Tveir rifflar í allt?

Allt sem viðkemur byssum
Freysgodi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson
Tveir rifflar í allt?

Post af Freysgodi » 17 Jan 2014 20:47

Sælir meistarar,

Nú langar mig að fá álit ykkar á eftirfarandi vandamáli:

Ég er riffillaus eftir að hafa að hafa selt 6.5x55 Sauer í svartsýniskasti í fyrra. Nú er ég allur að ókyrrast enda tófustofninn í sögulegu hámarki og ég fer að detta inn á 5 ára reglunni í hreindýrið.

Núverandi plan er að kaupa einfaldan léttan veiðiriffil í einhverju heppilegu hreindýracaliberi. Nota úr honum lásinn ofan í stillanlegt skefti (mér finnst óeðlilegt að skjóta úr nokkuri byssu - rifli eða haglabyssu - nema með kinnina almennilega á skeftinu) og kaupa á hann þungt rústfrítt hlaup í nákvæmu og hröðu varmint caliberi.

Þetta þunga hlaup myndi vera á rifflinum alla tíð - nema rétt á 5 ára fresti að ég fengi úthlutað hreindýri eða færi erlendis á einhverjar veiðar sem krefjast kraftmiklar kúlu - að ég myndi setja létta orginal hlaupið á hann.

Nú langar mig gjarnan að heyra frá ykkur hvaða tvö caliber kæmu helst til greina. En hér eru mínar núverandi pælingar í þá veru:

Létt veiðihlaup:

270
6.5x55,
6.5x57
308
eða bara hvað sem er 6.5 og yfir.

Ég geri frekar litlar nákvæmnis kröfur á létta hlaupið en það þarf f.o.f. að vera praktískt m.t.t. lítil falls, vindstöðuleika, kúlu-úrvals og úrvali á tilbúnum skotum.

Þungt varmint hlaup:
243
2506
22-250
+fleiri

Hér er nákvæmni og lítið fall og vindrek ( í þessari röð?) mikilvægustu eiginleikarnir - vil geta sett krossið í mitt dýrið og hleypt af - ekkert yfirhald eða slíkt, ef hjá því verður komist. Væri tilbúin að hlaða eða láta hlaða í þetta. Væri hugsað f.o.f. í ref en myndi vilja geta skotið gæs (í heilu lagi). Myndi e.t.v. detta svolítið inn í pappaskotfimi i - f.o.f. til að sannfæra mig að græjan væri eins góð og hún getur orðið.

Augljóslega þyrftu þessi tvö caliber að eiga samleið í sama lásnum og því e.t.v. einhver takmörk sett. Svo er ekki bannað að stinga upp á því að halda sig bara við eitt caliber - en ég veit að ég verð aldrei sáttur ef ég tel að ég hefði getað valið eitthvað "betra".


með veiðikveðju,

J ó n V a l g i e r s

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Spíri » 17 Jan 2014 21:07

Ég er buinn að eiga nokkra riffla í gegnum tíðina og búinn að leyta mikið af hinu eina rétta cal,eftir miklar pælingar og prófanir er ég kominn með CALIBERIÐ en það er 6mm284 gríðarlega hratt og mjög nákvæmt allavega að mínu mati. Miðað við þær forsendur sem þú gefur myndi ég fá mér Tikka t3 lite ryðfrían í cal .243 láta rýma orginal hlaupið í 6mm284 og fá mér þungt aukahlaup í 308win fyrir pappann og svo setja þetta í GRS hunter skefti. En þetta er pakki uppá marga peninga og hreinlega spurning að fá sér Blaser og geta skift um hlaup auðveldar en nærbuxur :lol:
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af maggragg » 17 Jan 2014 21:32

Rössler Titan 6 býður uppá skiptihlaupsmöguleika.

