RIO haglaskotin

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af Björn R. » 13 Apr 2013 10:17

Sæl(ir)
Ég hef prófað fjöldann allan af haglaskotum, allt frá þvi að nota það sem er til upp í Remington sérvisku. Svo fór ég í nískupúka kasti að nota RIO. Hef undanfarin tvö ár notað þau á rjúpu og svartfugl. Nr 5 36gr. Kaupi bara nokkra pakka af þessu ódýru skotum og nota bæði á svartfugl og rjúpu. Ef ég hitti ekki þá er það allavega ekki þessum ódýru skotum að kenna!
Nú fýsir mig að vita. Hafið þið notað þyngri RIO skotin t.d. á gæsaveiðar og hvernig hafa þau komið út miðað við td Hlað, Fiocchi, Remington, Hull eða annað sem er á markaðnum.
Ég notaði í fyrra í fyrsta skipti í mörg ár "aðeins" Hlað 4 42gr og var það mun léttari hleðsla en annað sem ég hafði verið að brúka og kom vel út.

En hvað segið þið sem meira vitið, Er málið að kaupa það ódýrasta á allt eða finnið þið mun td á slagkrafti með dýrari skotum.

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 3
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af 257wby » 13 Apr 2013 11:17

Þekki einn sem er mjög sáttur með 36 gr skotin frá Rio,ég notaði sjálfur 42 gr skot frá þeim fyrir nokkrum árum. Held að þetta séu ágætis skot.
Maður heyrir á hverju ári sögur um að hin eða þessi skotin séu ómöguleg...oft á tíðum skot sem ég hef notað sjálfur með ágætis árangri eins og t.d. Hull.
Þau skot sem ég hef notað mest síðustu árin og er gríðarlega hrifinn af eru kannski ekki þau þekktustu á markaðnum en það eru Pegoraro 38,42 og 50 gr nr 2 og 3, þau eru hinsvegar orðin fjandi dýr finnst mér og því hef ég fært mig yfir í Solway frá Hull í 3" skotunum,eins kom 3" Super Speed frá Winchester í fyrra vel út hjá mér.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta mest um að hitta og að finna það sem hentar viðkomandi byssu...það sem virkar vel í einni er kannski ómögulegt í þeirri næstu :)

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Apr 2013 11:21

Sæll Skemtileg tilviljun að ég var að uppgötva galla í rio hjá mér.
Rio 50 gr nr 2 góður á rebba
Rio mini magnum nr 3 galli í forhlaðinu skildi ekki afhverju ég annaðhvort hitti ekki eða fuglinn var í spaði svo góður maður hér benti mér á að leita ða forhlöðunum og skoða þau og viti menn forhlöðin opnuðust ekki svo ég var þannig lagað að skjóta slöggi.
En 36gr nr 4 eru æði
og 42gr mini magnum nr 5 líka góð
Þannig á heildina litið eru þetta mjög góð skot.
Remmanum mínum semur ekki við dimond skotin til dæmis frá hlað en patriot skotin fer hann vel með.
þetta snýst aðalega um að þekkja eiginleika hverrar skot tegundar held ég en mundu bara að Rio nr 4 eg nr 3 hjá öðrum :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Apr 2013 11:23

Hahaha við erum greinilega vaknaðir á Blönduósi.
PS Guðmann ég læt þig vita hvernig fundurinn fer og sendu mér bara skiló ef þig langar í eitthvað sérstakt :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af E.Har » 13 Apr 2013 11:43

Bara skjota pappa.
Haglabyssur fara mis vel með skot.
Sennilega kominn í hátt í 100 m af bylgjupappa með remmanum mínum :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af Björn R. » 13 Apr 2013 12:19

Takk fyrir þetta. Ætli maður druslist ekki niður í Kassagerð og fái nokkra metra af pappa ;)

En það sem ég var að pæla í, er dýrara endilega betra? Í fyrra skaut ég 900 Islandia skeet skotum og 100 veiðiskotum. Þegar fjöldinn er þetta mikill munar um hvern 100kall í verði.
Vonandi næ ég að skjóta samsvarandi fjölda skeet þetta árið (ekki byrjaður) og kannski næ ég aðeins meiri veiði líka :P
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 3
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af 257wby » 13 Apr 2013 13:11

