Nýr riffill í sigtinu...

Allt sem viðkemur byssum
Björninn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason
Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Björninn » 24 Oct 2012 21:22

Sælir meistarar, veiði, og aðrir.

Vil byrja á að taka fram að ég er óttalegur amatör, þannig að ég frábið mér yfirskitur af öllum toga.

Þannig er mál með vexti að riffillinn minn, tæplega ársgamall, var úrskurðaður látinn af byssusmið núna í dag. Þannig að ég þarf að velja mér nýtt kvikindi fyrir þann gamla. Hann þarf að vera til í Sportbúðinni, og ekki kosta mikið meira en 100 þúsund krónur.

Hef augastað á þessum:
http://veidimadurinn.is/Default.aspx?mf ... 42&vID=318

Hvort kaliberið ætti ég að taka, 243 eða 6,5x55?

Eða er eitthvað annað þarna sem ég ætti frekar að skoða:
http://veidimadurinn.is/Default.aspx?mo ... 45&tflId=4
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Oct 2012 21:44

Sæll hér eru engar spurningar vitlausar bara vitlaust að spyrja ekki !
En ég myndi velja 6,5x55 mjög gott alhliða kaliber. 243 er í sjálfu sér nóg en að mínu mati takmarkaðari hvað varðar veiðar á stærri dýrum vegna þess hve þungu kúlurnar standa í þeim.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Björninn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Björninn » 24 Oct 2012 21:50

Takk fyrir það Þorsteinn.

Veistu hvernig Howa rifflarnir hafa annars verið að reynast? Þar sem ég er bundinn við að taka gripinn frá Sportbúðinni er ég líklega bundinn við Howa eða Savage. Af því sem ég hef lesið af umsögnum á netinu, eru menn almennt hrifnari af Howa, er það rétt mat hjá mér?
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af baikal » 24 Oct 2012 22:57

Sælir.

Howa eru góð kaup, og fá góða dóma, kaliberin sem nefnd voru eru góð hvort á sinn máta, með réttu kúlunni og þá er þyngd á kúlu :oops: látin liggja milli hluta, skaut öll mín Hreindýr með 243, og varð ekki var við að þau stæðu upp aftur, :D enda heimahlaðin skot,og #&$$$$ gr kúla.
En það er sá sem liggur eða stendur og heldur á riffilinum sem skiptir mestu máli. :roll:

Góðar stundir
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Oct 2012 23:08

Sæll Björn.
Hér á Skyttuspjallinu getur þú spurt að vild án þess að eiga á hættu að fá ,,yfirskitur".
Hvað varð tæplega ársgömlum rifflinum að aldurtila og hverrar gerðar og kaliber var hann?
Af þeim möguleikum sem þú tiltekur þarna mundi ég hiklaust velja Howa Sporter Ambi riffilinn í kaliber 6,5x55 ef 135 kallinn er ekki yfir sársaukamörkum, þú nefndir ekki mikið yfir 100 kall.
Það er ekki um auðugan garð að grisja í Veiðimanninum með riffla á lágu verði en þeir sem eru ódýrari og á sambærilegu verði eru allir með plastskefti, þar tel ég límtrésskeftið hafa kosti sem eru vel þess virði að kaupa Amber riffilinn svo er hann líka með þumalholuskepti sem einnig er kostur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Hjölli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:27
Skráður:02 Jun 2012 21:55
Staðsetning:Kopavogur Iceland

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Hjölli » 24 Oct 2012 23:21

Eg er sammála Sigurði að taka 6,5-55 riffilinn betri hlaupending og skemtilegra caliber
ef ég væri að versla fyrir sjálfanmig tæki ég euro varminter í cal 308 með þungu hlaupi ;)
Hjörleifur Hilmarsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 Oct 2012 23:30

Sæll Björn
Ég er sammála þeim Hjölla og Sigurði. Howa Sporter Ambi í 6.5x55 er það sem ég hefði keypt mér ef ég hefði ekki fengið Tikkuna á góðu verði. Virtist vera hinn eigulegasti gripur fyrir peninginn þegar ég skoðaði hann fyrir sirka hálfu ári síðan. Eina sem ég hefði viljað á hann er aðeins þyngra hlaup en maður fær víst ekki allt það sem maður vill þegar maður er með takmarkað fjármagn.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Björninn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Björninn » 25 Oct 2012 07:23

Takk fyrir svörin drengir.

Þetta var kínverskur girðingarstaur af hinni alræmdu Norinco gerð, í cal 223. Get sjálfum mér um kennt að hafa tekið sénsinn... :oops:

Þó 223 sé skemmtilegt langar mig að stækka við mig svo ég hafi möguleika á hreindýrinu líka.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Oct 2012 10:54

Þú spurðir mig hvernig Howan hefur reynst og ég get allavega sagt að félagi minn á 1 Talon Thumbhole sérpantaðan í 270 og það er virkilega þægilegt að handleika hann og skjóta.
það er enn verið að fínisera hleðslur fyrir hann en hann lofar mjög góðu.
Ég sjálfur er með Sako 85 Hunter í 6,5x55 með góðum sjónauka á sér og það er atriði sem ég hef séð skipta mestu þegar á reynir en ekki riffillinn.
Góður riffill getur ekki sýnt nákvæmni ef kíkirinn er vondur eða illa settur á.Og svo er skyttan líka mjög mikill þáttur en það er þáttur sem kemur bara með tíma og æfingum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af skepnan » 25 Oct 2012 11:16

Sæll Björn, eins og fram hefur komið hér erum við allir góðmenni mikil og hér er "rifist" undir fullum nöfnum :lol: enda bara gaman ;)
En snúum okkur að Howa. Rifflar frá þeim fá hvað eftir annað titilinn "Best out of the box" hjá hinum ýmsu tímaritum og vefsíðum sem að fjalla um skotvopn. Hér heima hafa menn verið að vinna mót með svona rifflum eða lenda ofarlega. Þegar Howa komu fyrst á markaðinn hér heima, drulluðu menn, (á annari spjallsíðu), yfir gripina alveg um leið vegna þess að þeir eru framleiddir í Japan. Ég benti mönnum þá á það að Japanar hafa smíðað hágæðavopn úr járni frá því að við Evrópubúar vorum í hellum og sögðum "ÚGG" :lol: En það eimir enn af þessari fyrirlitningu gagnvart Howa hjá einstaka mönnum og mest af "drullinu" kemur frá mönnum sem aldrei hafa handleikið Howa.
Sem dæmi má nefna það að þegar þeir fóru að framleiða 6,5x55 þá tók það tvö eða þrjú ár þar til þeir voru nógu ánægðir með nákvæmnina til þess að fjöldaframleiða hlaupin.
Svo að ef þú tekur 6,5x55 þá ert þú í góðum málum. Ég mæli frekar með 6,5 heldur en 243, enda er 6,5 kúlan með mjög góða flughæfni.
Ég á sjálfur Weatherby í 223 sem að er framleiddur með Howa hlaupi og bolta og svo á ég Howa talon í 270 með flútuðu léttu hlaupi. Báðir rifflarnir eru hin bestu grei og ég er mjög sáttur við þá, reyndar á ég líka Norinco í 22 og hann er alveg ótrúlega nákvæmur miðað við hversu ódýr hann var, hrár og einfaldur en virkar, enginn girðingarstaur þar á ferð :twisted:
En síðan er það að fá sér góðan sjónauka, góður riffill skýtur eins og versta rusl ef sjónaukinn er lélegur. Á meðan þú ert að fylla á sjónaukasjóðinn þá er best að kaupa notaðan sjónauka af betri gerðinni og æfa sig á rifflinum. Svo kaupir þú þér góðan sjónauka við þitt hæfi en þeir kosta riffilverðið og gott betur.
Þetta tekur allt tíma en þú lærir þá bara á meðan og spyrð svo hérna ef eitthvað vefst fyrir þér.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Björninn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Björninn » 25 Oct 2012 16:59

Jæja piltar, nú vandast málið...

Var orðinn ákveðinn að taka Howuna og brá mér í Sportbúðina til að ganga frá því.

Sölumaðurinn þar vill ólmur frekar selja mér Ruger M77, sem er reyndar bara til í cal 243.

Rugerinn er óneytanlega mun fallegri gripur, en speisaða Howan, en er hann betri?

Báðir kosta 99.900 á útsölunni. Ausið nú yfir mig úr viskubrunnum ykkar!
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
AndriS
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:02 Jul 2010 09:37

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af AndriS » 25 Oct 2012 17:10

Ég myndi alltaf frekar taka Howa í 6,5x55. Þetta cal er bara svo skemmtilegt.
Andri S. Ásmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Oct 2012 17:11

Þekki ekki Ruger en spurðu frekar sjálfan þig! Viltu 243 eða 6,5 ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Oct 2012 17:15

Ég ráðlegg þér að taka Howuna, það er í fyrsta lagi nákvæmara vopn auk þess sem 6,5 mm kúlan hefur einna besta flugeiginleika allra kúlna, þó Howan sé með léttu hlaupi kemur það ekki að sök, sama nákvæmnin, bara betra ef eitthvað er, minna að bera á veiðunum.
Pistólgripið og þumalholan passa mun betur í hendi en þetta hefðbundna.
Síðan tel ég mun betra að fá sér 6,5x55 en 243, 243 er svolítið kaliber gærdagsins ein og ég hef einhvernstaðar áður sagt.
Sem sagt, mér finnast öll rök hníga að Howunni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Oct 2012 17:18

Sammála með 6.5x55, persónulega myndi ég alltaf taka það framyfir. Rugerinn er með þungann gikk sem þarf að skipt út ef þú ætlar eiithvað að gera kröfur til nákvæmni en Howan virðist vera kominn með nýjan tveggja þrepa stillanlegan gikk sem lofar góð þótt ég hafi ekki prófað. Það má ekki vanmeta mikilvægi þess að hafa góðan gikk.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af 257wby » 25 Oct 2012 18:18

Ef maður er í vafa þá er ekki um annað að gera en að taka báða :)

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Björninn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Björninn » 25 Oct 2012 21:20

Howa í 6,5x55 verður það!

Þakka aðstoðina!
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Oct 2012 22:32

Flottur Björn!
Þú verður ekki fyrir vonbrigðum!
Gangi þér vel!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af skepnan » 26 Oct 2012 00:19

Mikið svakalega áttu eftir að sjá eftir því að hafa trúað öllu bullinu í okkur hérna Björn minn :lol: :lol: :lol:
Nei bara að grínast :shock:
Til lukku með þetta, þú átt varla eftir að sjá eftir þessum kaupum. Sérstaklega þegar þú horfir bara á eitt gat á skotskífunni þegar rétta hleðslan er fundin :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Björninn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Nýr riffill í sigtinu...

Ólesinn póstur af Björninn » 20 Nov 2012 22:46

Jæja kappar, ein spurning. Hvernig finnst ykkur eftirfarandi þjónusta. Ég hef ekki hug á að fara að níða skóinn af einum né neinum, en finnst ég hafa fengið allsérkennilega þjónustu hjá byssusmið hér í bæ. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en langar að fá ykkar álit á þessu.

Þar sem ég hafði lent í hremmingum með fyrri riffilinn, ákvað ég að láta byssusmið setja sjónaukann á Howuna og skjóta inn fyrir mig. Ég fór með riffilinn til hans á mánudegi 29. eða þriðjudegi 30. okt. Hann sagði mér að hann næði þessu líklega ekki fyrir helgi, en myndi verða í sambandi við mig fljótlega eftir helgina. Ég var sáttur við það, enda lá mér svosem ekkert á. Svo leið og beið, kom önnur helgi, og ekkert heyrði ég frá honum. Hringdi svo á þriðjudegi (eftir 2 vikur) og spurðist fyrir, hann sagði að þetta hefði eitthvað tafist og baðst afsökunar, sagði að hann myndi ganga í þetta strax daginn eftir. Ég tók það gott og gilt, og sagði fínt mál. Síðan leið önnur helgi. Í gær hringdi hann og spurði mig hvernig sjónauka hefði átt að setja á riffilinn af því hann finnur hann ekki... Ég sagði honum hvernig sjónauki þetta væri, og spurðu hvort hann væri virkilega búinn að týna sjónaukanum? Hann sagði nei nei, ég finn hann pottþétt núna fyrst ég veit hvernig sjónauki þetta er... Ég bjóst við að heyra í honum í dag fyrst hann var að vinna í honum í gær, en hef ekkert heyrt. Sendi honum sms, að spyrja frétta, en hann svarar ekki... Eru þetta eðlileg vinnubrögð hjá landanum?
Kveðja,
Björn Gíslason

Svara