Mig langar að benda á frétt á mbl.is um erindi sem dr. Fredrik Widemo, dýravistfræðingur frá Svíþjóð, hélt í Þjóðmenningarhúsinu 5. febrúar í fyrra. Widemo er starfsmaður Sænska veiðimannasambandsins og kom hingað á vegum Skotvís. Hann taldi næsta víst að ESB myndi vilja banna refaveiðar hér og sagði að ESB hafi friðað hrafninn í Svíþjóð.
Ef ég skildi hann rétt þá yrði framtíð veiða á Íslandi að miklu leyti í höndum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum. Hún gæti gert kröfur um undanþágur vegna aðstæðna hér. Það er svo annað mál hversu líklegt það er að stjórnvöld hér fari að teygja sig langt vegna skotveiðimanna.
Slóðin á fréttina er: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... ikilvaegt/
Search found 1 match
Til baka í “Staða refsins innan ESB?”
- 26 Apr 2012 22:36
- Spjallborð: Vargur
- Umræða: Staða refsins innan ESB?
- Svör: 19
- Skoðanir: 4143