Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson
Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af grimurl » 10 Mar 2015 14:46

Sælir félagar,
Þó ég hafi lent á biðlista á hreindýr er mér tjáð af "sérfræðingum" að það sé "alveg öruggt" að ég fái dýr. Er níundi á bið með kýr á svæði 1. Svo ég ætla bara að ráð fyrir að það gangi eftir.

Þar sem ég hef aldrei farið á svona veiðar langar mig að fá álit ykkar á hvaða riffilsjónauka zoom sé heppilegast. Er það kíkir með 3-12 eða 3-15 eða 5-20 eða 5-25 eða 8-32 eða eitthvað allt annað?
Ég á 2 kíkja annar er zeiss conquest hd5 með 5-25x50, ágætisgræja og hinn er Weaver caspa 4-16x44 en glerin í honum eru mun lakari og varla nothæfur í meiri zoom en 10x. Mundið þið mæla með öðruhvorum þessara eða ætti ég að skoða fjárfestingu á öðru gleri?

Einnig hef ég verið að pæla í hvaða tegund af turnum menn noti á þessum veiðum, eru það svona Target/hunting turnar eins og á Zeissinum mínum sem eru auðstillanlegir á veiðum eða eru menn með lokaða turna sem menn eru ekkert að eiga við eftir að búið er að stilla kíkinn inn?

Grímur Lúðvíksson
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af konnari » 10 Mar 2015 15:59

Zeiss conquest HD5 5-25x50 er topp græja í hreindýraveiði, mundu bara að hafa hann stiltan á sirka 8 stækkun þegar þú heldur til veiða, annars týnir þú dýrinu um leið og eitthvað hreyfist. Ég hef minn sjónaka alltaf á 7-8 stækkun og hef skotið dýr út á 250metra án nokkurra vandræða.
Síðast breytt af konnari þann 10 Mar 2015 20:54, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af BrynjarM » 10 Mar 2015 16:12

Ég er nú fjarri því að vera reynslubolti í þessu en ætla nú að svara samt. Þessir tveir sem þú átt eru með stækkun sem virðist algeng í hreindýraveiði. Zeissinn virkar nú ansi spennnandi og borðleggjandi hjá þér að nota hann. Af þeim sem þú telur upp þá væri 8-32 sjálfsagt sísti kosturinn þar sem hann er ansi þröngt sjónsvið (fínn í pappa en síður í veiði).
Hef eingöngu skotið tvö hreindýr og í bæði skiptinn verið með Swarovski 4-12x50 með lokuðum turnum. Í annað skiptið stillti ég hann á 7 og hitt á 5,5 til að sjá hvað væri í kringum dýrin.
Ef ég væri að fá mér nýjan veiðisjónauka í dag þá er ég spenntastur fyrir 2,5-15 (víðari fyrst og fremst vegna pælinga um veiðar erlendis).
Það verða þó vonandi mér reyndari menn sem koma líka með ráðleggingar.
Síðast breytt af BrynjarM þann 10 Mar 2015 22:56, breytt í 1 skipti samtals.
Brynjar Magnússon

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af gkristjansson » 10 Mar 2015 17:32

Ég held að Zeissinn sé fínn í þessa veiði. Sjálfur þá hef ég venjulega mína riffla núllaða á hundrað og er ekkert að eiga við kíkirinn á veiðum heldur nota hugann / reynsluna til að hjálpa mér með fall á lengri færunum. Það lengsta færi sem ég hef tekið dýr á er um 250 metrar (wilderbeast í Afríku) og það var ekkert mál.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 10 Mar 2015 20:57

Sælir félagar
Þú ættir að hafa í huga að þessi sjónauki (Zeiss) breytir sér ef þú breytir stækkuninni. Það er hægt að finna töflur á netinu um hvernig hann breytir sér en vænlegast tel ég að stilla sjónaukann inn með þeirri stækkun sem þú ætlar að vera með. Þeas ef þú ætlar að vera með 12x stækkun á sjónaukanum að stilla hann þá inn á skotsvæðinu með þeirri stækkun. Ef þú ert með mil dot þá mæli ég með að nota það fremur en að hræra í turninum á veiðum. Gætir misst af augnablikinu sem dýrin eru kyrr og þurft að ganga dagleið eða meira í kjölfarið áður en næsta færi gefst. Annars er þetta bara mín skoðun og eflaust e-r með aðra skoðun á þessu.
Guðmundur Friðriksson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af konnari » 10 Mar 2015 21:04

Zeiss HD5 með z-plex krossi og hunting turnum breytir sér ekki. stillt er inn fjarlægðina sem skotið er á. T.d. 100,200,300 metra etc. mjög þæginlegt og auðvelt.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 10 Mar 2015 21:10

Sælir félagar
Það er gott að e-r leiðréttir mann. Ég vissi ekki að zeiss conquest væri með 2 útgáfur varðandi þetta atriði.
Guðmundur Friðriksson

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af grimurl » 10 Mar 2015 21:25

Zeissinn minn er með RzVarmint miði í seinna plani( second focal plane) og ég hef ekki orðið var við að stilling sé mismunandi eftir zoomi, það er bara kúluferill og fjarlægð og vindur sem gerir það að verkum að kúlan fer ekki í punktinn sem miðað er á :D Hinsvegar til að fjarlægðarmerkingar séu marktækar í miðunarkrossi þarf að vera með sjónaukann á hámarkssúmmi eða 25x.

Ég geri mér grein fyrir því að 25x er eitthvað sem menn nota væntanlega lítið á þessum veiðum en er þörf á víðari zoomi en 5x?

Það væri gaman að fá álit Veiðimeistarans og ekki síður ef hann lumar á samantekt yfir hvaða sjónauka veiðimenn væru að nota þar sem hann hefur verið leiðsögumaður. Ég hef séð yfirlit frá honum varðandi caliberanotkun en ekki varðandi sjónauka.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 10 Mar 2015 22:22

Sæll
Það er rétt hjá þér Grímur. Miðjan helst rétt á second focal plane en það eru hinir krossarnir sem breytast ef þú breytir stækkuninni. Þannig að ef þú ætlar að nota aukakrossana þá þarf að vita hvernig þeir breytast eftir hvaða stækkun þú ert með. Það er hægt að finna töflur á netinu yfir það en líkast til best að skjóta inn á með þeirri stækkun sem þú ætlar að nota.
Guðmundur Friðriksson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 11 Mar 2015 15:00

Sælir
Ég held að mikilvægast sé að flækja þetta ekki mikið. Það ekki mikill tími í pælingar þegar dýrið er komið í færi og gædinn búinn að velja dýr til að fella. Þá er ekki gott að eiga eftir að skrúfa í turninum og telja klikkin, breyta stækkun og jafnvel að reikna e-ð út. Ein aðferð er að stilla sjónaukann í fullri stækkun og hafa fjarlægðakrossana rétta þar. Vera á veiðum með sjónaukan til taks á minni stækkun og miðjukrossin er þá réttur á öllum stækkunum. Ef færið er orðið lengra en t.d. 200 m þá er það í raun aðeins eitt handtak að setja sjónaukann í fulla stækkun og virkja þannig hina krossana. Menn gefa sér aðeins meiri tíma á lengri færin þó best sé að geta hleypt af á 1. tempói svo við slettum aðeins.
Guðmundur Friðriksson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 11 Mar 2015 22:13

Sæll Grímur.
grimurl skrifaði:Ég á 2 kíkja annar er zeiss conquest hd5 með 5-25x50, ágætisgræja og hinn er Weaver caspa 4-16x44
Zeissinn er fínn ég myndi nota hann, núlla á 100 og læra á turnana, búa mér til feriltöflu út á 4 til 500 metra plasta hana inn og líma á skeftið, prófa hvort hún sé ekki rétt (ákoman hækkar aðeins ef þú ert að veiða í nokkur hundruð metrum meiri hæð en þú prófar töfluna) þegar þetta er komið þá ertu örugglega búinn að æfa þig nóg fyrir veiðiferðina og þú getur notað zoom frá 5 til 25 eftir því hvað hentar fyrir færið sem þú ætlar að skjóta dýrið á.

Til hvers að fá sér fjórhjóladrifinn jeppa með hátt og lágt drif og læsingar á öllum ef maður ætlar bara nota afturdrifið. :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Mar 2015 21:29

Sæll Grímur.
Það er alveg borðleggjndi að nota Zeissinnn.
Ég held að fjölbreytnin í sjónaukunum sem notaðir eru í veiði hjá mér sé enn fjölbreyttari en kalíberaflóran, kíkja gerðirnar nánast jafn margir og mennirnir, en ég minni enn og aftur á að glerið á rifflinuum skiptir fráleitt jafn miklu máli og maðurinn sem fyrir aftan það er, hann er nefninlega aðal græjan í þessu öllu saman.
Notaðu hann alltaf á 25 x stækkuninni þegar þú ert að æfa þig þá getur þú notað hann á 25 x á hreindýraveiðum líka.
Það er ekki til neins að eiga kíki sem stækkar alveg upp í 25 x og nota hann á 8-10 x stækkun, þá er alveg eins kægt að spara sér peninga og kaupa sér kíki sem stækkar aðeins upp í þá stækkun.
Það er rétt sem Jenni segi,r við kaupum okkur ekki fjórhjóladrifinn bíl til að nota hann aðeins í afturdrifinu.
Hunting turret eða lokaðir turnar, henta betur til veiða, engin hætta að þér afstilli sig í volki, en target turret er í lagi líka, með sérstakri aðgát, best að teipa yfir turnana áður en lagt er í hann.
Stilltu hann inn á 100 metrum og láttu hann setja 4 cm. yfir pungtinn á skífuunni, mundu samt eftir því að gera fyrir því í skotprófinu.
Mundu einnig að þú ákveður færið á hreindyrið fráleitt meðan þú ert að æfa þig, það verður alltaf tilviljununum einum háð þegar á hólminn er komið.
Ef þú nærð skotprófinu skammlítið ertu fær í flestan sjó á hreindýraveiðum.
Fáðu þér svo almennilegan leiðsögumann sem getur stresslaus leiðbeint þér þegar á veiðislóðina er komið, leiðsögumaann sem eigi etur kornflex í morgunmat.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af grimurl » 14 Mar 2015 22:04

Sigurður, takk fyrir upplýsingarnar það er alltaf gott og gagnlegt að heyra frá þér.
Já Zeissinn verður notaður.
Ég fer við annan mann austur í haust og við munum verða með leiðsögumanninum Aðalsteini Hákonarsyni. Ekki veit ég hvað hann borðar í morgunmat!
Félagi minn fór með honum s.l. haust og þótti gott og því breytum við ekki því sem er í lagi.
Bestu kveðjur
Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af sindrisig » 14 Mar 2015 22:27

Svona á léttu nótunum, þú ert nú að að tala um ættmenni Sigga, þá reikna ég fastlega með því að hann borði hafragraut í morgunmat og taki slátur með í nesti.

Það myndi örugglega ganga vel upp ef þú værir með vel feitar kótelettur í raspi, kaldar og steiktar upp úr miklu smjöri, sem nasl.

Athugaðu, að þetta eru Jökuldælingar. . .
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Mar 2015 17:46

Þetta er alveg rétt hjá Sindra, hann er ekta Jökuldælingur eða kannski meira Hrafnkelsdælingur :lol:
Aðalsteinn er topp leiðsögumaður, bara svona svo því sé haldið til haga, þá erum við bræðrasynir.
Eigum það sammerkt að við ólumst upp með feðrum sem stunduðu hreindýraveiðar nánast frá blautu barnsbeini, allavega frá fermingu skulum við segja og við fetuðum sömu slóð um leið og við höðum vit til og þvældumst með þeim um öll fjöll, sem var ansi snemma.
Já það er hreint ekki lakur grunnur fyrir hreindýraleiðsögumenn að vera synir Aðalsteins og Hákonar Aðalsteinssona frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, like fathers like sons :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af BrynjarM » 15 Mar 2015 23:38

Sælir kappar
Ég hef góða reynslu af því að leiðsögumenn éti hafragraut eða skyrhræring á morgnana. Þeir virðast geta gengið eða hlaupið alveg þyndarlausir allan daginn á eftir. Mæli samt frekar með því að veiðimaðurinn fái sér beikon og egg í morgunmat :-)
Brynjar Magnússon

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Zoom á riffilsjónauka fyrir hreindýraveiðar.

Ólesinn póstur af Sveinn » 16 Mar 2015 20:08

Reynsluboltar geta örugglega notað 20 eða 25x stækkun á 100-150 m en sem byrjandi á hreindýraveiðum (4 dýr felld) finnst mér ólíkt þægilegra að nota minni stækkun t.d. 8-10x ef færið er þetta 80-150 m. Langflest hreindýr eru felld á þessum færum.

Það er margt sem vinnst með minni stækkun. Sjónsviðið (Field of View, FOV) eru miklu stærra á 10x en segjum 25x. Þar með er hægt að fylgjast betur með baklandinu þannig að dýrið sem á að fella sé frítt. Eins eru menn þá með svipaða stækkun á sínum riffilkíki eins og gædinn er með á sínum handkíki. Það minnkar líkur á misskilningi þegar menn eru að koma sér saman um dýr til að fella. Ég hef líka heyrt um byrjendur í skotprófi sem notuðu max stækkun (einhver 20x), riffill hoppaði eftir fyrsta skot og menn áttu í baksi við finna skífuna sína aftur. Urðu stressaðir og skutu verr. En tek fram, þetta voru byrjendur, reynsluboltar geta örugglega vanið sig á svona mikla stækkun. Held samt að æfingatímanum sé betur varið í þétta grúppur en venja sig á þröngt sjónsvið.

Mikil stækkun er fín á litla bráð eða á löngum færum. Sé ekkert að því að nota allan skalann á zoominu, meðalstækkun á stóra bráð, mikla stækkun á litla bráð eða á löngum færum. Gott að hafa möguleika á báðu.

En dæmi hver fyrir sig út frá myndinni hér að neðan (eitthvað verður maður að dunda sér við í lægðaganginum...), tölur um sjónsvið (100 yd=90m) eru fengnar frá zeiss.com, gert er ráð fyrir að hér sé stór tarfur í sikti, 200 cm frá trýni að hala. Zeiss er gæðamerki og óvandaðri kíkjar gætu haft þrengra sjónsvið. En það munar ekki mjög miklu.
10x vs 25x staekkun 634.jpg
10x vs 25x staekkun 634.jpg (18.57KiB)Skoðað 8550 sinnum
10x vs 25x staekkun 634.jpg
10x vs 25x staekkun 634.jpg (18.57KiB)Skoðað 8550 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara