hefur hitt almennilega í hausinn á honum.
Jens Jónsson
Akureyri

Svara