Search found 7 matches

by Veiðimeistarinn
24 Mar 2020 23:12
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Jói byssusmiður er búinn að framlengja Mauser vikuna til 31. mars !
by Veiðimeistarinn
19 Mar 2020 08:53
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Já, Mauser M12 er flottur, gæða vopn, ég þekki þá riffla vel og mæli með þeim.
Það er líka hægt að fá þá með þumalholuskefti með skammbyssugripi 👍
by Veiðimeistarinn
18 Mar 2020 10:19
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Já, sennilega er Mauser M03 besti riffill sem er fáanlegur á markaðnum í dag 💎
by Veiðimeistarinn
17 Mar 2020 23:20
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ég hélt að M12 væri með skrúfuðu hlaupi
by Veiðimeistarinn
17 Mar 2020 22:27
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Já, það er greinilegt að þú kemur ekki með Mauser M18 6,5 Credmore rimaðan út í 6,5-284 þegar þú kemur að veiða tarfinn þinn á svæði 2 í haust 🤣😂🤣😂
by Veiðimeistarinn
16 Mar 2020 07:55
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ég held það geti verið einhver vandamál að ríma Mauser M18 út í 6,5-284 vegna þess að hlaupið á er þrykkt í lásinn á honum, en ekki skrúfað.
Jói Vill segir að það sé lykillinn að því hvað M18 er nákvæmur, hann sé þrykktir saman í tölvustýrðum bekk sem gerir samsetninguna með 0 villu.
Rifflar sem hins vegar eru skrúfaðir saman hafa ætíð einhverja örlitla míkró millimetra skekkju í gengjusamsetningunni, sem kemur niður á nákvæmninni.
Mauser M12 og M03 eru hins vegar með skrúfuðu hlaupi í lásinn, sama fyrirkomulag og við þekkjum !
by Veiðimeistarinn
15 Mar 2020 08:56
Forum: Kostakjör
Topic: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars
Replies: 14
Views: 163168

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ég get í hreinskilni mælt með þessum Mauser M18 rifflum sem Jói hefur á boðstólum.
Þeir eru léttir einfaldir að gerð, sterkbyggðir og virka fullkomlega, engin vandamál komið upp varðandi þá !
Ég fullyrði að þessir rifflar eru þeir bestu fáanlegu hér á landi um þessar mundir miðað við verð og ég hef ekki heyrt um neina manudagsútgáfu af þeim enn sem komið er.
Ég hef kynnst þessum rifflum af eigin raun við hreindýraveiðar, þess vegna finnst mér vel til fundið hjá Jóa byssusmið að gefa þeim sem fá úthlutað hreindýra veiðileyfum og þeim sem ekki fá úthlutað hreindýra veiðileyfum, kost á að eignast þessa riffla, á tilboði.
Ég og Aðalsteinn ákváðum þess vegna á síðasta hausti að kaupa okkur svona riffil Mauser M18 til að eiga léttan auka vinnu riffil, við völdum hann í caliberinu 6,5 Credmore !
Ég mæli sérstaklega með þessu caliberi til hreindýraveiða og vegna fjölhæfni þess.
6,5 Credmore hefur verið að koma vel út á hreindýraveiðum hjá mér.
Einnig er þessi riffill okkar hugsaður til að láns fyrir þá sem að einhverjum ástæðum þurfa að fá léðan riffil til hreindýraveiðanna.
Ég hef til dæmis ákveðið að á næsta veiðitímabili mun ég ekki fara til veiða með mönnum nema þeir séu með hljóðdeyfi á veiði rifflum sínum.
Þess vegna er tilvalið fyrir þá sem ekki eru búnir að fá sér hljóðdeyfi nú þegar að fara til Jóa og versla sér einn slíkan.
Síðan ef menn eru að hugsa um að fjárfesta í dýrari rifflum mæli ég hiklaust með Mauser M12 og Mauser M03, það eru miklir gæða rifflar.