Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Mar 2013 16:20

Mynd

Mynd

Nú er farin að koma aðeins meiri reynsla á 6,5 x 47 riffilinn minn og hann er alveg að standa undir mínum væntingum.

Fyrir þá sem vilja rifja upp það sem ég skrifaði þegar ég lagði af stað í verkefnið, þá er það hér:
Pet-project 6,5 x 47 Lapua

Ég hef mest prófað þennan riffil á 100, 200 og 300 metrum, þó hef ég bæði prófað 500 og 550 metra færi. Ég er búinn að fara með hann á Tófuveiðar, þó enn nánast án árangurs! Ég segi nánast, vegna þess að ég keyrði yfir eina á leiðinni heim úr einni tófuveiði ferðinni í vetur. :? Vonandi er nú fall fararheill í þessum efnum.

Kúlurnar sem ég er búinn að prófa eru eftirfarandi:
100 og 108 grs Scenar
120 grs Sierra Pro Hunter
120 grs Nosler Ballistic Tip

Primmer er CCI-BR4
Hylki: Lapua - Neck Turn-uð

Ég er með 100 hylki til þess að skjóta úr og fyrsta rennslið í gegnum þau skaut ég nánast bara 100 og 108 grs Scenar kúlum. Útkoman úr þessu rennsli var svona la la. Fyrstu 4 skotinn gáfu reyndar ágæt fyrirheit fyrir það sem koma skal. Fyrsta skotið þarna uppi er sighter skot og svo klikkaði ég sjónaukann nær miðpunktinum og skaut næstu 4.

Mynd

En svo gekk svona upp og ofan eftir það á meðan ég renndi fyrstu 100 skotunum í gegnum hlaupið. Lang stærstur hluti þessara skota var skotinn af alvöru resti, sem ég var með í láni, með nálægt uppgefinni max hleðslu (tæpu grain undir).

Mynd

Ég prófaði líka eina 5 skota grúppu á 300 metrunum þegar ég fór fyrstu ferðina með riffilinn til þess að prófa.
Mynd

Þegar ég hafði lokið við að skjóta einu sinni úr öllum hylkjunum og búið að þrífa og skrúbba nokkrum sinnum á leiðinni að loka takmarkinu, var hafist handa við að finna hleðslu fyrir 100 grs Lapua Scenar kúluna á 100 metrum.

Til þess voru hlaðin 4 skot af hverri hleðslu frá 37 upp í 39 grs af N-140 púðri, með 0,5 grs á milli. Svo var farið í Hafnir að prófa og útkomuna má sjá hér að neðan.

Mynd

Þar sem ég átti ekki hraðamælir á meðan á þessum prófunum stóð, hef ég engar hraðatölur fyrir þessi fyrstu skot. Næsta mál var að prófa að hraðamæla og það var gert í gær, ásamt því sem ég tók test til þess að staðfesta að færslan á kíkirinum væri 0,5 cm á 100 eins og uppgefið er af framleiðendanum.

Hraðamælingarnar fóru c.a. á þessa leið (M/S):
100 grs Scenar
1: 915,5 2: 909,1 3: 911,2 4: 905,4 5: 908,5 SD: 3,2 ES: 10,0 AV: 910
120 grs Nosler
1: 789,9 2: 784,1 3: 793,9 4: 781,4 5: 788,7 SD: 4,2 ES: 12,5
120 grs Sierra Prohunter
1: 831,0 (36 grs) 2: 838,4 (36,5 grs) 3: 842,9 (37 grs) 4: 854,5 (37,5 grs)

100 grs Lapua Scenar 100 metra kúlan mín.
Mynd

120 grs Nosler Ballistic Tip
Mynd

120 grs Sierra Pro Hunter með 4 mismunandi hleðslum:
Mynd

Svo tók ég pappakassa og merkti punkt á hann, í beinni línu 20 og 40 cm ofar merkti ég aðra punkta. Svo var farið með kassan og skotið þremur skotum 1 á núll punkt, næst var snúið 40 klikk upp og skotið aftur og svo 80. Úkoman úr þessu virðist vera innan skekkjumarka, þar sem 40 klikk voru nánast í akkurat 20 cm ofar og 80 klikk svona c.a. 41 cm ofar.

Næst tók ég 2 prufu skot á 550 metrum, það gekk nú ekkert alltof vel að mæla vegalengdina þar sem það var glampandi sólskin, en það hafðist á endanum og líklega var um 10 metra skekkja þegar upp var staðið. Skotin lentu 6,5 CM beint fyrir neðan og 13 cm fyrir neðan og 4 cm til hægri, Vindurinn virðist hafa verið nokkuð rétt lesin um 2 m/s frá vinstri til hægri sem gerði 12 klikk.

Skekkjan í þessu hjá mér gæti þannig verið 2 – 3 klikk á hæðina sem þarf að finna hvar liggur, en hugsanlega er það í BC stuðlinum, sem getur verið rangt skráður eins og dæmin sanna, eða að núll punktur liggur líklega 1 – 2 klikkum ofar á 100 metrum og að mismunur á hitastigi er eitthvað sem ég hef enn ekki tekið inn í jöfnuna með markvissum hætti.

Hvert er ég svo að fara með þetta allt saman? Jú, ég vil geta með nokkuð öruggum hætti skotið á færum allt að 7 – 800 metrum og hitt í fyrsta skoti það sem ég miða á við sem flestar hugsanlegar aðstæður. Til þess að það meigi verða, þar maður að pæla og læra mjög mikið hvernig hlutirnir virka.

Næsta skref verður að ákveða hvaða kúla hentar best til þess að skjóta með á færum sem eru lengri en 300 metrar og fara svo í "Long Range Load Development" og "Ladder Test".

Líkleg kúla verður 130 grs Berger Hunting og frekari prófanir með 120 grs Sierra Pro Hunter.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Mar 2013 16:34

Helvíti flott, og vel útskýrt.
Maður fer nú eiginlega hjá sér, eftir þessa lesningu, og með sín fátæklegu innlegg :D
Þetta var verulega fróðlegt, og gaman að skoða þetta.
En ein spurning, samt;

Hefurðu aldrei prófað RE 15 púðrið?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Mar 2013 16:55

Skemmtileg lesning hjá þér Stefán. Verður spennandi að fylgjast með áfram :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Mar 2013 16:55

Sæll Gylfi

Ég fór um daginn og keypi mér einn dúnk, en mundi ekki hvort það var RE-17 eða 15 sem ég átti að kaupa þegar ég kom inn í veiðihornið og maðurinn sem var einn að vinna var því miður ekki mikill byssu kall, svo ég labbaði að sjálfsögðu út með RE-17... :? Nú á ég einn stauk af óopnuðum RE-17 sem ég veit ekki hvað ég á að gera við. 8-)

Reyndar er Varget annað púður sem er mikið notað í 6,5 x 47 en það púður sem ég nota er N-140 og lendir akkúrat á milli Varget og RE-15 í brunahraða töfluni!!! Er þetta ekki allt saman nánast sama púðrið frá sitt frá hverjum framleiðandanum?

Ætli RE-15 sé Temp senistive? Kannski er líka bara rétt að brjóta odd á oflæti sínu og prufa 500 línuna frá VV... þá annað hvort 540 eða 550. Er það eitthvað sem þú hefur prufað í þinn? Hvernig er RE-15 að koma út?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Mar 2013 17:07

RE-15 virtist vera nokkuð temp sensitive samkvæmt því sem ég fann á netinu um árið. Flest púðrin eru það en VV500 línan síður. Hinsvegar eru Hodgon Extreem púðrin að koma út mjög vel hvað hitastig varðar virðist vera og hef ég spáð í að fara að prófa þau til þess að búa til hleðslu fyrir sömu markmið og þú. Reyna að minnka alla breytilega þætti eins og kostur er :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Mar 2013 17:35

Ég byrjaði einmitt á N 550, og var mjög sáttur við grúppurnar úr rifflinum. Fékk þær mjög þéttar með frekar heitum hleðslum, amk í minn riffil. Notaði 40,4 grs. af RE- 15.
41,4 grs gatnegldi en fór frekar illa með hvellhettuvasana, þannig að ég minnkaði um 1 grain og þá var í lagi með hylkin.
Fór hins vegar að lenda í vanda, vegna sótmyndunar í hlaupinu, og veit að svo var um fleiri.
Þurfti að massa til þess að ná hlaupinu hreinu aftur.
Hætti þá alfarið með 550 púðrið og skipti yfir í RE 15. Hef ekki orðið var við sót eftir það.
Hleðslan er 39,0 grs við 120-123 grs kúlur, og ég er alveg sáttur við það.
Allt neðan við 39,0 grs var ekki ásættanlegt.
Ég las reyndar að þessi RE púður væru ekki viðkvæm fyrir hitabreytingum, en reyndar segja allir framleiðendur að sín púður séu alls ekki sensitive hvað það varðar. :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 26 Mar 2013 20:21

Takk fyrir þessa lesningu Stefán. Akkúrat svona póstar sem fá mann til að vera á þessari spjallsíðu. Þetta er glæsilegt verkfæri.

Það er aldrei að vita nema ég kaupi Reloader 17 af þér ef þú notar það ekki. Er ennþá að prufa bæði R-17 og N-160 í 260 Rem. Er farinn að hallast meira að N-160 en ætla ekki að gefast alveg upp á hinu.

Þú ert væntanlega að skjóta þetta úti í Höfnum. Ef svo er er það algengt að menn séu t.d. bæði í Skotfélagi Keflavíkur og Kópavogs? Bý nú sjálfur í Kópavogi en hef alltaf verið í Keflavík þar sem minn heimabær er ekki með útiskotsvæði.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Mar 2013 21:54

Tek undir með þeim hérna, ótrúlega fróðleg og skemmtileg lesning :geek: Bara spennandi að sjá hvað kemur út úr framhaldinu hjá þér.

Ein spurning, er ég að misskilja eða ertu með 1/0,05 MRAD click á sjónaukanum?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Mar 2013 22:06

Magnús:

Nú þekki ég þetta ekkert mjög vel, enda hálfgerður byrjandi í mörgum hlutum sem kemur að endurhleðslu skota, læri samt nokkuð hratt! Ég hef á tilfinninguni að þessi púður sem eru hlið við hlið í brunatöfluni þ.e. Reloader 15, Vv N-140 og Varget séu svipað Temp sensitive. Getur það verið? Kannski er ég á villigötum með það.

Svo er talað um að 500 línan frá Vv sé með nítrogliserín í og sé þess vegna ekki eins viðkvæm fyrir hitabreitingum. Ég er nú enginn efnafræðingur og ég hef heldur ekki kafað mjög djúpt í þennan þátt, hef aðeins séð þetta nefnt hér og þar án þess að leggja það á minnið hvað veldur því að eitt púður er Temp sensitive en annað ekki.

Hvar fær maður Hodgon Extreem, ætli það sé eitthvað af þeim sem sem myndi henta í 6,5 x 47?

Gylfi:
Eru þessar hleðslur ekki frekar heitar? hefur þú hraðamælt 120 - 123 grs með 39 grs af RE-15?

Gísli:
Bróðir minn langar að prófa RE-17 í .308, ef hann hættir við þá býst ég við að losa mig við það, þó er þetta púður líka listað í 6,5 x 47 fyrir þyngri kúlur, þannig að kannski get ég notað það, ég hef þó ekki hugsað mér að fara í þyngri kúlur en 130 grs Berger vegna twistsins sem er í hlaupinu hjá mér. Kannski ræður það ekki einu sinni vel við hana, það á eftir að koma í ljós.

Ég var nú reyndar að skjóta austur á Djúpavogi í gær, en er jú öllu jöfnu í Höfnum. Það er svona gegnum gangandi hjá flestum sem eru að skjóta í Kópavogi að þeir eru líka í félaginu út í Höfnum til þess að hafa aðgang að útisvæði, það kemur yfirleitt ágætlega út að fara tveir eða þrír saman og skipta ferðakostnaðinum á milli sín.

Sorgarsaga Skotfélags Kópavogs varðandi umsókn um útisvæði heldur áfram, ég ætla nú ekki að tíunda hana hér í smá atriðum, en þeir sem eru í SFK þekkja hana ágætlega ef þeir hafa mætt á aðalfundi í félaginu sínu undanfarin ár.

Tóti:
0,5 cm á 100 Metrum
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Mar 2013 22:20

Glæsilegt :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Mar 2013 01:00

Ég hef ekki hraðamælt Re-15 púðrið, en 550 og 120 grs Nosler er ég búinn að mæla.
Heita hleðslan mín, sem var svosem í lagi, að því leytinu til, að það voru ekki svo mikil þrýstimerki á hylkinu, en hvellhettuvasinn víkkaði óþægilega mikið. Þetta voru 41,4 grs af N-550 og mældist þessi hleðsla 3014 ft. meðaltal 10 skota.
Minnkaði um 1,0 grs. en mældi hana ekki, og RE 15 hef ég ekki mælt.
Þið getið skoðað í VV hleðslubókinni samanburðartöfluna á brunahraða flestra púðurtegunda.
Þar sést t.d. að N-140 Norma 203 B, Re 15, og Varget, eru á svipuðum nótum í brunahraða.
Ég myndi ætla að RE 15 henti sérlega vel í 308 WIN.
Og þegar Varget púðrið kemur til landsins, þá er ég mjög spenntur í að prófa það í 6 BR-inn minn.
Í USA þá er RE-15 talið eitt besta púðrið í 6,5x47.
Ég get alveg fallist á það, miðað við það sem ég hef reynt.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 27 Mar 2013 09:09

Sælir

Samkvæmt einhverri lesningu sem ég datt um á netinu þá var RL-15/RE-15 viðkvæmt fyrir hitabreytingum. Þegar bandaríski herinn gerði samning við Alliant þá voru gerðar breytingar á púðrinu áður en þeir samþykktu að nota það fyrir einhverja tegund af long range sniper kúlum.

Hvort þetta sé bara sölutrikk hef ég hinsvegar enga hugmynd um.

Annars er þetta mjög skemmtileg lesning, takk fyrir mig.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Mar 2013 22:26

Varðandi þetta með hitan, þá veit ég ekki til þess að það séu til neinar óháðar rannsóknir um það. Hinsvegar átti þessi lína frá Hodgon sem heitir extreme að vera sérstaklega góð varðandi hitabreytingar og þeir hafa sýnt rannsóknir sem sýna það, en það voru rannsóknir þeirra...

Varðandi önnur púður held ég að þau séu mjög svipuð. En það vantar allar óháðar rannsóknir um þetta og því er aðeins á að byggja frásögnum og reynslu annar skotmanna varðandi þetta atriði.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Mar 2013 22:39

Ég skoðaði talsvert þessa síðu ( sjá link), þegar ég var að finna hleðslur í 6,5x47 hlaupið , þegar ´það kom nýtt. Reyndar held ég að það hafi verið fyrsta hlaupið sem var rýmað fyrir þetta hylki hérlendis.
Gæti þó verið að Arnfinnur hafi verið að koma einum i gang , fyrir sig, um leið og hann setti minn saman.
Hér er linkur á síðuna, sem ég studdist mikið við.
http://www.6mmbr.com/gunweek072.html

Og miðað við útkomuna þarna hjá kallinum, þá kemur það heim og saman við útkomuna mína.
39,0 - 39,2 grs af RE 15 þrusuvirkaði.
Síðan hef ég notað Re 15 eingöngu.
Og núna með vorinu er að koma sending til landsins af þessu púðri, ásamt Varget, ofl amerískum púðrum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Pet-project 6,5 x 47 Lapua - framhald...

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Mar 2013 23:03

Hér er gæinn sem á Gunwerks og hefur búið til haug af long range hunting myndböndum að testa þetta Hodgdon Extreem púður á móti púðri sem hann kallar temperature unstable powder. Hann er að nota púður sem ég hef rekist á í Berger Manualnum fyrir 6,5 x 47 sem er H4350, ef ég man rétt. Kíkið á þetta!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=aWg92Nuob3A[/youtube]

Ég held reyndar að það sé talað um að VV 500 línan sé með svona eiginleika líka... það væri gaman að bera það saman.

Þetta er kannski verkefni sem ég fer í þegar ég fæ 130 grs Berger Hunting kúluna, þ.e. að prófa N-140 á móti RL-15, Varget, H4350 Extreem og 500 línuni af VV.

Reyndar býst ég við að þú eigir Applied Ballistics farsímaforritið Maggi, eins og ég og þar er boðið upp á temp stuðul. Kannski er það vitleysa að vera að pæla of mikið í þessu, en ég er reyndar á þeirri skoðun að því færri þætti sem maður þarf að hugsa um því betra. Þess vegna væri mjög æskilegt að geta útrýmt þessum þætti í long range shooting.

Gylfi:

Það eru nokkrar greinar af 6,5 x 47 rifflum þarna á gun weeks hjá 6mmbr.com, þetta eru þræl skemmtilegar greinar og mjög fræðandi!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara