Search found 1 match

af Stebbi Sniper
22 Ágú 2015 00:18
Spjallborð: Riffillgreinar
Umræða: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd
Svör: 8
Skoðanir: 1169

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Sæll Andreas

Ekki er allt sem sýnist... þessar kúlur sem þú vísar í geta alls ekki talist léttar og því síður mjög léttar. Í 6.5 mm eru algengustu kúlu þyngdir frá 95 grs upp í 142 grs. Svo 123 grs kúla flokkast sem milli þung kúla og 130 grs kúlan sem ég er að nota er farin að vera í þyngri kantinum.

Í .308 erum við að tala um svona 125 grs - 180 grs sem optimal kúlu þyngd... getur að sjálfsögðu farið í enn léttari að sama skapi eru líka til þyngri kúlur í 30 cal.

105 grs kúlan sem Hjölli var að skjóta er til dæmis orðin frekar þung 6 mm kúla þar sem ekki er um mikið þyngri 6mm kúlur að ræða... þær geta hins vegar farið alveg niður í 55 grs jafnvel neðar.

Þannig að ég myndi ekki segja að menn hafi verið að skjóta mjög léttum kúlum í þessu móti. 500 metrar eru líka ekkert rosalega obboslega langt, en eftir því sem færið lengist þá hafa þyngri Match/Target kúlur alltaf vinninginn gegn léttu kúlunum.