Search found 4 matches

af Padrone
07 Sep 2013 12:57
Spjallborð: Veiðileyfi - Veiðlendur
Umræða: Er þetta svona mikið leyndarmál?
Svör: 7
Skoðanir: 1681

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Þetta er einmitt það sem ég var að meina ... fullt af gæs í A-Hún.
Nú gæti maður gert sér ferð þangað sem gæti endað í góssi ;).

En ég skil fullkomlega að fólk er ekki að gefa upp leyniveiðistaðina sína sem eru almenningi opinn ;) það myndi ég heldur ekki gera.

Og þó svo maður fái neitun frá einum bónda, sem er bara allt í lagi, þá getur hann aftur á móti leiðbeint manni hvert maður gæti leitað næst.
af Padrone
07 Sep 2013 12:16
Spjallborð: Veiðileyfi - Veiðlendur
Umræða: Er þetta svona mikið leyndarmál?
Svör: 7
Skoðanir: 1681

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Nei auðvitað er ég ekki að meina fólk sem vill fá allt fyrir ekkert.
Og alls ekkert vandamál ;) bara pælingar um samvinnu og að hjálpa náunganum, hver veit hvort hann geri eitthvað fyrir þig í staðin ;)

Ég er að tala um ef ég kæmi með spurningu hér inn: "Er komin einhver gæs í kringum Kirkjubæjarklaustur?"

Ég er ca 99% viss að enginn myndi svara, jú kannski einn max.

Það sem ég er að ræða er, allt svæðið í kringum Kirkjubæjarklaustur er í einkaeign, ekki rétt ágiskað?

Ok, væri þá ekki betra að fá svör hér, ef einhver veit að það sé komin gæs þar, þá getur maður tekið rúntinn austur og bankað uppá hjá bændum og reynt að fá leyfi.

Og eins og árferðið er í dag þá kostar bara rúntur þangað og tilbaka ca 15.000 kall.
af Padrone
06 Sep 2013 15:46
Spjallborð: Veiðileyfi - Veiðlendur
Umræða: Er þetta svona mikið leyndarmál?
Svör: 7
Skoðanir: 1681

Re: Er þetta svona mikið leyndarmál?

Nema það sé bara enginn sem veit neitt um neitt .......
af Padrone
06 Sep 2013 15:44
Spjallborð: Veiðileyfi - Veiðlendur
Umræða: Er þetta svona mikið leyndarmál?
Svör: 7
Skoðanir: 1681

Er þetta svona mikið leyndarmál?

Ég hef lengi velt fyrir mér hver hugsunin sé á bakvið að halda veiðilendum eða upplýsingum um "fjölda" fugla á ákveðnum svæðum LEYNDUM. Þá er ég að tala um staði sem eru ekki almenningur. ;)

Maður sér kannski 20-40 pósta í upphafi hvers tímabils frá nýliðum í skotveiði og stundum aftur og aftur en sárafáir fá nokkurtíman ábendingu né svar. :o Jú stundum kemur þessi hefðbundna rulla "bara hringja/heimsækja bændurnar" en er ekki óþarfi að hringja/heimsækja 120 bændur á ákveðnu svæði ef það er svo enginn fugl.

Vona að þið skiljið hvað ég er að fara með þetta. :|

Endilega deilið ykkar skoðunum á þessu máli :mrgreen: