Ný hylki sem rekið hafa á fjörur mínar hafa ekki fengið neina sérstaka meðhöndlun aðra en að þrykkja hvellhettu í og púður á viðeigandi stað og kúlu í gatið. Eftir fyrstu umferð nota ég oftast háls-dæja og það hefur komið fyrir að ég hafi yddað og lagað til brúnir.
Til stendur að fjárfesta í rafknúnu apparati til þeirra verka og hef ég fréttir af því að von sé á slíku tæki til landsins.
En ég gæti vel að því að það sé smurt bæði að utanverðu og inn í háls þegar ég endurhleð. Það má reka margar raunir til þeirra mistaka að reka í skráfþurt. Hvort heldur um er að ræða dæja eða annað sem mönnum huggnast kann.
Sé smurt ríflega geta komið bollar á hylkinn og séu hylki viðkvæm hvað það varðar er oftar en ekki hæfilegt að smyrja annað eða þriðja hvert. Það er spindill inn í dæja sem gengur út og inn og geta menn reynt það við aðrar aðstæður og með öðrum græjum hvernig það er að fara í ósmurt gat.
Tumbler nota ég talsvert og hef þann hátt á að þegar búið er að þrengja háls fara hylkin í dallinn og malla þar. Með því móti hverfa öll smurefni sem hugsanlega geta orðið eftir inn á hálsi og því rennur púður greiðlega á sinn stað.
Vissulega hefur oftar en ekki verið ásettningur um vandaðri vinnubrögð þar sem nördaskapurinn fengi öllu ráðið. En tímaskortur og leti hafa verði mér afar liðleg fram til þessa og einhvern vegin sleppur þetta til.
En til að halda öllu til haga þá stendur það til þegar mér áskottnast sjö sunnudagar í viku hverri að gera þetta á metnaðarfyllri hátt.
Þá verða öll hylki viktuð og flokkuð Flái að innanverður tekinn og skafið af brún að utanverðu. Hylki sett í hljóðbað og tumbler til að fá rétta gljáan. Svo þarf að gæta að því að rugla ekki hylkjum saman og sérstaklega er varasamt og vera td. með hylki sem hefur verið skotið af tvisvar og blanda því saman við þrískotið hylki.
En þar til það kemur að því að ég eigi sjö sunnudaga í viku læt ég mér það duga að taka þau hylki frá sem eru farin að rifna á hálsi.
Og er ég meira segja svo djarfur að henda hinum ýmsu hylkjum í tumbler og þar sem mín gleraugu hafa dofnað þá er mér ömögulegt að lesa af botni hverra gerðar hvert hylki er.
En sem komið er hefur það ekki valdið mér vandræðum og þar sem ég verð seint keppnismaður kemur það ekki að sök. En að lokum er gott að huga að því að hylki lengjast við hverja notkun mismikið eftir gerð og hverrsu heit er hlaðið.
Sjö sunnudaga eiga þeir sem komnir eru af almennum vinnumarkaði og hafa fátt annað við um að vera en að búa til vandamál.
Search found 1 match
Til baka í “MEÐHÖNDLUN Á NÝJUM HYLKJUM ???”
- 19 May 2015 22:03
- Spjallborð: Endurhleðsla
- Umræða: MEÐHÖNDLUN Á NÝJUM HYLKJUM ???
- Svör: 5
- Skoðanir: 2284