Search found 3 matches

by kakkalakki
22 Aug 2015 12:15
Forum: Riffillgreinar
Topic: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd
Replies: 8
Views: 18060

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Hjörtur S wrote:Þetta var skemmtilegt mót og við þurfum allir að æfa okkur betur, já og bæta einhverju nýju í dótakassann :)
Sammála, æfingar eru þegar hafnar og ég á von á einhverju dóti að utan á næstu dögum og vikum. Bið spenntur eftir næsta móti þar sem ég get bara bætt mig.
by kakkalakki
22 Aug 2015 09:40
Forum: Riffillgreinar
Topic: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd
Replies: 8
Views: 18060

Re: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Takk fyrir þetta Stefán, skal hér með viðurkennast að ég horfði eingöngu á raunþyngd, ekki á þyngd miðað við kalíber.
Þótti 500 metrarnir reyndar ansi langir um daginn.

Hef verið að grúska aðeins á veraldarvefnum því þar eru spekingar á hverju strái, en einn spekingur sagðist sjaldan þrífa byssuna sína:

Shoot Dirty
“Snipers prefer to shoot dirty guns. In other words, we will not clean our rifles for 200 to 300 rounds. Leave that rifle dirty for the whole season!”

Ég hef nú alltaf haft það fyrir reglu að þrífa öll mín tól eftir notkun, hvaða skoðun hafa menn á þennan óþrifnað?
by kakkalakki
21 Aug 2015 20:21
Forum: Riffillgreinar
Topic: 500+ metra skotfimi - Kúluþyngd
Replies: 8
Views: 18060

500+ metra skotfimi - Kúluþyngd

Kúluþyngd.
Í 500 metra móti hjá Skotd. Kef. á dögunum voru það mjög léttar kúlur sem voru í 3 efstu sætunum (123 & 130 grs). Eru menn almennt að nota léttar kúlur þegar skotið er á löngum færum, eða voru það einfaldlega skytturnar sem voru betri?