Search found 1 match

af gylfisig
11 Apr 2012 21:19
Spjallborð: Byssur
Umræða: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !
Svör: 22
Skoðanir: 4360

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ég er víst orðinn nokkuð seinn í þessa umræðu, og ástæðan er sú að ég er oft á tíðum staddur langt norður í hafi, eða um 20-30 mílur norðan Kolbeinseyjar.
En í mínum skáp er alltaf smá pláss.
Þar leynast samt nokkrar byssur.
Fyrst skal telja Sako TRG 42 300 wm með 6-24x Zeizz sjónauka. Nota þennan riffil mjög lítið, og hef stundum velt fyrir mér að selja hann.. en... tími því sennilega aldrei. Þetta eru góðir rifflar.
Næst kemur einn riffill í cal 308 win. Upprunalega Mossberg í cal 243 sem ég fékkk eftir pabba minn heitinn. En það er komið á hann hlaup í áðurnefndu cal af Winchester, model 70 riffli.
Hef Leupold 12x ofan á honum.
Síðan kemur sennilega uppáhaldið, sem er riffill í Sako skepti, og Sako lás, og nota ég tvö hlaup á hann.
Annað er þungt flutað Hart hlaup í cal 6,5x47 Lapua, og hitt er heavy varmint í 6BR Norma.
Þennan riffil er búið að snikka allmikið til, s.s. að bedda, rétta upp gengjur ´i lás, og fóðra upp.
Canjar mikro gikkur. Ofan á þessu er NF 8-32x 56 BR. gler.
Haglabyssurnar mínar eru ekki margar, enda nota ég þær aðallega í rjúpu.
Þar er gamli góði Browning A-5 3ja tommu frá því 1968 og hefur aldrei slegið feilpúst.
Svo er aðal fuglabyssan mín sem er Marocchi Trapper u/y með 32 tommu hlaupi og með full og extra full choke.
22ja cal Toz leynist þarna líka sem ég nota ekkert. Aldursforsetinn er líklega 22ja cal JGA fjárbyssa, líklega síðan 1912 eða svo.
Að lokum er einn BRno í cal 22 Hornet með ævafornum Jena Zeizz sjónauka .
Sennilega ein, eða tvær viskíflöskur, sem eru ekki alveg tómar, en það styttist í það :D