Þetta eru þau hylki sem eru í boði hjá þeim:

TITAN 6®: .243Win. | 6,5x55Se | 6,5x57 | 6,5x65RWS | 7mm-08Rem. | 7x57 | .308Win. | .358Win. | 8x57IS | 25-06Rem. | .270Win. | 7x64 | .30-06Spring. | 6,5x47Lapua | 6,5-284Norma | 9,3x62 | 8,5x63Reb | 8x68S | 6,5x68 | 7mmRem.Mag. | .300Win.Mag. | .375Ruger | .270WSM | .300WSM; | .338Win.Mag.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Jenni Jóns » 17 Jan 2014 21:46

Miða við þessar forsendur þá held ég að þú ættir að fá þér 6,5x284 fyrir bæði hlaupin og skjóta svo mis þungum kúlum eftir því hvað þú vilt gera á hreindýr getur notað Nosler 129 gr ABLR og pappan getur gatað með þyngstu scenar kúlunum svo kemur 100 BT sterk inn á Varmit og svo er yfirleitt hægt að fara út í búð og kaupa tilbúin skot ef þig vantar.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af sindrisig » 17 Jan 2014 21:58

Einn möguleikinn er að fara í 7mm rem mag og nota hann í allt. Hvaða pæling er þetta með að skipta um hlaup? Bara vesen að mínum dómi. Sammála Jenna, 6,5x284 dugar í allt, líkt og 7'an.

Ég fór nú að spá í þennan 6,5 Nosler, kannski ættir þú að hinkra aðeins og taka hann til kostanna. 370 metrar á dauðahringnum er nú helvíti gott.
Sindri Karl Sigurðsson

Freysgodi
Póstar í umræðu: 5
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Freysgodi » 17 Jan 2014 22:08

Takk fyrir skemmtilegar undirtektir. Veit svosem ekki alveg með hlaupaskiptin en eins manns vesen er annars manns skemmtun.

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Pálmi » 17 Jan 2014 22:58

Sammála 7mm mag, nota 120 gr kúlu í tófu og gæs á 3500 fps , og 150-170 gr á+ 2900fps á Heindýr.
Málið er að eiga nýtt hlaup á lager í skápnum, því" krafur kostar peninga" og þannig þá ertu klár þegar hlaupið er búið. Hlaup eru eins og dekk á bílun, þetta slittnar. Í sambandi við markskotfimi er 7mm rm ekki praktíst ,nema ef menn hugsa um að kæla á milli skota.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Stebbi Sniper » 18 Jan 2014 00:10

6,5 x 284... :shock: :o :? hummm, nú er ég hissa! Miðað við þá flóru sem er til af caliberum þá finnst mér óþarfi að hafa tvo riffla, eða öllu heldur 2 caliber á meðan eitt dugar alveg... 8-)

Ég er kannski með eitt áhugavert í skápnum, sem myndi klára þetta allt sómasamlega... .284 WIN með heavy palma krieger 1/9" twist... fínt fyrir t.d. 180 grs Berger Hunting... mun örugglega líka senda 140 grs kúlur á ágætum hraða.. :twisted:

Þessi er reemaður með .313 reemer svo það væri kannski ágætt að skafa aðeins utan af hylkjunum (mælast .311 hlaðin)... Hann er hæfilega latur, svo hlaupending verður ekki mikið vandamál...

Það gæti vel verið að hann væri til sölu fyrir rétt verð... fyrst eigandinn er byrjaður að láta sig dreyma um önnur cal áður en hann hefur skotið úr honum! :lol: :lol: :lol: :lol: 8-)
284WIN.jpg
.284 WIN
Ef einhver er áhugasamur þá er um að gera að hafa samband sem fyrst...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Jenni Jóns » 18 Jan 2014 00:18

:roll: Það þarf nú kannski ekki að selja hann alveg strax :roll: :roll:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af 257wby » 18 Jan 2014 00:31

Góðan lás,GRS skepti og gott hlaup rímað í 260 rem, óþarfi að gera þetta eitthvað flókið :D

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Stebbi Sniper » 18 Jan 2014 00:38

Jenni Jóns skrifaði::roll: Það þarf nú kannski ekki að selja hann alveg strax :roll: :roll:
Ferð þú ekkert að detta úr sambandi... :lol: :D

En á svona meira á alvörugefnu nótunum... þá er þetta borðleggjandi hjá þér á miðað við þær forsendur sem þú gefur og þau kaliber sem þú telur upp... .308 og .243 Sama hylkið...

