Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Allt sem viðkemur byssum
Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55
Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 05 Jul 2013 01:02

Sælir félagar. Ég lenti í því óhappi áðan að skemma boltan hjá mér og sennilega lásinn líka á þessu skemmtilega 500m. móti SKAUST.
Þetta er riðfrír Howa 1500 sem ég hef alltaf smurt laggirnar með smá koppafeiti, nema núna var þetta nánast þurrt og reif sig saman fyrir gleymsku, tímaskort og klaufagang..
Ef lásinn er rifinn líka eins og boltinn, get ég planað boltan og lásinn upp á nýtt (rétt af og lagað) og fært hlaupið aftur um það sama og ég tek af ?
( Ég er vélvirki og á góða vini sem geta lagað flest ) !
Hvað myndu menn gera í þessari stöðu?
Það er búið að stinga upp á því að kaupa Stiller lás og blablabla :D
Vonandi verður það í þessu lífi !
Er bara að spá í að reyna að bjarga þessari fínu, skemmtilegu og "nákvæmu" veiðibyssu ef það er hægt..
Viðhengi
Boltinn!.jpg
Boltinn!.jpg (49.68KiB)Skoðað 1302 sinnum
Boltinn!.jpg
Boltinn!.jpg (49.68KiB)Skoðað 1302 sinnum
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ólesinn póstur af gylfisig » 05 Jul 2013 10:09

Það er líka spurning, hvort á að þiggja ráð, hjá mismikið komnum, hvað svona hluti varðar.
Ég myndi tvímælalaust leita til byssusmiðs varðandi þetta,
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

TriCoreBallistics
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:15 Jun 2012 18:29

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ólesinn póstur af TriCoreBallistics » 05 Jul 2013 10:24

Allavega EKKI renna bolt-löggana sjálfur í rennibekk. Það er hægt að breyta head-spaceinu töluvert þannig. Byssusmiður hefði gaman af að tækla þetta.

Af myndinni af dæma er þetta ekki mikið. Ryðfrítt stál hefur þessa leiðinlegu eiginleika, svokallað Galling á ensku.

Þú minnist á koppa feiti.... hvernig feiti? Ef feitin er þykk og ekki gerð fyrir mikinn þrýsting brotnar hún við snöggan þrýsting og snertifletirnir koma saman skyndilega og nánast kald-sjóða sig saman, ekki alveg það sama, en ekki svo ólikt heldur.

Gangi þér vel með þetta.
Kveðja.Geir G.
Tri-Core-Ballistics LLC

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 05 Jul 2013 12:30

Þetta er greinilega svo lítið algent á riðfríum boltum.
http://idahocustomguns.squarespace.com/ ... s/14444196
-Dui Sigurdsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 2
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 05 Jul 2013 16:24

Takk fyrir þetta. Jú það er sennilega rétt að láta þetta í hendurnar á byssusmið ;)
Það bara gleymdist að smyrja þetta með góðri feiti síðustu 30 skotinn. Var bara með þunna byssuolíu núna sem er klárlega ekki nóg :(
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ólesinn póstur af kúla » 05 Jul 2013 23:30

Sælir ekki veit ég kvernig þú lagar þetta en (EKKI NOTA EINHVERJA KOPPA FEITI) það er til feiti já kemi fyrir stanles steel gengjur og hú er kvít á litinn mjög góð fyrir mikin hita og þristíng
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

Svara