Þakka fyrir mótið!
Skemmtilegur dagur, þó maður hefði vissulega mátt hafa meiri tíma til þess að vera viðstaddur allt mótið!
Fyrir mót var markmiðið nokkuð ljóst hjá mér! Hitta öll kvikindin... það náðist ekki þar sem Hjalti og Jón Magnús sáu við mér og öðrum keppendum í mótinu með því að þyngja það aðeins! Sem var að sjálfsögðu frábær áskorun.
Ég frétti að Finnur Steingríms hefði gert gott mót og hitt einni fleiri en við bræður sem er náttúrulega frábært hjá honum og óska ég honum til hamingu með flottan árangur! Ég sá að vísu ekki skífurnar hjá Finni, en ég var sjálfur gátlega nærri því að hitta 9 af 10 í þessu móti... eða réttarasagt ég hitti 9 en tvær voru utan stigasvæðisins, svo ég fékk "aðeins" stig fyrir 7 af 10.
9undi refurinn var nokkuð erfiður og ég átta mig ekki alveg á því hvar sú kúla lenti hjá mér. Líklega samt undir eða vinstra meginn við framlappirnar og undir tríninu, ef miðað er við skotið á færi 8 sem var c.a. jafn langt!
Svæðið á Egilsstöðum er mjög tricky fyrir svona mót sem eru á mörgum mismunandi færum, en overall er ég nokkuð sáttur við niðurstöðuna hjá mér úr þessu móti. Annað sæti deilt með Jenna, þó sætið hafi reyndar ekki verið aðalatriði fyrir mig heldur framistaðan.
Takk fyrir skemmtilegt mót Austanskyttur!
p.s. Væri gaman fyrir svona sérviskupúka eins og mig sem ekki er á facebook að sjá úrslit úr mótinu...
Hér að neðan eru skífurnar mínar úr mótinu í röð...