Ég er samt ekki viss um að ég myndi nenna að setja .308 hlaupið á fyrir eitt hreindýr á 5 ára fresti! myndi einfaldlega skjóta það með .243 ef það væri hlaupið sem væri alltaf á...

Tæki þó eins og áður sagði frekar eitt 7 mm hylki og myndi nota það í þetta allt. Eða 6,5-284...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Veiðimeistarinn » 18 Jan 2014 00:49

Sæll Freysgoði :)
Það er gaman að geta ávarpað þig sem Freysgoða :D
Ég er fæddur, uppalinn og hef alltaf átt heimili mitt á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, næsta bæ við Aðalból þar sem hrafnkell Freysgoði bjó og þaðan stjórnaði hann goðorði sínu :x
Nóg um það, honum tókst nú ekki alltaf jafn vel upp með það ráðslag, en það er nú önnur saga :oops:
Þegar stórt er spurt verður oft smátt og snubbótt um svör 8-)
Af áralangri reynslu minni af veiðum, hreindýra aðallega og gæsa ráðlegg ég þér sem svar við beinni spurningu þinni og uppgefnum möguleikum ;)
Létt veiðihlaup: 270 eða bara gamla góða 3006 Springfield.
Þungt varmint hlaup: 2506 EKKI SPURNING.
Síðan ef ég vil víkja mér undan að svara spurningu þinni beint eins og flestir hafa kosið hér að ofan, meistarar flækjunnar, það er merkilegt hvað sumum tekst að flækaj svör við einföldustu spurningum.
Ég á 6,5-284 og hann dugir mér í allt sem ég þarf að nota riffil í, en ég er ekki að skjóta mikið á pappa að vísu, tek samt þátt í einni og einni skotkeppni hjá SKAUST með misgóðum árangri en ásættanlegum fyrir mig (nema þegar ég tapaði fyrir konunni) :twisted:
Til að auka flækjustigið enn ferkar, bendi ég þér á að 284 ,,caliberið" er til rimmað í þrmeur kúlusverleikum 6 mm. 6,5 mm. og 7 mm. sem er alveg raunhæfur möguleiki fyrir tveggja hlaupa kerfið sem þú setur upp :roll:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 9
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af gylfisig » 18 Jan 2014 00:52

Búinn að eiga og nota flest þessi kaliber. Ef valið stendur um tvö hlaup fyrir sama lásinn, þá er valið einfalt hjá mér. 6,5x47 og 308 win.
Af hverju hverju ekki 6,5x284 eins og ýmsir nefna... og af hverju ekki td 270 win?
6,5x284 brennir ca 12-15 grs meira púðri en 6,5x47 sem þýðir mun meira slit á hlaupi (ég tala af reynslu, buinn að eiga bæði kaliberin)
Bakslag mun minna, en hraði mjög svo keimlíkur á þessum tveimur hylkjum með 120-125 grs kúlum.
Ég tel 47 hylkið nákvæmara, og það hentar til allra veiða á Íslandi. Hefur dugað vel í pappgötun líka.
6,5X55 er prýðis hylki í alla staði, en það hefur víðari botn en flest þau hylki sem við erum að tala um, og passar illa eigi að nota tvö hlaup við sama bolta, (Boltface) .
Það er ekkert mál að skiðta um hlaup. Tekur um 5 mínutur
Eigi að fara í villisvín eða elg, þá notaði ég bara hið súpernákvæma og alhliða kal. 308 Win.
Ekkert vesen, ekkert mál..
CASE CLOSED !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Stebbi Sniper » 18 Jan 2014 07:39

Sæll Gylfi

Ágætis val hjá þér... en ef 6,5 x 47 á að vera flata varmint caliberið væri þá ekki bara skynsamlegra að sleppa því að vera með tvö cal og nota .308 í allt?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Jenni Jóns » 18 Jan 2014 08:16

