Search found 48 matches

af Veiðimeistarinn
06 Ágú 2019 16:56
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Þá var kominn 2. ágúst og betri tíð með blóm í haga og beljur á svæði 2.
Þar veiddu félagarnir Jón ágúst Sigurðsson og Hjálmar Georg Theodórsson sína kúna hvor við Grjótárstíflu á Múla.
Jón Águst veiddi 40 kg. gelda kú með 24 mm. bakfitu, hann notaði Sauer 202 veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 og færið var 170 metrar.
Hjálmar Georg veiddi 35 kg. gelda veturgamla kú með 2 mm. bakfitu, hann notaði Blaser cal. 6,5x55 og færið var 180 metrar hann var með 130 gr. kólu sem er óþarflega þung eða of hægt hlaðin, fyrir þetta caliber og kom þess vegna neðar í dýrið, vegna þess hvað hún féll.
af Veiðimeistarinn
06 Ágú 2019 16:46
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Síðan var ekkert að gerast til 1. ágúst eftir leit daginn áður í Þrætutungum í góðu veðri fundust engin dýr en áfram var haldið daginn eftir og fundnir 10 tarfar upp með Hvammsá utan við Miðvatn.
Þar felldi Aðalsteinn Sigurðarson 105 kg. tarf með 81 mm. bakfitu hann notaði Mauser cal. 6,5-284 að sálfsögðu og færið var 170 metrar.
af Veiðimeistarinn
06 Ágú 2019 16:37
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Loksins gef ég mér tíma til að setja hérna inn síðbúnar veiðifréttir. Þó lítið gangi í veiðunum er mikið amstur í gangi og oft verið að leita fram á kvöld.
Þann 28 dró loks til tíðinda, þá náðust þrír tarfar á Þrætutungusvæðinu, loksins.
Steinarr Magnússon veiddi 106 kílóa tarf við Sauðalón, kandidat í gullkrúnu, hann var með 65 mm. í bakfitu Steinarr notaði Remington 783 cal. 308 til veiðanna færið 208 metrar.
Samúel Gíslason veiddi 97 kg. tarf í Þrætutungum eftir að hafa dvalið hér á Vaðbrekku í viku ásamt sonum sínum Aron hluta tímans og Gabríel.
Tarfurinn var með með 75 mm. í bakfitu, Samuel notaði Tikka T3 cal. 6,5x55 til veiðanna og færið var 140 metrar.
Haraldur Jóhannsson veiddi 90 kg. tarf við Sauðalón hann var með 54 mm. bakfitu Haraldur notaði Mauser cal. 6,5-284 og færið var 160 metrar.
af Veiðimeistarinn
30 Jul 2019 13:12
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Nei það hefur akkúrat ekki viðrað til hreindýraveiða af neinu viti nema í fyrradag, þá veiddi ég loksins 3 tarfa á svæði 1.
Ég set inn frásögn og myndir í dag !
af Veiðimeistarinn
24 Jul 2019 09:34
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Jæja, það er komið að því að gefa smá stöðu færslu á þetta.
Skemmst er frá að segja að ekki hefur gefið til hreindýraveiða svo heitið geti, frá 17. júlí þar til í gær þann 23.
Ég er búinn að fá fimm veiðimenn með tarf á svæði 1 og aðeins einn hefur fellt.
Ég hef einu sinni farið rúnt út á Vopnafjörð þann 20. júlí til að líta á aðstæður en þar var ekkert að sjá nema Hofsardalinn upp í miðjar hlíðar.
Reynt var að veiða á Digranesinu austan Bakkafjarðar 19. og 20. júlí en þokunni og rigningunni létti aldrei þá daga sem aðra.
22. veiddist þó einn tarfur á Digranesinu sem þar fannst stakur þegar þokunni létti um stund.
Ég fór svo í gær norður með 2 veiðimenn, þá sáust dýr í Þrætutungunni og náðust 2 tarfar, síðan hurfu þeir upp í þokuna og ég náði engu !
af Veiðimeistarinn
18 Jul 2019 13:24
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Miðvikudagurinn 17. júlí rann upp fagur en ekki bjartur.
Ég fór af stað uppúr hádeginu saamt að horfa eftir tarfinum sem á vantaði í gær.
Haldið á sömu slóðir, upp frá Hvanná og norður á Smjörsu.
Þokkalega bjart upp frá Hvanná, þoka í Hofteigsöldu en bjart við Kofa, leituðum kring um Smjörvörn, Sauðalón og út í Þrætutungur vel bjart á því svæði en dýrin voru þaðan farin.
Hafa sennilega mjakað sér niður fyrir Svartfell en þoka lá upp úr vopnafirði og huldi Svartfellið og allt þar fyrir neðan.
Stoppað við Kofa í Símahúsinu og þaðan haldið niður í Fossvelli, þoka á allri þeirri leið niður á Laxárdal, heim með öngulinn í rassinum.
af Veiðimeistarinn
17 Jul 2019 10:33
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Re: Veiði dagsins 2019

Ævintýralegum fyrsta veiðidegi lokið, meiningin að veiða tvo tarfa.
Lagt af stað í þoku og rigningu upp frá Hvanná, á Smjörvatnsheiði, sem hélst yfir að Kofa þar sem við hittum þúskan hjólreiðamann sem var á sportrúnti á reiðhjóli yfir Smjörsu.
Sáum samt mögótta rollu sem Aggi á Hvanná á, með eitt lamb og vel stálpaðan hreindýrskálf, koma labbandi utan úr þokunni eins og ekkert væri, merkilegt combó, ætli hann sé kominn á spena ?
Síðan sáum við spor eftir stóra tarfa í Áföngunum.
Þokunni létti Vopnafjarðarmegin og fundum tarfa í Þrætutungum, 30 stykki cirka, eftir labb og viðvörunarskot og meira labb, náðum við öðrum tarfinum inni við Smjörvötn.
Þar felldi Stefán Gunnlaugsson 96 kg. tarfi með 55 mm. bakfitu, hann notaðu Sauer veiðiriffil cal, 6,5x68 með 120 gr. kúlu.
Haldið heim á leið eftir 25 km. labb þegar allir höfðu loksins skilað sér í bílinn !
af Veiðimeistarinn
14 Jul 2019 23:46
Spjallborð: Hreindýr
Umræða: Veiði dagsins 2019
Svör: 52
Skoðanir: 9445

Veiði dagsins 2019

Sælir, sælir !
Hæ hó jibbí jei og jibbííí jí ei, það er kominn 15. júlí !!
Þá er þetta að byrja, það er að koma júlí númer 15, núna á miðnætti !
Einhverjir eru farnir til veiða, búnir að finna tarfana og bíða með fingurinn á gikknum eftir að klukkan slái í 24:00
Ég er rólegur byrja ekki fyrr en júlí númer 16 snemmendes !
Fannst samt rétt að setja inn þennan þráð til að spjallverjar geti sett sig í stellingar fyrir framan tölvuna !!