Search found 1 match

af Sveinbjörn
27 Feb 2020 12:11
Spjallborð: Vargur
Umræða: fyrsta skipti á ref, hvernig ber ég mig að?
Svör: 2
Skoðanir: 863

Re: fyrsta skipti á ref, hvernig ber ég mig að?

Sæll Davíð.
Ég sé að það er fátt um svör. Í stuttu máli þá er ekki hlaupið að þvi fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að komast í refaveiði. Land er allt í eigu einkaaðila eða sveitarfélaga. Sértu í vinnu þá er ævinlega stormur um helgar og fullt tungl þegar þú kemst ekki frá.

En það er ekki þar með sagt að allt sé ómögulegt og komist þú í kynni við landeigenda sem vill lofa þér að spreyta þig við veiðar vænkast þinn hagur. Refurinn er nokkuð vanafastur hvað varðar gönguleiðir og tíma. Svo má nýta sér aðhald í landslagi td sjór og kletta sem leiða þá dýrin til þín. Hvað varðar að bera út æti þá þarf að gera það í sátt við landeigenda og hreinsa upp að vori. Húðir og bein kalla á óþarfa athygli og slæmt umtal.