Stebbi Sniper skrifaði:Sæll Gylfi

Ágætis val hjá þér... en ef 6,5 x 47 á að vera flata varmint caliberið væri þá ekki bara skynsamlegra að sleppa því að vera með tvö cal og nota .308 í allt?
Jú frábær hugmynd hjá þér Stebbi eða nota 6,5x47 í þetta allt þá færðu aðeins minna vindrek
:lol: :lol: :lol:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Veiðimeistarinn » 18 Jan 2014 11:44

Ég held að þetta sé að verða komið hálfa leið út á tún 8-)
Það er undalegt hvað allir lenda út í stubbakaliberin, þegar einhver leitar ráða um veiðkaliber :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 10
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Jenni Jóns » 18 Jan 2014 12:22

Veiðimeistarinn skrifaði:Það er undalegt hvað allir lenda út í stubbakaliberin, þegar einhver leitar ráða um veiðkaliber :twisted:
já þeir eru duglegir stubbarnir :D :D
Annars hélt ég að ég væri alveg með þokkalega ráðleggingu í 6,5x284 átti ekki von á að sjá nýja riffilinn minn auglýstan til sölu fyrir vikið :cry:

Ef menn vilja endilega vera skipta um hlaup þá held ég að létt 284 short action og þungt hlaup gæti verið 243 eða 6 mm BR fyrir Varmint.
http://www.6mmbr.com/varmint.html
Síðast breytt af Jenni Jóns þann 18 Jan 2014 14:28, breytt í 1 skipti samtals.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af Veiðimeistarinn » 18 Jan 2014 13:47

Stubbarnir báðir Stebbi og Gylfi,
standa þar beinir, ósmeikir.
Fjögursjö og átta best skarplega skylfi,
skeleggir álykta keikir.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 9
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af gylfisig » 18 Jan 2014 14:31

Jæja.. það er bara búið að hnoða saman vísu.. Ýmislegt er nú Sigga til lista lagt :D :D :D

Varðandi að umræðan sé úti á túni, þá vil ég nu ekki samþykkja það.
Menn skyldu alls ekki vanmeta 6,5x47 og titla það sem eitthvað stubbakaliber. Hreint út sagt ótrúlega duglegt hylki sem er að senda 120 grs kúlu á 3000 ft. Það er einfaldlega á pari við 6,5x284 með þessari kúluþyngd. 284 hylkið er duglegra þegar komið er í þyngri kúlur eins og 130-140 grs.
en 120 grs kúla á 3000 ft er bú bara aldeilis ágætt, og dugar vel á hreindýr. Ég segi og skrifa að þetta hylki er afar heppilegt til veiða á ´öllu því sem hægt er að veiða á Íslandi.
Um 308 þarf ekkert að segja. það er ekki flatt varmint caliber með hefðbundinni veiðikúlu, en það myndi henta vel, eigi að skjóta , til dæmis elg eða villisvín í öðrum löndum. Auðvitað er fullt af öðrum caliberum sem eru öflugri, flatari, og þar fram eftir götunum, sem væru heppileg til veiða á stærri dýrum utan Íslands. Það var verið að spyrja um tvö hlaup fyrir sama lásinn, og það þrengir hringinn talsvert. 6,5x47 sem varmint/veiðikaliber hér heima, og 308 til útlanda. Einnig kæmi 7-08 vel til greina ásamt 7x57 Mauser sem er rómað veiðihylki. Við þessi kaliber er hægt að nota sama lásinn.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 9
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Tveir rifflar í allt?

Post af gylfisig » 18 Jan 2014 14:42

Á þessari mynd eru fjögur hlaup. Þrjú Krieger hv og einn Hart Lv. Þrjú af þessum hlaupum eru á sama riffilinn/lásinn. Þau eru i kal, 6 BR Norma, 6,5x47 Lapua og svo auðvitað eitt í 308 win... bara svona rétt fyri hann Sigga, ef ég skyldi einhvern tíma þurfa að skjóta hreindýr fyrir hann á 500 plús :D :D :D
Síðan er ég með tvö önnur hlaup; i 6 PPc og 30 BR. sem eru á Artic Eagle bench rest riffil.
Ég er ca 5 mínutur að skipta um hlaup.

MYND...næsta síða
Síðast breytt af gylfisig þann 18 Jan 2014 14:48, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara