Search found 33 matches

af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 21:23
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Í dag 3. sept. var það kýr á svæði 2.
Brunuðum upp fjallið á mót bænum upp á Háurðina, þaðan sáust dýrv ið Hölknána yst við Skálarflóann.
Þar felldi Karl Ingi Rósenkjær 38 kg. kú með 2 mm. bakfitu, hann notaði Sako Forrester veiðiriffil sinn cal. 243, hausskot af 84 metra færi.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 21:11
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

2. sept. var tarfur á svæði 1. Tarfarnir voru norrðan í Brunanum við Mel og runnu niður að Háreksstaðakvíslinni.
Þar felldi Gunnlaugur Konráðsson 80 kg. tarf með 52 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sauer 202 cal 6,5x68 og færið var 150 metrar.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 19:25
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

September rann upp með sól í heiði.
Eii tafur og ein kúu á svæði eitt undir, farið út í Vopnafjörð, inn allan Sunnnudal inn fyrir Víðár, þar mökkaði hreindýrunum fram af Víðárfjallsbrúninni.
Komu strax niður undir veg á móti okkur, þarr felldi, Hinn Mikli Hvíti Veiðimaður, Axel Kristjánsson á nítugasta og fyrsta aldursári 107 kg. tarf með 72 mm. bakfitu hann nootaaði veiðiriffil af gerðinni Mauserr M12 cal. 6.5x55 og færið var 200 metrar.
Eitthvað líkaði hjörðinni illa viðskiptin við þennan aldna veiðihöfðingja, setti upp snúð og fór hraðbyri í vesturátt og Daði Sigurðarsonn dóttursonur Axels arkaði á eftir henni léttstígur, ásamt Steinari veeiðimanni frá Ragga Arnars.
Þeim viðskiptum lauk við Fríðufellið og við Raggi áttum fuullt í fangi að fylgja þem eftir á sexhjólunum, þar voru felldar 2 kýr.
Daði felldi 41 kg. gelda kú með 14 mm. bakfitu, hann notaði Tékkann Brno Mauser veiðirriffil sinn cal.6,5x57 og færið var 300 metrar.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 18:13
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Síðasti dagur ágústmánaðar rann upp bjartur og fagur.
Allmikið hafði safnast upp hjá mér og sjö kýr á daginn, þrjár á svæði 1 og fjórar á svæði 2, þar af átti Manúalsgengið fimm af þeim.
Aðalsteinn frændi minn Hákonarson dró mig að landi og fylgdi þessum fjórum á svæði 2.
Þar veiddu Jóhann Már Þórisson og Ingólfur Jóhannesson úr Manúelsgenginu og Hjörleifur Steinarsson og Andri Halldórsson þessar fjórar kýr við Folavatn á Múla, hvar leikurinn barsst niður á Eyjabakka, þær vógu 36 kg. 35kg. 33 kg. og 31 kg. ekki hafði nein af þeeim mælanlega bakfitu, já kýrnar á svæði tvö ná fæstar 40 kg. þetta árið.
Á svæði 1 veiddu þeir Manúelsgengismenn þrjár kýr á Gnýsstaðabrrúnum við Innri Sauðá.
Jónas Bergsteinsson veiddi 58 kg. mylka kú með 42 mm. í bakfitu, hann notaði Sako 6,5x55. Hallur Þór Hallrímsson veiddi 48 kg. mylka kú með 19 mm. bakfitu, hann notaði Sauer 100 cal. 270 Win. og Jóhann Ág. Sigmundsson veiddi 41 kg. mylka kú með 10 mm. bakfitu, hann notaði Sauer 100 cal. 270 Win einnig.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 17:44
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Næstu tvo daga 29 og 30 ágúst vvar leitað aað dýrum var með 1 tarf og 2 kýr á svæði 1 dýrin fundust fyrri daginn en töpuðust í þokuna út yfir Skjöldólfsstaðahnjúk, við reyndum samt áfram og leituðum frá Sænautaseli og niður í dal
Seinni daginn var farið um alla Smjörvatnsheiði og ekkert fannnst, leituðum út fyrir Kvíindismúla og allar Kaldártungur.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 01:01
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þann 28. ágúst var farið eftir einum tarfi á svæði 1, víða var leitað, Þverdalur um Geitasand norður fyrir innan Þjóðfell og kringum það, austur í Áfanga, inn Kollseyrudal vestanverðan, áður en tekið var til við hjörð á Þrívörðuhálsi sem rann upp í Stóra-Svalbarð.
Þar felldi Ketill Guðfinnsson 94 kg. tarf með 55 mm bakfitu hann notað veiðiriffil sinn Sauer cal. 7x64 Brenneke og færið var 200 metrar.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 00:51
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þann 27. ágúst var aftur farið á svæði 1, leitað út austan Digraness út á Viðvíkurdal, Sauðafell og Viíkururðir hvar ekkert fannst.
Þá voru fundin dýr á Brunahvammshálsi sem runnu inn í Kinnarlandið.
Þar felldi tékkinn Miroslav Kaplan 118 kg. tarf með 75 mm. í bakfitu hann notaði Mauser 03 cal. 6,5x55 og færið var 150 metrar
Þorsteinn Birgisson felldi þar einnig 118 kg tarf með 95 mm. bakfitu hann notaði Mauser 03 cal. 6,,5x65 og færið var 43 metrar, nett hausskot.
Þessir tveir 118kg tarfar fara báðir á topp tíu hvað þunga varðar frá upphhafi minnar leiðsagnar, sjaldgæft að fá tvo svona bola sama daginn.
Árni Valdimaasson felldi síðan 102 kg tarf með 67 mm. bakfitu inni við Langadalsá hann notaði Blaser cal. 6,5x47.
Bærileg meðalvikt þennan daginn hjá mér !
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 00:36
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þann 26. águst var aftur farið á svæði 2 í tarfog kú
Karl Viðar Jónsson felldi 87 kg tarf við Þrímela hann notaði Mauser 03 veiðiriffil cal 6,5x65 og færið var 140 metrar.
Hávar Sigurjónsson felldi þar einnnig 45 kg gelda kú með 35 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Jalonen cal. 6,5-284 og færið var 200 metrar.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 00:25
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Næsta dag 25. ágúst var farið á svæði 1 í samfloti með Snæbirni á Hauksstöðum.
Hann fann tarfa innst í Kaldártungunum undir austanverðu Smjörfjallaskarði.
Gengið var við tarfana alla leið suður í Sandfell 24 km. léttur göngutúr.
Stefán Níels Stefansson felldi 80 kg. tarf innst á Hofteigsöldu, hann notaði veiðriffil sinn Sako 75 cal. 7 mm. Rem. Mag. og færið var 220 metrar.
Veiðimaður Snæbjörns veiddi 97 kg. tarf við Sandfellsrætur, hann notaði Ruger veiðiriffil sinn cal. 243 og færið var 150 metrar.
af Veiðimeistarinn
03 Sep 2019 00:07
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Nú liðu 2 dagar þar sem dýra var leitað í þoku og rigningu á svæði 1 en ekkert fannst.
Þann 24. var aftur farið til veiða á svvæði 2 í einn tarf. Hjólað var upp frá Glúmsstaðaseli í Fljótsdal og haldið út fyrir Fossárvötn þar sem dýrin fundust.
Þar felldi Reynir Jóhannessonn 90 kg. tarf með 54 mm. bakfitu hann notaði Remington 700 cal. og færrið vaar 150 metrar.
Undir kvöld veiddi Guðmundur Péturson 40 kg. kú á Tungunni við grenið, hann notaði veiðiriffil sinn Tikka cal. 6,5x55
af Veiðimeistarinn
02 Sep 2019 23:59
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þann 21. águst lá leiðin aftur á svæði 1 að veiða tarf og kú, dýrin fundust neðan í Ufsum norðan Selárdals og runnu niður með Hvammsá.
Þar felldi Hjörtur Sigurðsson veiddi 100 kg. tarf með 75 mm. bakfitu hann notaði veiðirriffil sinn Mauser 98 cal. 6,5x55 og færið var 160 metrar.
Kristján Hermann Þorkelssson sonur Þorkels í Fljótsdal fékk loks færi á að klára sína veiði.
Hann felldi 43 kg. gelda kú með 30 mm bakfitu og notaði veiðiriffil föður síns Howa 1500 og færið var 170 metrar.
af Veiðimeistarinn
02 Sep 2019 23:47
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þann 20 ágúst var ég með eina kú á svæði 2, ég fann dýr langt útii á Múla við Fossárvötn ofan við Glúmsstaði í Fljóotsdal.
Þar felldi Tryggvi Jónsson 37 kg. kú hann notaði Sako Forrester veiðiriffil sinn cal. 243 snyrtilegt hausskot og færið 120 metrar.
af Veiðimeistarinn
02 Sep 2019 23:42
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þann 19 águst var ég á svæði 2 með feðgana Friðþjóf Adolf Ólason og hans bur Óla Pétur, þeir felldu tvær kýr við Fífuleiruvatn á Vesturöræfum.
Óli Pétur felldi 38 kg. mylka kú hann notaðu Winchester 70 veiðirifffil cal. 243 og færið var 165 metrar
Friðþjófur felldi 37 kg kú hann notaði Mauser 98 cal. 6,5-284 og færið var 170 metrar.
af Veiðimeistarinn
02 Sep 2019 23:17
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Þá gef ég mér loksins tíma til að setja inn áframhaldandi veiðidagbók hérna á Spjallinu !
Eftir þokudag þann 17 ágúst kom smá gluggi, allavega nógu bjart eftir hádegi til að ég fann tarfa á Digranesinu rétt fyrir innan Steintún í Bakkafirði.
Þar voru felldir tveir tarfar.
Jónas Egilsson felldi 122 kg. tarf sem hafði 80 mm. bakfitu. Þetta mun vera þriðji stærrsti tarfur sem felldur er undir minni leiiðsögn, Jóonas notaði veiðiriffil sinn Rösler Titan cal. 3006 og færið rúmir 200 metrar.
Þorkell Danníel Eiríiksson felldi 80 kg tarf með 60 mm. bakfitu, hann notaði Howa 1500 veiðirifffil sinn cal. 270 Win og færið var 160 metrar.
af Veiðimeistarinn
30 Ágú 2019 20:41
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Gæi.
Mér líkaði þær ekki eins vel fyrst, en svo líkar mér ágætlega við þær, ég held að þær séu alveg á pari við A-Max kúlurnar.
af Veiðimeistarinn
16 Ágú 2019 19:10
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Í dag skrapp ég með Guðbjörgu Aðalsteinsdóttir frænku mína í tarf á svæði 2.
Dýrin 12 tarfar voru í bakgarðinum hérna yfir á Skálarflóanum.
Þar felldi Guðbjörg 80 kg. tarf með 50 mm bakfitu, hún notaði Mauser Dumolin veiðiriiffil cal. 6,5-284 hlaðinn 100 gr. Hornady eldmatc kúlu í hylki með 60 gr. af Norma MRP púðri og hraðinn er um 3400 fet per secunds. Færið var 117 metrar.
af Veiðimeistarinn
16 Ágú 2019 11:23
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Í gær var ég með 3 kýr á svæði 2.
Farið upp í Klausturselsheiði þar fannst hjörð ca. 200-250 dýr, blandað, mikið af törfum í henni, sú hjörð blandaðist annarri hjörð ca. 100-150 dýr, áður en síðasta dýrið var fellt svo þarna voru saman komin 300-400 dýr sem stefndu út á Fellaheiði.
Við náðum að fella þessar 3 kýr eftir 21 kílómetra labb.
Guðjón Hauksson felldi 44 kg. kú, hann notaði veiðiriffil sinn Ruger cal. 6,5x55 og færið var 210 metrar.
Hermann Guuðmundsson felldi sitt fyrsta dýr, kú er vóg 35 kg. hann notaði cal. 308 til veiðanna og færið var 140 metrar.
Vigfús Bjarni Albertsson felldi 36 kg. kú, hann notaði Sauer cal. 6,5x55 og færið var 160 metrar.
Mikið at var á mér að fylgja hjörðinni eftir svo það voru engar venjulegar trófimyndir teknar, Guðjón sem felldi fyrstu kúna týndi saman valinn á sexhjólinu, meðan verið var að ná síðasta dýrinu.
af Veiðimeistarinn
14 Ágú 2019 23:08
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Í dag var ég eð eina kú á svæði 2.
Veðrið var ekkert sérstakt í morgun svo við vorum frekar rólegir hérna heima og Aðalsteinn skrapp upp á Háurðina og sá dýr í Rana, alls voru þar um 150 tarfar og aðeins 4 kýr.
Þangað fórum við héðan upp frá Vaðbrekku, austur fyrir Hölkná.
Þar í Mógilshálsinum felldi Ingi Mar Jónsson 36 kg. kú, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 85 cal. 243 með 100 gr. kúlu og færið var 135 metrar.
af Veiðimeistarinn
14 Ágú 2019 22:55
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Daginn eftir 13. ág var ég enn á svæði 1 og enn farið upp úr Selárdal, nú upp með Almenningsá fremri, norður yfir Kistufell og sáust dýr í Miiðfjarðardrögum norðan Syðri Hágangs.
Þarr felldi Hilmar Jónsson væna gelda kú sem vóg 58 kg. með 40 mm. bakfitu, hann notað veiðiriffil sinn Sako 75 cal 6,5x55 og færið var 132 metrar.
af Veiðimeistarinn
14 Ágú 2019 22:44
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 36
Skoðanir: 3128

Re: Veiði dagsins 2019

Já áfram heldur það.
Þann 12. ág. var ég með tvær kýr á svæði 1
Farið upp úr Selárdalnum við Mælifell farið norður fyrir utan Mælifellið yfir Mælifellsdalinn, þar sem ég fann geni, einn kvolpur var heima, nær fullvaxin orðin.
Þaðan sem leið lá norður fyrir Kistufell þaðan sem ég sá dýr innst í Miðfjarðardrögunum 5 km. norðan há Kistufells.
Þar felldu Gunnar Viðar og Jón Benediktsson sína kúna hvor.
Kýr Gunnars var 42 kg. hann notaði veiðiriffil sinn Sako 85 cal. 6,5x55 með 120 gr. kúlu og færið var107 metrar.
Jón felldi 48 kg. kú og notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal. 6,5x55 með 120 gr. Ballistic tip kúlu og færið 108 metrar.