Gisminn skrifaði:Hahaha við erum greinilega vaknaðir á Blönduósi.
PS Guðmann ég læt þig vita hvernig fundurinn fer og sendu mér bara skiló ef þig langar í eitthvað sérstakt :-)
Takk fyrir það Steini :)
Björn R. skrifaði:Takk fyrir þetta. Ætli maður druslist ekki niður í Kassagerð og fái nokkra metra af pappa ;)

En það sem ég var að pæla í, er dýrara endilega betra? Í fyrra skaut ég 900 Islandia skeet skotum og 100 veiðiskotum. Þegar fjöldinn er þetta mikill munar um hvern 100kall í verði.
Vonandi næ ég að skjóta samsvarandi fjölda skeet þetta árið (ekki byrjaður) og kannski næ ég aðeins meiri veiði líka :P
Eins og Einar bendir á þá er sniðugt að skjóta á pappa til að sjá ákomu,reyndar rannsóknarefni útaf fyrir sig hvað íslendingar eru lélegir við að skoða hlutina,t.d. þá eru skotsvæði sem bjóða uppá "pattern board" teljandi á fingrum annarrar handar og þarf ekki alla putta til :)

Varðandi skeetskot þá hef ég flest allar gerðir sem í boði eru hérlendis í gegnum tíðina,allt frá ódýrustu og upp í sérpantað. Eins og þú segir þá er farið að muna í verði þegar mikið er skotið, ég fór í 12.000 skot á ári þegar mest var en hef verið að skjóta svona 3-4000 síðustu árin. Notaði Islandia í fyrra og líkaði vel (þetta eru í grunninn Express skot sem eru sérmerkt fyrir Ásgeir).

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af Björn R. » 13 Apr 2013 14:08

Jú ég keypti einmitt beint af Geira nokkra kassa og mun gera aftur.
En varðandi skotsvæðin, ég gerði fyrirspurn hjá SR, þeir hafa ekki frekar en margir aðrir gert ráð fyrir pattern æfingum en þeim fannst hugmyndin góð og buðu mér að skjóta úr riffil lúgu. Þá þurfti ég reyndar að útvega mér einhvern stand sjálfur. Ég hef aðgang að landsvæðum langt fyrir utan borgina, mun frekar henda upp einhverri aðstöðu þar.

p.s þannig að tæplega 1000 skot er kannski ekkert mikið eftir allt saman.
En mér sýnist þetta vera ágæt regla, skjóta 1000 skeet skotum fyrir hver 100 á veiðislóð. Ætti að auka árangurinn og hættan á að missa særða bráð minnkar, sérstaklega þar sem ég er hundlaus maður ;)
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 3
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af 257wby » 13 Apr 2013 18:08

Björn R. skrifaði: p.s þannig að tæplega 1000 skot er kannski ekkert mikið eftir allt saman.
En mér sýnist þetta vera ágæt regla, skjóta 1000 skeet skotum fyrir hver 100 á veiðislóð. Ætti að auka árangurinn og hættan á að missa særða bráð minnkar, sérstaklega þar sem ég er hundlaus maður ;)
Þetta er góð speki hjá þér og mættu margir taka hana til fyrirmyndar :!:
Einnig mættu fleiri leita sér leiðsagnar í skotfimi en nú er,mjög algengt að sjá
skotveiðimenn sem geta bætt sig verulega með smá leiðsögn í tækniatriðum.

1000 skot er ekki nema 3-4 vikur hjá þeim sem er að æfa og keppa á mótum
þannig að það er ekki sanngjarnt að bera saman keppnismann og þann sem stundar þetta til að
bæta árangur í veiði eingöngu...þó að við höfum sjálfsagt flestir byrjað þannig :)

kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 4
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: RIO haglaskotin

Ólesinn póstur af Björn R. » 13 Apr 2013 19:32

Ég fór einmitt á námskeið hjá Gunnari Sig í fyrra. Taldi mig kunna þetta allt saman en vildi ná betri árangri í skeet sem slíku. í ljós kom að flest var í pínulitlu ólagi. Gat bætt líkamsstöðu aðeins og það slilaði sér strax í betri hittni! Svo var ótrúlega gaman þegar maður var farinn að geta tekið double með nokkru sjálfstrausti. Það eitt að láta mæla sig út með tilliti til byssunnar hjálpaði helling og svo mætti lengi telja. Námskeiðið ásamt skotum kostaði auðvitað sitt en það margborgaði sig auk þess sem skemmtanagildið er auðvitað ómælt.

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Svara