Veiði dagsins 2016

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2016 14:21

Sælt veri fólkið í þessu sumarlogni.
Jú, skooo, hreindýraveiðitímabilið er bara farið af stað, ekki ber á öðru.
Ég var fyrstu vikuna eftir að ég byrjaði, á svæði 7 að reyna að veiða 3 tarfa, sumarlognið var altént of mikið, svo ekki náðist að blása frá þokunni sem hékk flesta þessa fyrstu veiði daga niður í byggð, ásamt systur sinni rigningunni.
En jú, rigning í sumarlogni er betri en rigning í roki, svo ég sé nú bara jákvæður.
Viðhengi
IMG_2721.JPG
Á fyrsta veipðidegi í törninni, hittust þessir höfðingjar við einstigið í Hamarsdalnum.
Ég fílaði mig eins og kornflexpakkagæd undir ollum örnefnaflaumnum frá Skúla Ben.
Frá vinstri Vigfús Hjörtur Jónsson í stjórn Félgs leiðsögumanna mmeð hreindýraveiðum, Skúli Benediktsson, Jón Hávarður jónsson formaður Flh og undirritaður.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2016 14:37

Fyrsti veiðidagurinn minn á þessu tímabili 22. júlí rann upp fagur, en langt í frá bjartur.
Reynt þó að kíkja undir þokubrúnina en ekkert gekk að sjá hreindýr.
Veiðimaður minn, Jón Ágúst var fuðu þolinmóður og á fjórða degi eftir aðstoð frá Jóni Magnúsi og Eiði Gísla sem léði mér Zeiss skope sjónaukanum sinn aukin heldur, veiddi Jón Ágúst loksins tarf á téðu svæði 7, í Vesturbót upp undir Bótarhnjúk.
Tarfurinn vóg 85 kg. reyndist við skoðun nokkuð við aldur, allavega meira en fimm vetra, bakfitan var 52 mm.
Jón notaði Tikka varmit veiðiriffil sinn af caliberi 6,5x55 með 130 gr. accubond kúlu og færið var 198 metrar.
Accubond kúlan skemmdi að vonum mikið, og þegar Jón spurði okkur Eið Gísla sem fló tarfinn, hvaða kúlu aðra væri best að nota, sögum við Eiður einum rómi, bara einhverja aðra!
Já, og það sem meira er, við Eiður Gísli erum algerlega sammála um GALLA og kosti caliber 308 og það sem meira er, ég sé betur og betur hvaða afbragðs kostum hann er búinn sá góði drengur Eiður Gísli.
Viðhengi
IMG_2724.JPG
Það var víða farið, hér hafði slegið saman tveimur veiðihópum hjá mér, við erum þarna stödd við Víðigerði í Víðidal, sem er á milli Fossárdals og Leirdals.
IMG_2727.JPG
Jón Ágúst Guðmundsson stoltur með veiðina eftir fjögurra daga leit á veiðum.
IMG_2735.JPG
Eftir vel heppnaðann veiðidag er við hæfi að virða fyrir sér úrsýnið, hér sér yfir Hamarsdalinn af Múlanum milli Ytribótar og Vesturbótar.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 05 Ágú 2016 02:08, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2016 15:08

Eftir fimm daga stanslausa leit, þolinmæðis akstur og þrautar göngur víða, allt að 20 kílómertum, yfir fjöll og dalaskörð og með diggri aðstoð Eiðs Gísla Guðmundssonar, hafi hann beztu þökk fyrir æfinlega, gekk rófan loksins fyrir systkinin Óskar Andra og Alísu, á Fagradalsvarpinu í Breiðdal á svæði 6, skörun af svæði 7.
Búið vara að leita með þeim víða um svæði 7, ásamt Jóni Ágústi sem var ekki búinn að veiða þegar þau komu, svo þeim sló saman í þrjá daga þar til hann veiddi, kosturinn við þetta pjask allt saman er sá, að þau ásamt fjölskyldumeðlimum sem ekki höfðu tíma til að vera allan tímann, eru nú mun kunnugri á veiðsvæði 7, eftir en áður, jafnvel svo, að þau eru nær afhuga um að sækja um hreindýra leyfi aftur á því annars ágæta svæði.
Þar á Fagradalsbrúnunum veiddu þau Óskar Andri og Kristín Alísa sinn tarfinn hvort.
Tarfur Óskars Andra vóg 74 kg. tveggja vetra hið minnsta, með 30 mm bakfitu.
Hann féll fyrir veiðiriffli hans Sako cal. 6,5x55 með 136 gr. scenar kúlu og færið var tæpir 200 metrar.
Tarfur Alísu vóg 70 kg. með 35 mm bakfitu, sennilega kring um tveggja vetra aldurinn líka, hún notaði Blaser R8 cal. 6XC sem Andri kærasti hennar á, með 100 gr. kúlu og færið það sama og hjá Óskari um 200 metrar, þau felldu tarfana einum hvelli undir þaulæfðri á næsta mel, og diggri niðurtalningu Eiðs Gísla á skot stað, hann stóð sig svo feikn vel að hann fékk Jagermaster penna að launum, eftir nokkra umhugsun hjá Veiðimeistaranum.
Eiður Gísli var og með einn veiðimann sem felldi á sama stað.
Viðhengi
IMG_2741.JPG
Kristín Alísa Eiríksdóttir stolt við sitt fyrsta hreindýr, Fanndalir handan Fagradals í baksýn.
IMG_2757.JPG
Óskar Andri Víðisson við Tarfinn, genginn upp að hnjám.
IMG_2758.JPG
Þá er bara að afhöfða tarfinn ásamt Eiði Gísla, sem talaði stanslaust í talstöðina.
IMG_2766.JPG
Óskar og Alísa ásamt Andra kærasta Alísu við bráðina, ásamt Veiðimeisturum sínum.
IMG_2778.JPG
Veiðimaður Eiðs Gísla, Jón Víðir pratinn með veiði dagsins á sexjhólinu.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 30 Jul 2016 11:34, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2016 15:21

Það er alltaf eitthvað bras á mér, meðan ég beið eftir Eiði Gísla uppi á Fagradalsvarpinu eftir að ég sá dýrin 27. síðastliðnn, dundaði ég mér við að hlaða upp þessa föllnu vörðu þar á Fagradalsbrúninni.
Ég vona að Stefán heitinn í Fagradal taki viljann fyrir verkið, ég gerði eins og ég gat, sem æfinlega.
Viðhengi
IMG_2780.JPG
Ég var nú samt bara nokkuð stoltur við verklok.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 30 Jul 2016 11:38, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2016 15:25

Jæja alltaf best að vera kominn heim, var á svæði 2 í gær 28. júlí, það virkaði eins og kærkomin hvíld frá stappinu og pjaskinu á svæði 7.
Ég fór upp frá Teigaseli óðali feðra minna, eða réttara sagt móðurfeðra minna.
Fórum inn frá Tindafelli inn allan Miðheiðarháls hjá Skálafelli inn á Grjótháls, sáum tarfana niður á Kaldaklofafjalli utan við Húsárdrögin.
Þar veiddi Svavar Sigurkarlsson sinn tarf hann vóg 85 kg. með 56 mm bakfitu. Svavar notaði veiðriffil sinn Mauser Shultz & Larsen cal. 308 með 150 gr. Hornady Interlock kúlu og færið 200 metrar, svo hann varð að miða einum máf yfir.
Viðhengi
IMG_2784.JPG
Svavar Sigurkarlsson við hornprúðan tarfinn, krúnan nálægt gulli held ég ?
IMG_2799.JPG
Svavar ásamt konu sinni og bróðir við tarfinn á Kaldaklofafjallinu.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 30 Jul 2016 11:42, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Jul 2016 18:04

Alltaf gaman ad þessum frettum. Liklega engin veidiferd þetta arid hja manni. Siggi, hvad um Interbond kuluna. Hun gæti nu skemmt jafnmikid og accubond. En kannski bjargadi þad miklu ad vidkomandi var med 308 win. Bædi hitti orugglega, og skemmdi ekkert :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jul 2016 11:56

Já Gylfi allar kápulímdar varmit kúlur skemma svipað og accubond, sem að jafnaði er mjög mikið.
Varmit kúlurnar eins og A-Max, V-Max og Ballistic tip skemma mun minna vegna þess að þær sundrast strax í frumeindir sínar þegar þær hitta bráðina, sundrast jafnvel á rifi, en halda eingri þyngd til að halda áfram gegn um bráðina eins og kápulímdar kúlur gera.
Ég er búin að fara aftur yfir fyrstu póstana hérna á þræðinum, leiðrétta innsláttinn og bæta inn orðum og setningum til að fylla upp.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

S Sig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:08 Jul 2016 16:39
Fullt nafn:Svavar Sigurkarlsson

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af S Sig » 30 Jul 2016 16:40

Góðan dag. Ég. Vil hrósa Sigurði fyrir fagmannlega leiðsögn og eins vil ég hrósa Land Crusernum hanns. Þetta var mikil og góð upplifun. Gylfi: Kúlan sem ég notaði er ekki kápulímd (Interbond) heldur einungis kápulæst þar sem kápan er með 2 hringjum að innanverðu sem gerir það að kápa og kjarni haldist samann á neðri hlutanum.
http://www.hornady.com/store/InterLock-bullets
Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota þessa kúlu og er bara sáttur við útkomunna.
KV.
Svavar Sigurkarlsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Ágú 2016 21:48

Já, Svavar þú minntist á bílinn minn, Land Cruserinn, takk fyrir það. Þetta er Land Cruser 70 á 38" dekkum.
Viðhengi
IMG_2852.JPG
Þetta er bíllinn með burðargrindinni góðu, frá Esjugrund.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Ágú 2016 22:02

Þá er kominn 1. ágúst, fyrsti veiðidagur sem má veiða kýr, ásamt törfunum áfram.
Ég fór í dag á svæði 1 með danskan veiðimann Marco Romero Clarelli sem var að veiða kú.
Við sáum dýrin af Gestreiðastaðaöxlunum þar sem þau voru á Sauðárdalnum austan við Brunann.
Þar veiddi Marco 41 kg. kú, hann notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal. 308 með verksmiðjuhlöðnum Winchester skotum, með Power Max Bonded kúlu 180 gr. og færið var 186 metrar.
Síðan snaraði hann henni á bakið og bar í bílinn tæpa 2 kílómetra, eftir að ég gerði á henni bakpokatrikkið.
Viðhengi
IMG_2836.JPG
Marco Romero Clarelli hugar að sinni fyrstu bráð á Íslandi.
IMG_2845.JPG
Trófí myndin klikkaði ekki, enda kýrin fagurhyrnd.
IMG_2846.JPG
Það er nógur tími til að nasla nestið heima á svæði 1.
IMG_2849.JPG
Það var ekkert mál að labba með hana í bílinn tæpa 2 kílómetra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 5
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Haglari » 06 Ágú 2016 10:20

Við þökkum kærlega fyrir okkur Siggi, hérna er komin smá saga og myndir frá 5 daga eltingarleiknum á sv. 7.

hreindyr/veidisaga-fra-svaedi-7-2016-t2736.html

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af BrynjarM » 07 Ágú 2016 14:15

Ég sé fyrir mér svipinn á Sigga þegar sá danski hefur sagt honum að hann væri með 308 og 180 graina kúlu. Mest hissa á að hann hafi ekki verið látinn skríða nær en 186 metra :D
Brynjar Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Ágú 2016 00:13

Hann komst ekki nær, kúlan var svo þung að hann var að niðurlotum kominn :lol: :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af BrynjarM » 08 Ágú 2016 12:22

