Ásættanleg ákoma?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af Björn R. » 10 May 2013 12:33

Góðan daginn

Sako 85 .308 sjónauki 4-12x56 bjartur og fínn. Verksmiðjuframleiddar veiðikúlur 150 grs
Skotið án stuðnings að aftan en með tvífæti
100m færi

Hlaupið er í góðu lagi, skotið innan við 100 skotum, hreint og fínt og byssan öll í toppsatandi þannig að sá hluti verður ekki betri.

Hvað er ásættanlegt MOA svona almennt séð og skyttan einhversstaðar í meðallagi? (stenst allavega skotporófið góða)

Einhverjar hugmyndir um hvað telst innan marka? Nú er ég ekki að bera mig saman við menn sem skjóta hundruðum skota á ári, bara meðaljón

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 May 2013 14:46

Það er mjög erfitt að segja, skotfimi liggur ekki jafn vel fyrir öllum... ég myndi ekki segja að 2 MOA á 100 metrum væri lélegt fyrir það sem þú ert að tala um hér að ofan.

Semsagt 6 cm + 7,6 mm ysta brún í ystu brún á þeim götum sem þú ert með á pappírnum í 5 skotum.

Hinsvegar er þessi riffill sem þú ert með alveg fær um að gera mjög reglulega hálft MOA með góðri skyttu og heimahlöðnum skotum, sem væri þá 1,5 cm + 7,6 mm.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af johann » 10 May 2013 15:43

Mig minnir að Sako garanteri 1MOA með verksmiðjuskotum - en það er væntanlega innanhúss í benchrest.

Riffilinn sjálfur ætti að geta tekið 30 mm grúppur í logni án truflana frá skyttu - 60 mm grúppa liggjandi án stuðnings undir skepti er fínt - sérstaklega ef þú getur endurtekið það. Með léttu veiðihlaupi má hins vegar fara að gera ráð fyrir flyerum frekar fljótt þegar hlaupið hitnar.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af Björn R. » 10 May 2013 18:42

Þetta er einmitt hunter týpan og á þeim skotprófum sem hann hefur tekið hefur fimmta skotið alltaf verið út úr korti þótt það hafi ekki dugað til falls. En betra en 2 MOA það verður gaman að sjá hvað stórskyttan gerir uppá svæði á morgun :)
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af johann » 10 May 2013 23:11

þá er bara að passa að nota allan tímann, vera ekkert að flýta sér - þetta eru þó heilar 5 mínútur :)
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 May 2013 00:40

Og endilega að pósta niðurstöðunni! ;) Ég skaut 46 stig í þessu prófi í ár! Við frekar erfiðar aðstæður í mjög mikilli tíbrá sem varð þess valdandi að fyrsta skotið hafnaði í 8 hjá mér!

Ég hef aldrei pælt mikið í því hvað tíbrá getur verið erfið og því fór sem fór!

Ég verð að viðurkenna að ég vonaðist nú eftir hærra skori, en það gekk ekki eftir í ár, svo maður getur enn bætt sig á næsta ári! :D
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af Árni » 11 May 2013 01:00

Hvaða kúlu notaru í hreindýrið stebbi?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ásættanleg ákoma?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 May 2013 12:17

Ég ætla að nota 120 grs Sierra ProHunter eða 130 grs Berger Hunting!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara