Síða 1 af 4

Veiði dagsins 2017

Posted: 16 Jul 2017 09:03
af Veiðimeistarinn
Jæja !!
Þá er þetta að byrja, einu sinni, einu sinni enn !
Þegar ég las Þjóvinafélags almankið upp úr áramótunum ásamt bróðir mínum, sáum við að það verða suðlægar áttir ríkjandi í ágúst og september, svo ég kvíði engu.
Ég er þess vegna frekar bjartsýnn fyrir þetta veiðitímabil, þó lítið hafi frésst, eða sést, af dýrum á svæði 1, nú í byrjun veiiðitímans.
Það eru tvímælalaust nóg af dýrum þar til að fylla þann veiðikvóta sem úthlutað var, svo við finnum þau vafallaust.
Náttúrustofa Austurlands flaug yfir svæðið á dögunum og fannn ekkert af dýrum á svæðinu, en það er ekki í fyrsta skipti, svo sem, það var eitthva svipað hjá þeim í fyrra.
Grétar Karls. er að leita á svæði 1 í gær og aftur í dag, svo ég er bjartsýnn.
Það hefur frésst af dýrum á svæði 2 á Hraunum og Vesturöræfum og það sáust dýr á Vesturöræfum þegar við vorum á grenjunum.
Ég hef minni fréttir þarna suðurfrá en það er sama sagan á svæði 7, þar hafa bara sést um 20 tarfar til að veiða upp í 50 tarfa kvóta og til að bíta hausinn af skömminni, var sköruninni í Strandarrfjöllin milli Berufjarðar og Breiðdals lokað, þó það væri vitað um tarfa þar sem gengu í Berufirði í sumar.
Ég byrja lítið á veiðum í júli, fer þó með einn mann á tarf einhvern tíman á næstu dögum.
Síðan byrjar alvaran hjá mér í ágúst, af krafti !

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 19 Jul 2017 13:52
af Sveinbjörn
Ég var að velta því fyrir mér hvort Veiðimeistarin yrði ekki á vísum stað með pistla. Nú er þeim vangaveltum svarað og fagna ég þessu framtaki.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 22 Jul 2017 22:13
af Veiðimeistarinn
Takk fyrir hlý oð Sveinbjörn !
Er ekki best að nota tækifærið og monta sig af nýrri græju sem ég nota við leiðsögnina á komandi veiðitímabili.
Can-Am sexhjól, Outlander 650 6x6, splunkunýtt úr Ellingsen.
Það er bara grín að keyra þetta hjól, alger dýna að sitja á því !
Já, bara hringja í Arnar Má í Ellingsen og hjólið komið heim á hlað, óðara !
Bara billegt miðaðvið gæðin.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 22 Jul 2017 23:26
af sindrisig
Hva er Vaðbrekkubóndi að verða fótafúinn...? Ætti kannski að halda mig á mottunni en hvað um það, lífið er dásamlegt.

Það verður einfaldlega hin besta skemmtun að fara á veiðar í september og drattast með nýtt 6hjól í eftirdragi sem verður, miðað við fyrr ferðir, aldrei notað :lol:

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 23 Jul 2017 22:55
af Sveinbjörn
Siggi þú veist allt um það hvernig þessi hjól haga sér og jafnvel eins og slægar bykkjur sem losa sig við knapa :lol:

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 24 Jul 2017 17:25
af Veiðimeistarinn
Jæja félagar.
Þá er fyrsti veiðidagurinn liðinn, veiddi á svæði 2, lengst uppi í Þrælahálsi austanverðum.
Halldór Svanur Olgeirsson veiddi 85 kg. 3ja vetrra tarf með 50 mm bakfitu sem er mikið á þessum tíma hjá svona ungum tarfi.
Með í för voru danskir vinir hans .
Já dýrin eru greinilega óvenjulega vel haldin núna.
Hann notaði Tikka riffil caliber 6,5x55 með verksmiðjuhlöðnu Norma skoti með 120 gr. Ballistic tip kúlu.
Færið var 150 metrar.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 25 Jul 2017 22:36
af Veiðimeistarinn
Fór aftur á svæði 2 í dag.
Mikið af dýrum kring um Þrælahálsinn.
Ólafur Guðgeirson felldi 75 kg. tveggja vetra tarf við Þórisstaðakvísl.
Hann notaði Sako veiðiriffil cal. 308 með Norma verksmiðjuskotum Nosler Ballistic tip 150 gr. kúlu.
Færið var 101 meter.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 27 Jul 2017 00:29
af Veiðimeistarinn
Já, já.
Meðan beðið er eftir næstu veiðiferð eru gerðar tilraunir !
Við feðgar stilltum upp skotmarki í túnfætinum og skutum á það með kaliber 6,5-284
Hleðsla 100 gr. A-Max kúla með 60 gr. af Norma MRP púðri á bakvið, hraðinn cirka 3570 fet á sekúndu !
Síðan skutum við á það, gátum notað heyrúllur á túninu sem skotborð, á 200 metra, 300 metra, 400 metra og 500 metra færum.
Útkoman varð eins og myndirnar sýna.
Efri myndin sýnir hvernig færin raðast inn í Mil dot krossinn í Zeiss Conquest 6,5-20x50 sjónaukanum hjá mér !
Seinni myndin sýnir fallið á kúlunni á þessum færum.
Núllstilltur á 100 metra
Fall á 200 m 4 cm
fall á 300 m 20 cm
fall á 400 m 57 cm
fall á 500 m 110 cm

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 31 Jul 2017 23:06
af Sveinbjörn
Mil dot krossar. Eru þeir ekki hannaðir fyrir 308w og ætlað í allt annað en veiðar á ferfættum?

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 04 Ágú 2017 21:52
af Veiðimeistarinn
Þá er veiðunum haldið áfram, tvær kýr á svæði 1 í dag.
Ég var í samstarfi við Jón Egil sem fann dýrin á Hvammsáreyrunum upp með Hvammsá yst í Selardal í Vopnafirði upp undir Ytri Hágangi.
Þar felldi Gunnlaugur Konráðsson (Hrefnu Gulli) 44 kg. kú, mylka með 15 mm. bakfitu, Gunnlaugur notaði Sauer take down veiðiriffil sinn í cal. 6,5x68 sem er gott caliber, enda nauðalíkt 6,5-284.
Hleðslan var 120 gr. pro hunt kúla með 62,5 gr af Vithavuori 160 púðri og færið var 200 metrar.
Sonur Gunnlaugs Stefán felldi líka kú, hún var mylk og vóg 47 kg. með 17 mm. bakfitu, hann notaði sama riffil og færið hjá honum var 220 metrar

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 05 Ágú 2017 22:26
af Veiðimeistarinn
Það var svæði 2 hjá mér í dag 1 kýr, eftir mikla leit á innanverðri Fljótsdalsheiðinni frá Kárahnjúkavegi út að Hengifossá fann ég 50-60 dýra hóp í Stórudæld rétt innan við Hengifossá.
Gísli Árni Eggertsson felldi þar 46 kg. mylka kú með 14 mm. bakfitu.
Hann notaði Húskvarna veiðiriffil sinn í cal. 3006 með 150 gr. Interloock kúlu, frá Jóa byssusmið og færið var 117 metrar.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 07 Ágú 2017 02:40
af Veiðimeistarinn
Ég var á svæði 1 í dag að leita að tarfi og kú, fann tarfinn en ekki kúna.
Haraldur Þór Jóhannsson veiddi 105 kg. tarf með 65 mm. bakfitu í Staðarheiði í Bakkafirði.
Hann notaðiTikka T3 cal. 6,5-284 með 100 gr. kúlu og færið var 144 metrar

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 07 Ágú 2017 23:53
af Veiðimeistarinn
Jæja
Aftur á svæði 1 í dag, núna í 2 kýr
Fundum kýr hjá Hnjúksvatninu við Laxárdalshnjúkinn.
Elí Þór Vídó felldi 50 kg. mylka kú með 15 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil Mauser Dumoline, eign Aðalsteins sonar míns, smíðaðan af Jóa Vill byssusmið, cal. 6,5-284
Hlaðinn 100 gr. Hornady Max kúlu með 60 gr. af Norma MRP púðri á bakvið og færið var 320 metrar.
Höfðinginn Jóhann Vilhjálmsson byssusmiðuur felldi gelda kú, 56 kg. þunga með 36 mm. í bakfitu !
Hann notaði kustom smíðaðan veiðiriffil sinn, einn af 4 sem hann smíðaði frá grunni þegar hann var í byssusmíðaskólanum í Belgíu, í cal. 6,5x57 með 130 gr. Hornady kúlu og færið var 170 metrar.
Sem sagt veiðirifflar dagsins eru báðir smíðaðir af Jóa Vill. byssusmið, sem var sjálfur á veiðislóðinni.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 09 Ágú 2017 21:20
af Veiðimeistarinn
Var allan gærdaginn að rölta við dýr á svæði 1, rölti úr Syðri Hágangi inn fyrir Kistufell, við annan mann svo mér leiddist ekkert, fínn göngutúr kannski kring um 15 km.
Eftirtekjan eingin, dýrin voru nefninlegan á röltinu allan tíman líka og voru ekkert að doka eftir okkur!
Aftur í sömu dýr í dag, þá komin inn að Sandhnjúkum og stefndu á Stakfell, þá gekk betur búð að veiða 3 kýr um hádegi.
Gunnar Viðar veiddi væna gelda kú sem vóg 60 kg. með 40 mm. bakfitu, hann notaði Sako veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 með 120 gr. Nosler Accobond kúlu og færið um 200 metrar.
Jón Benediktsson veiddi 45 kg. mylka kú með 20 mm. bakfitu, hann notaði Blaser R8 cal. 6,5x55 með 120 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið um 100 metrar.
Guðmundur B. Jósepsson veiddi unga gelda kú sem vóg 43 kg. hann notaði BRNO veiðiriffil sinn cal. 7x57 með 120 gr. kúlu og færið um 300 metrar.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 10 Ágú 2017 18:27
af Veiðimeistarinn
Það var svæði 1 í dag, þar hefur staðið yfir leit að fleiri hreindýrum en fundist hafa það sem af er þessu veiðitímabili.
Aðeins hafði fundist hjörð með um 300 kúm úti í Kistufelli í upphafi veiðitímabils ásamt lítilli hjörð með sennilega um 50 kúm við Laxárdalshnjúk.
Ég fann hins vegar nýja kýrhjörð í Brunanum skammt utan við Mel, gegnt Brunahvammi, með um 250 kúm.
Já, það leynist ýmislegt í Tunguheiðinni framan af veiðitímabilinu.
Bjarni Júlíusson veiddi væna kú mylka úr hjörðinni hún vóg 54 kg. með 30 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Brno í cal. 308 með 150 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 154 metrar.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 12 Ágú 2017 20:09
af Veiðimeistarinn
Það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt, var á svæði 2 í dag og veiddi í Skænudalnum sem er í sjónfæri frá Vaðbrekku.
Anna Borgþórsdóttir Olsen veiddi 47 kílóa mylka kú með 12 mm. bakfitu, notaði Tikka T3 veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 með 120 gr. sp kúlu og færið var 153 metrar.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 13 Ágú 2017 13:39
af Veiðimeistarinn
Aftur á svæði 2 í dag að veiða eina kú, dýrin fundust austan í Búrfellinu strax og upp var komið, aðallega ungir tarfar og ungar geldkýr.
Þar felldi Guðlaugur Örn Jónsson tæplega 40 kg. veturgamla gelda kú með 5 mm bakfitu.
Hann notaði Blaser veiðiriffil sinn cal. 308 með 150 gr. Nosler Ballistic Tip kúlu, setti undir eyrað á 100 metra færi.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 15 Ágú 2017 08:49
af Veiðimeistarinn
Var að veiða tarf á svæði 1 í dag.
Jón Hávarður fann væna tarfa, 70 saman í hóp við Kofa á Smjörvatnsheiði, þeir runnu upp í Smjörfjallaskarð yfir í Sauðahlíððar við Kaldá.
Þar veiddi Jakúp Napoleon Purkhús 100 kílóa tarf með 60 mm bbakfitu.
Hann notaði veiðiriffil sinn, Sako 85 cal. 243 með 100 gr. kúlu og færið var 191 meter.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 17 Ágú 2017 20:58
af Veiðimeistarinn
Svæði 2 var það í dag, heillin, leitaði að tarfi !
Gerðum víðreist, fórum upp Fremsta Enni og inn Kárahnjúkaleið, sáum um 200 kýr fyrir innan Kollinn á Smjörtungudalsbrúnunum og aðrar 200 kýr fyrir fyrir utan Búrfellið, síðan voru um 100 kýr fyrir innan Kárahnjúkaveginn á Tungunni og 40 fyrir utan hann við grenið á Tungunni.
Þá brunuðum við bundna slitlagið austur á Grenisöldu en Aðalsteinn Hákonarson hafði fundið tarfahóp austan við Gilsárvötnin utanverð, blandaððan með 150 törfum og um 30-50 kúm.
Þar felldi Garðar Petrolhead Tryggvason 80 kg. tarf með flotta krúnu og 40 mm. bakfitu.
Hann notaði Mauser Otterup veiðiriffil sinn cal. 6,5-06 Accle Inpruf, með 100 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 305 metrar.
Ég verð að segja það að þetta caliber jafnast alveg fullkomlega á við ástsæla caliberið 6,5-284, þetta eru yfirburðar caliber til hreindýraveiða, ekki orð um það meir.
Á heimleiðinni sáum við svo 100 kýr í Kálfafellsslakka, það er mökkur af hreindýrum á svæði 2 og óafsakanlegt að veiða ekki þar á svona degi, við sáum allavega 800 dýr á okkar leið.

Re: Veiði dagsins 2017

Posted: 17 Ágú 2017 21:03
af Aflabrestur
Flottir tarfar allir 3 Til hamingju Gæi