Siggi, nú vantar "like" hnappinn! Góður.
Brynjar Magnússon

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 09 Ágú 2016 08:38

"Þessi kúla á að vera þung" :D
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 10 Ágú 2016 07:36

BrynjarM skrifaði: Mest hissa á að hann hafi ekki verið látinn skríða nær en 186 metra
Ef hún er sett í núll á 100 metrum þá er fallið á milli 10 og 11 cm á 186 metra færi en vegna þess hvað flugstuðullinn á þessari kúlu er lélegur þá er hún varla nothæf utan við 300 metra vegna lítils hraða á því færi
Jens Jónsson
Akureyri

Haglari
Póstar í umræðu: 5
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Haglari » 10 Ágú 2016 08:46

Jenni Jóns skrifaði:
BrynjarM skrifaði: Mest hissa á að hann hafi ekki verið látinn skríða nær en 186 metra
Ef hún er sett í núll á 100 metrum þá er fallið á milli 10 og 11 cm á 186 metra færi en vegna þess hvað flugstuðullinn á þessari kúlu er lélegur þá er hún varla nothæf utan við 300 metra vegna lítils hraða á því færi

Vá..... mér sem fannst mín 136 graina kúla falla duglega í 6.5x55. Ég held ég sé bara ágætlega sáttur :o

Haglari
Póstar í umræðu: 5
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Haglari » 10 Ágú 2016 11:20

Ég sé að það er ekkert að frétta hjá Sigga þarna fyrir Eistan :o :o :o

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/ ... ir_austan/

Er ekki hægt að slá því föstu að Breska krúnan sé gull....

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Ágú 2016 00:01

Þið verðið að afsaka en ég hef bara ekki haft tíma til að setja hérna inn fréttir, veiðarnar hafa gengið illa, miklar leitir og litlar veiðar, ég er oft að koma heim undir miðnætti og er of þreyttur til að fara þá að skrifa.
Enn vonandi stendur þetta til bóta !
Nei, breski tarfurinn er sennilwega bara silfur ef hann nær því þá en krúnan fór í mælingu engu að síður.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Ágú 2016 18:24

Það er búið að ganga illa undanfarið, dýrin verið óstöðug og ekki fundist þá eftir þeim hefur verið skimað.
4. ágúst leitaði ég tarfa á svæði 1 á Digranesi en fann enga og ekki fundust heldur nógu stórir tarfar þann 5. ágúst á svæði 1 en þá fundust kýr við Mel gangnakofann við Bruna, þar féllu 3 kýr á mínum vegum en tarfaveiðimaðurinn hélt heim við svo búið.
Síðan var leitað að tarfi 6. 7. og 8. að tarfi, kú reyndar líka síðasta daginn þegar farið var uppúr Miðfirðinum vestanverðum inn í Kvíslamót og alveg inn undir Barðmel, á úteftirleiðinni austanmegin fundum tarfa við Djúpavatn á svæði 1 þar sem einn snuddi var felldur.
Skannaði í allar áttir af Kistufelli 9. ágúst en ekki sást klauf.
Varð að fá Aðalstein Hákonarson til að fara með tvo tarfaveiðimenn á svæði 2 þar sem allt rak saman hjá mér en þessir 2 kýrveiðimenn héldu heim við svo búið.
Þann 10. fór ég aftur af stað með 2 kýrveiðimenn leituðum allan þann dag 4 leiðsögumenn ég fór meðal annars inn í Austari símakofa inn frá Aðalbóli í Selárdal norður með Sandhnjúkum og vestur í Hafralón, ekkert sást, en Ívar Karl fann blandaðan hóp austan Ytri Hágangs undir kvöld og náði að fella 1 tarf.
Í dag var hauga rigning og þoka á veiðsvæðinu sem nú virðist bara vera kring um Ytri Hágang ekki reynt mikið mikið þar af leiðandi að veiða enda sýni í lágmarki.
Viðhengi
IMG_2896.JPG
Sólstafir falla niður gegn um skýjahuluna.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 12 Ágú 2016 08:39, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara