Síða 1 af 1

Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 22 Sep 2015 22:20
af BrynjarM
Sælir veiðimenn
Hafa einhverjar fréttir borist af því hvað vantaði mikið upp á að hreindýrakvótinn náðist? Það var talað um það þegar nokkrir dagar voru eftir af tarfatímanum að sjálfsagt myndi vanta 70-80 tarfa að tæki að fylla kvótann og eitthvað enn meira á kýrnar. Ætli eitthvað verði fært yfir í nóvemberveiðarnar á þeim svæðum þar sem þær?

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 23 Sep 2015 14:48
af Veiðimeistarinn
Það stóðu 6 tarfar út af hjá mér, 3 á svæði 1 en einum þeirra var hægt að endurúthluta,
2 á svæði 7 og einn á svæði 2, alls brunnu því 5 tarfar inni hjá mér.
Þetta gerðist vegna þess að þrjá síðustu daga tarfa eiðitímans var ekkert skyggni, þoka og hauga rigning og engin dýr fundust :evil:

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 09:56
af Haglari
103 dýr óveidd á þessu tímabili :o

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... yr_oveidd/

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 10:50
af BrynjarM
Þetta er þó heldur minna heldur en talað var um fyrir miðjan september. Skilar sér vonandi í góðum kvóta á næsta ári.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 13:27
af Jenni Jóns
Það var töluvert áhugavert viðtalið við varaformann félags leiðsögumanna í hádegisfréttum RÚV.
Þar kom fram meðal annars og það sem vakti mestann áhuga hjá mér að einhver umræða hefur farið fram innan félagsins um að rétt sé að veita ferðaþjónustunni ca 30 tarfaleyfi þar sem hornum væri leyft að vaxa vegna þess að útlendingar borguðu betur en Íslendingar.
Eru uppi hugmyndir innan félags leiðsögumanna um að "friða" stærstu tarfana fyrir útlendinga?

Annað sem mér fannst athyglivert var að fáir fari á veiðar fyrst á tímabilinu.
Ég man ekki eftir því að samkeppni um veiðimenn hafi leitt til lægri gjaldtöku hjá leiðsögumönnum fyrst á veiðitímabilinu enda er þessi grein rúmlega ríkisvernduð þar sem ekki er hægt að ná í réttindi til að leiðsegja á hreindýraveiðum, hefur allavega ekki verið hægt um nokkurn tíma.

Það virðist vera töluverð umræða hjá leiðsögumönnum um að hækka verð á hreindýraveiðum bæði leiðsögn og veiðileyfum það væri gaman að vita hvað margir hreindýraleiðsögumenn reka ferðaþjónustu og hvort fagfélag þeirra er í hagsmunagæslu fyrir ferðaþjónustuna.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 14:55
af BrynjarM
Mér lýst vægast sagt illa á þessar hugmyndir Þórhalls. Þar sem mikil umframeftirspurn er eftir leyfunum er óþolandi að hluti þeirra verði frátekinn fyrir erlenda veiðimenn. Við sem byggjum þetta land eigum ekki að þola að vera settir aftur fyrir túrista þar sem þetta er nú úthlutum frá hinu opinbera. Í núverandi kerfi geta þeir sótt um eins og heimamenn og þykir mér það bara sanngjörn leið.
Ef verið er að leita að trophy-veiðum vegna horna þá má kannski bæta við tarfaveiði í nóvember. En held að við köllum þá yfir okkur gagnrýni um veiðisiðferði ef ekki er verið að nýta kjötið. Nú veit ég ekki og óvíst að nokkur svari en er kjötið af törfunum ætt þegar komið er fram í nóv. og fengitíminn liðinn? Hvað ætli hormónabragðið sé lengi að skolast út?
Hreindýraveiðar eru vissulega kostnaðarsamt sport en við sem stundum laxveiðar getum nú ekki fett fingur út í verðlagninguna. Tarfaleyfið kostar eins og´einn góður dagur í td Haukadalsá (þó ekki á prime time). Olían er nokkuð stór hlutur fyrir okkur sem komum úr Reykjavík en það styttist ekkert austur þó erindið sé annað. Ég hef nú ekki verið ósáttur við verðið á leiðsögninni og tel það nú ekki að leiðsögumennirnir eigi að bera kostnaðinn af því að dreifa veiðinni yfir tímabilið. Held þeir fitni nú ekkert af þessu starfi.
Hvað eru margir guidear í þessu af atvinnumennsku? Þá meina ég að séu að leiðsegja yfir 20 veiðimönnum á tímabili og er alls ekki að gera lítið úr öðrum.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 15:50
af E.Har
Vandin er að veiðimenn skila sér seint og einnig endurúthlutunarkerfið!
Vandin er ekki ver leiðsögumannanna. Ef við erum heiðarlagir þá er nú varla að þetta standi undir sér, allavega ekki að okkur sem erum vbúsettir hér fyrir sunnan. ég er bara svona verkfræðingsflón en mín starfræði segir mér að hanga heima. Læt samt alltaf plata mig á eitthver dýr :mrgreen:

Ég er með græjur í höndunum fyrir miljón sem ætti að afskrifa á ca 10 árum.
Ég þarf að sjá mér fyrir gistingu og fæði og ferðum fram og til baka.

Daggjaldið stendur nú ekki undir mikklu, svo ég sel mig frekar út 1-2 tíma sem verkfræðing og kem út í miljandi plús!

Vandin er að veiðimenn virðast halda að hreindýr séu á snögum. Hægt sé að mæta og kippa þeim niður.
Ef maður kemst Esjuna þ´ða er maður fitt til að veiða á 3-5-7-8-9! getur verið heppinn. En líka óheppinn og þurt 1-2 auka daga til að LABBA upp á fjöll og leita. Skil ekki þá sem vilja veiða í sept frekar en ágúst! En það er bara ég.

Núna verður stærri kvóti og vonandi færri að sækja um .-)

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 16:49
af Árni
Fyrir mér þá er biðlistakerfið of slakt og seinvirkt.
Langflestir búnir að plana eitthvað annað í sumarfríinu ef þeir eru aftarlega á biðlista.

Finnst það ætti að draga fyrr og greiða lokagreiðslu fyrr og þarafleiðandi endurúthluta fyrr.

Það er einnig að fara óþarfa tími í skotpróf.
Þau mættu jafnvel vera ögn erfiðari og kosta meira. En á móti kæmi að þau giltu í 5 ár og einungis þeir með "gilt próf" gætu sótt um.

Þetta þarf ekki að vera svona flókið eins og það er í dag.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 18:11
af Sveinn
Þórhallur var nú bara að tala um að taka frá t.d. 30 tarfaleyfi handa ferðaþjónustunni fyrir pakkadíl, hlýtur að vera opið bæði íslendingum og útlendingum, ekkert minnst á að leyfa "hornum að vaxa" eða friða tarfa, vandséð hvernig það ætti að vera.

Biðlistakerfið er seinvirkt af því að veiðimenn eru seinvirkir. Menn skrá sig á lista yfir þá sem eru tilbúnir að fara með stuttum fyrirvara en eru svo ekki tilbúnir, ekki með skotpróf o.fl. og þarf að bíða eftir þeim. Má hugsa sér að skilyrði til að komast svona biðlista sé að vera með gilt skotpróf. Má líka hugsa sér að þeir sem skora hátt haldi gildu prófi í 3-5 ár og geta þar með skráð sig á svona lista ef þeir fá ekki dýr. En það má örugglega bæta kerfið.

Held þó að aðalástæðan í ár fyrir afgangi af leyfum sé slæm tíð fyrir austan, þoka og lélegt skyggni stóran hluta veiðitímans. Þess vegna ættu menn alltaf að gefa sér rúman tíma til veiða. Dýrin hafa líka flutt sig milli svæða, áður voru flest leyfi á 2 sem var tiltölulega auðvelt yfirferðar, nú er aukinn kvóti á 1 og 7 sem eru annað hvort víðfeðm eða ill yfirferðar - sérstaklega í svona tíð.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 19:41
af BrynjarM
Varðandi afskriftir á búnaði þá ætti Einar að fara sem mest að gæda þar sem þá dreifast afskriftirnar á fleiri daga/kúnna :-) Græjurnar eldast líka þó ekkert sé farið.
Þar sem það er fyrirfram vitað að eitthvað hlutfall af leyfum sé skilað inn þá gæti það nú alveg verið til einföldunar fyrir UST að vera búið að fyrirframsamþykkja eitthvað hlutfall af biðlistunum inn áður en að veiðitímanum kemur. Viðkomandi getur því verið búinn að taka skotprófið í tíma og farið fyrr til veiða. Í núverandi kerfi þá er ekki kallað til af biðlista fyrr en leyfinu er skilað og gefur það því augaleið að þeir veiðimenn sem komast seint inn fara seint á veiðar. Þetta er því að hluta til innbyggð kerfisvilla að stór hluti fer seint á veiðar. Einhver skekkjumörk kæmu þá kannski til að nokkur dýr, fleiri eða færri, veiddust eða a.m.k. að hringt yrði út í færri. Þetta væri lítil breyting á núverandi kerfi en þó til einföldunar.
En það eru sjálfsagt allir hreindýraveiðimenn með tillögur til breytinga :-) Kannski er þetta algalin leið.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 21:13
af sindrisig
Það á að færa beljuveiðina lengra fram eftir hausti og loka fyrr á tarfana. Þannig er hægt að stýra veiðimönnum betur á tímabilin og setja meira trukk í tarfaveiðina um leið og er opnað.
Verðlaunaveiðar eru einfaldlega vandamál þeirra sem þær velja og þ.a.l. þeirra áhætta ef viðkomandi vill fresta veiði þar til alveg í rest veiðitímans.

Þetta með útlendingana er að sjálfsögðu einungis spurning um peninga og ekkert annað. Það kemur veiði ekkert við, einungis pyngju þess sem getur rukkað fyrir hana á einn eða annan hátt.

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 24 Sep 2015 22:58
af Gisminn
Smá aukavinkill
Hvað eru margir leiðsögumenn á lausu í júlí

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 26 Sep 2015 19:19
af ivarkh
Veiðimeistarinn skrifaði:Það stóðu 6 tarfar út af hjá mér, 3 á svæði 1 en einum þeirra var hægt að endurúthluta,
2 á svæði 7 og einn á svæði 2, alls brunnu því 5 tarfar inni hjá mér.
Þetta gerðist vegna þess að þrjá síðustu daga tarfa eiðitímans var ekkert skyggni, þoka og hauga rigning og engin dýr fundust :evil:
Siggi ég fékk ein tarf frá þínum veiðimönnum sem útlendingurinn skilaði inn. Þakka honum fyrir það og væri til í að senda honum mynd af tarfinum sam hann hefði getað náð. [img]
uploadfromtaptalk1443295141120.jpg
uploadfromtaptalk1443295141120.jpg (133.78KiB)Skoðað 3147 sinnum
uploadfromtaptalk1443295141120.jpg
uploadfromtaptalk1443295141120.jpg (133.78KiB)Skoðað 3147 sinnum
[/img]

Sent from my SM-G870F using Tapatalk

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 26 Sep 2015 19:46
af Stebbi Sniper
ouch.... :shock: :lol: Þú ert skepna Ívar! Þetta er ekki fallegt - eða jú annars, hann er bara nokkuð nettur!

Samt er nettur varla rétta orðið!!! :D

Re: Hvað gekk af í hreindýraveiðunum?

Posted: 27 Sep 2015 14:13
af gkristjansson
Sæll Ívar,

Ég áframsendi myndina á útlendinginn (Jósef).