Search found 4 matches
Til baka í “Staða refsins innan ESB?”
- 11 Jun 2012 15:17
- Spjallborð: Vargur
- Umræða: Staða refsins innan ESB?
- Svör: 19
- Skoðanir: 4145
Re: Staða refsins innan ESB?
Það eru reyndar mismunandi tímabil á refaveiðum í aðildarríkjum ESB og ég veit ekki til að sambandið leggi sig svo mikið í veiðitímann, t.d. þá eru fjögur mismunandi tímabil hér í svíþjóð. Til dæmis þá er tímabilið hér í norður svíþjóð frá 1. ágúst til 15. apríl en í suðursvíþjóð frá 1 ágúst til 28 (29) febrúar. En þetta á við um rauðref, heimskautarefurinn er hinnsvegar friðaður í ESB , það eru bara til um 170 stikki og eru þau öll í svíðþjóð.
- 26 Apr 2012 15:46
- Spjallborð: Vargur
- Umræða: Staða refsins innan ESB?
- Svör: 19
- Skoðanir: 4145
Re: Staða refsins innan ESB?
Líklegast yrði refurinn friðaður þar sem hann er friðaður í ESB í dag, varðandi veiðar í þjóðlendum þá er grunnreglan sú að alli íbúar í ESB hafi sama rétt til veiða í þjóðlendum en td. hefur finnum tekist að halda sínum reglum þannig að finnar hafa forgang, svíjar breyttu sínum reglum þannig að allir hafa sama rétt í þjóðlendum en vegna ágangs eru þeir að athuga hvort hægt sé að taka aftur upp fyrri reglur. Vandamál íslands er að ný lönd í bandalaginu verða alltaf að taka upp nýustu reglurnar, þannig að líklegast verður ísland að opna upp þjóðlendur sínar fyrir ESB-borgurum. Sama á við um hreindýraveiðarnar þar munu lílegast allir veiðimenn innan ESB hafa sama rétt og íslenskir að sækja um hreindýr. Einnig er spurning um selveiðar td. þá má veiða sel hér í svíþjóð, kvóti uppá nokkur dýr, en það er enginn sem nennir að standa í því þar sem samkvæmt reglum ESB er bannað að selja eða gefa selaafurðir og það eru takmörk hvað maður getur safnað á sig af húðum og kjöti.
Happadrýgst væri fyrir íslenska skotveiðimenn að ísland stæði utan þessa ólukkunar sambands því að þeir eru alltaf að seilast lengra í miðsýringu veiði- og vopnalögjafar bandalagsþjóðanna.
Happadrýgst væri fyrir íslenska skotveiðimenn að ísland stæði utan þessa ólukkunar sambands því að þeir eru alltaf að seilast lengra í miðsýringu veiði- og vopnalögjafar bandalagsþjóðanna.
- 24 Apr 2012 21:08
- Spjallborð: Vargur
- Umræða: Staða refsins innan ESB?
- Svör: 19
- Skoðanir: 4145
Re: Staða refsins innan ESB?
Já ég bý í Svíþjóð. Varðandi refaveiðar þá er mikið magn af rauðref og hann er ekki friðaður, reyndar mikið veitt af honum þó svo ég hafi ekki gert mikið af því ennþá bara skotið einn.
- 24 Apr 2012 19:07
- Spjallborð: Vargur
- Umræða: Staða refsins innan ESB?
- Svör: 19
- Skoðanir: 4145
Re: Staða refsins innan ESB?
Heimskautarefurinn er friðaður innan ESB og það er erfitt að fá undanþágu frá því, sérstaklega fyrir lönd sem eru að ganga í sambandið því þau lönd þurfa alltaf að lúta strangari reglum en lönd sem þegar eru inni. En varðandi veiðar útlendinga þá eru aðeins meiri líkur á að ísland geti haldið reglum varðandi veiðar í þjóðlendum, til dæmis eru svíjar að skoða að breyta reglum hér þannig að erlendir veiðimenn verði að hafa gæd við veiðar í þjóðlendum, á aðallega við um rjúpu en sá stofn er nánast að hverfa eftir að opnað var óheft fyrir veiðar ESB borgara hér í landi.