Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Jan 2014 01:29

Sælir er aðeins að flækja mig hérna en svo ég komi mér að efninu.
Hvað er fire forming ? Vitna í auglýsingu ,
Riffilinn er skotin undir 200 skotum, annað hlaup var notað í fire formingu.

Þarf að baka hylki eftir að maður notar Sonic-Cleaner apparatið er búin að horfa á þetta apparat út í skúr og er að mana mig í að nota það. Ég er voðalega ekki tækni sinnaður þó mig langi að vera það.

En svona dæmi um hvað viðmót getur gert !!!!!!
Ég er búin að vera heitur fyrir mjög góðum sjónauka sem hentar mér og sent viðkomandi stundum sms með áhugan en fyrstu 2 sms var ekki svarað en svo þegar ég var að fiska hvort hann vildi geyma gripinn ef ég legði inn á hann staðfestingu eða slíkt eða ef honum vantaði pening strax væri ég 10,000 frá að redda því. Kom bara kalt svar um upphæð punktur basta ekkert meir og ég er eins og ég er þá fyrtist ég við og fór á alnetið :-)
Og ég fann þetta áhugaverða apparat sem ég ætla að prufa og láta hitt lönd og leið.
Ég veit vel að þetta kostar lítið og maður á ekki að gera kröfur :? Óskastaðan væri sightron 8-32x56 en ég er bara ekki múraður núna og samt gaman að gera tilraunir :P en þetta er það sem ég vil prófa á 204 ruger fyrir ref (ætið í 90 metra fjarlægð) og lengri færi :twisted:
http://www.ebay.com/itm/Yukon-10-40x56- ... 3f2c2d4854
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af maggragg » 11 Jan 2014 11:31

Fireforming er aðferð sem notuð er til að fullsiza hylki fyrir lásinn. Þetta er algengt að menn þurfi að gera með AI eða öðrum villiköttum þar sem t.d. 223AI er með önnur mál á hálsi heldur en 223 orginal. Þá er 223 orginal hylkið sett í með annaðhvort litlu af hraðbrennandi púðri og pappír troðið í eða bara hlaðið nokkuð milt með ódýrum kúlum og þessu skotið til að þenja hylkið út í stærð lássins. Semsagt það er verjið að þenja hylki upp í nýja stærð. Einnig er þetta notað hjá þeim allra hörðustu á standard kaliber fyrir ný hylki. Telja þau þá ekki nógu nákvæm fyrir keppni fyrr en búið er að skjóta úr þeim einusinn í lásnum svo þau séu formuð fyrir þann lás.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jan 2014 11:47

Gisminn það er alltaf gaman að prufa svona græjur, ég held að ég mundi nú slá til fyrir þetta verð fyrir þessa stækkunarmöguleika, svo er bara spurning hvernig þetta endist.
Ég er til dæmis búinn að vera með Tascoinn minn 6-24x42 á minum rifflum upp undir 30 ár og hann hefur emnn ekki klikkað og reynst mér frábærlega.
Nú er ég hinsvegar búinn að ákveða að fá mér Zeiss Conquest silver 6,4-20x50 með hunting turret turni og Mildot krossi.
Er svona að líta í kringum mig hef rekist á þá notaða hérna uppi á klakanum en ekki gengið saman.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Jan 2014 12:42

Takk fyrir svörin og Siggi en þú getur fengið Burrisinn minn hann er nánast í sama klassa ;) en ef þatta apparat heldur fókus og núlli og stækkunin sé meira en 20x miðað við Burrisinn eða sightronin þá er ég sáttur.
Eigandi gripsins sem ég er búinn að vera heitur fyrir sá þráðinn og hafði samband og virðist þetta aðeins byggt á misskilningi hann hélt að ég væri að reyna að prútta verðið niður og var þess vegna svona stuttorður enda skil ég það vel þá á ekki að reyna að prútta verð sem er 50% af nývirði finnst mér.
Allavega vildi ég koma þessu á framfæri og það er búið að greiða úr miskilninginum :D
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Jan 2014 15:46

Hvað með þvottin er ekki einhvar að nota svona ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af Bc3 » 11 Jan 2014 17:12

Baka eftir sonic clean? Nei það er bara til þess að þurka þau , getur þessvegna sett þau a stofu ofnin heima hja þér..

Og ef þú ert að spá i svona drasl kíkir með mikilli stækkun þa a eg einn 10-40x60 ef þú vilt a 15 þús
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vantar skilgreinigar og hjálp :-)

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Jan 2014 17:51

Takk Alfreð en mig langar að prófa og 56 framlinsa er algert hámark
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara