Sælir félagar.
Eru ekki einhverjir hér á spjallinu sem hafa verið í að smíða skepti ?
Þannig er nú fyrir mér komið að mig er farið að langa verulega að prófa að smíða riffilskepti frá grunni og vildi því að forvitnast hvort einhvers staðar hér á landi sé hægt að fá góðan efnivið í slíkt eða hvort maður mundi þurfa að leita út fyrir landsteinana með hráefni í þetta ??
MBK
Garðar
Timbur í skepti
- petrolhead
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:346
- Skráður:08 Ágú 2012 08:31
- Fullt nafn:Garðar Tryggvason
- Staðsetning:Akureyri
Re: Timbur í skepti
Sæll
Var í sömu hugleiðingum fyrir um ári og kynnti mér þetta svolítið. Talaði við Arnfinn og hann sagði að hnota væri best, hún fæst í efnissölunni og kostar svolítið en ekkert hrikalega ef ég man rétt. Hann sagði mér líka að ef maður hefði ekki annað en handverkfæri þá væri mjög erfitt að nota límtré því það væri erfitt að vinna það. Þetta eru þau ráð sem ég fékk en því miður get ég ekki miðlað reynslu af smíðuðum þar sem frestunaráráttan tók völdin og svo pantaði ég á endanum frá boyds.
Annars finnst mér nú líklegt að margar gerðir harðviðar séu brúklegar.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Var í sömu hugleiðingum fyrir um ári og kynnti mér þetta svolítið. Talaði við Arnfinn og hann sagði að hnota væri best, hún fæst í efnissölunni og kostar svolítið en ekkert hrikalega ef ég man rétt. Hann sagði mér líka að ef maður hefði ekki annað en handverkfæri þá væri mjög erfitt að nota límtré því það væri erfitt að vinna það. Þetta eru þau ráð sem ég fékk en því miður get ég ekki miðlað reynslu af smíðuðum þar sem frestunaráráttan tók völdin og svo pantaði ég á endanum frá boyds.
Annars finnst mér nú líklegt að margar gerðir harðviðar séu brúklegar.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum
- gkristjansson
- Skytta
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:250
- Skráður:02 May 2012 14:21
- Staðsetning:Ungverjaland
Re: Timbur í skepti
Ísnes flytur inn hnotu frá Calico skv. heimasíðunni þeirra.
En eins og Guðfinnur benti á þá er Jói Vill algjör snillingur í þessu.
En eins og Guðfinnur benti á þá er Jói Vill algjör snillingur í þessu.
Brynjar Magnússon
- petrolhead
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:346
- Skráður:08 Ágú 2012 08:31
- Fullt nafn:Garðar Tryggvason
- Staðsetning:Akureyri
Re: Timbur í skepti
Daginn félagar.
Ég er einmitt búinn að guggna á þessu einu sinni eins og þú Frosti og versla hjá Boyds en þetta er samt að kitla mig verulega ennþá, verð bara að prófa þetta
Það er auðvitað rétt hjá ykkur Jói er náttúrulega maðurinn sem veit allt í þessum efnum, best að eiga við hann orð með þetta.... og athuga í leiðinni hvort hann er ekki að fara að halda námskeið í skeptissmíði
Grienilega hægt að fá flottan við þarna í Ísnes en það er sennilega betra að byrja á einhverju sem er minni fórn í ef maður klúðrar þessu algerlega, sem er ekki það ólíklegasta svo Efnissalan er sennilega betri kostur fyrir svona byrjendur eins og mig.
MBK
Gæi
Ég er einmitt búinn að guggna á þessu einu sinni eins og þú Frosti og versla hjá Boyds en þetta er samt að kitla mig verulega ennþá, verð bara að prófa þetta
Það er auðvitað rétt hjá ykkur Jói er náttúrulega maðurinn sem veit allt í þessum efnum, best að eiga við hann orð með þetta.... og athuga í leiðinni hvort hann er ekki að fara að halda námskeið í skeptissmíði
Grienilega hægt að fá flottan við þarna í Ísnes en það er sennilega betra að byrja á einhverju sem er minni fórn í ef maður klúðrar þessu algerlega, sem er ekki það ólíklegasta svo Efnissalan er sennilega betri kostur fyrir svona byrjendur eins og mig.
MBK
Gæi