Öryggisreglur í Skotskýli / Samfélaginu.

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Öryggisreglur í Skotskýli / Samfélaginu.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 17 Mar 2013 23:44

Síðast þegar ég gerði mér ferð á skotæfingarsvæði SR. rak ég augun í A4 blað þar sem nokkrar góðar og skynsamlegar reglur höfðu verið skráðar. Þar kemur meðal annars fram að þeir sem koma í skotskýli félagsins til æfingar eða keppni er skylt að hafa byssur í töskum og eða þar til gerðum umbúðum.
Svo kemur fyrsta grein og þar er tilgreint. Þegar byssa er tekin upp úr tösku skal það vera greinilegt að hún sé opin og óhlaðin. Svo í framhaldi af því eru nokkrar skynsamlegar reglur og ábendingar.
Þessu tek ég fagnandi og ekki að ástæðulausu.
Því miður gerist það allt of oft í mínu starfi að ég fæ til mín menn og stundum konur sem fá mig til að velta því fyrir mér hvort að okkar kæri Ögmundur sé ekki rétti maðurinn til að koma skikki á skotmenn. Umgengi við veiðibyssur hjá allt of mörgum er á þann veg að það er ekki spurning hvort heldur hvenær það verða leiðindi.
Menn koma inn í verslun sem er full af fólki með byssur í hendi eða á öxl. Stundum reiðir og fúlir hafi eitthvað farið úrskeiðis og veiðitúrinn ónýtur og óbætanlegur.

Á mínum vinnustað hefur þetta oftar en ekki komið til tals og get ég fátt annað sagt við ungar stúlkur sem starfa fremst í búðinni annað en að hringja í 112 ef þær hafa grun um að maður með byssu gæti hugsanlega verið ógn.
En það gerist ýmislegt annað en að menn sleppi því að koma með byssur í tösku eða poka. Ég hef þann hátt og ekki að ástæðu lausu að opna þær byssur sem til mín koma. OG því miður hefur það gerst að riffill sem ég tók úr tösku og opnaði var hlaðinn með skot í hlaupi.
Eigandinn var ákaflega aumur þegar skothylkið sveif í fallegum boga og lenti skoppandi á gólfinu fyrir framan afgreiðsluborðið. Okkur var báðum brugðið og hvorugur hafði um það fleiri orð það var auðséð að þessi maður skildi alvörumálsins.

En það er ekki alltaf svo og hef ég það fyrir reglu að spyrja menn allskonar leiðinlegra spurninga þegar þeir birtast fyrir framan mig með óvarða byssu inn í miðri verslun. Þá hefur ýmislegt komið í ljós. Nei ég er ekki með byssuleyfi hef ég heyrt nokkrum sinnum.
Pabbi, afi vinur eða bróðir eiga þessa byssu og ég var sendur með hana. Er þetta ekki byssubúð er annað kunnuglegt svar og svo snillingarnir sem eru fljótir að hugsa segja gjarnan að þeir hafi hvort eð er ætlað að kaupa poka í leiðinni.
Það má segja okkur Íslendingum til hróss að við séum umburðalyndir og búum í þægilegu samfélagi. Það er því miður að breytast og sá tími er að renna sitt skeið að konan, frændinn eða kunninginn sé beðinn um að fara í sendiferð með byssu. Í öllum sjoppum, bensínstöðvum, verslunum og hvað það heitir eru öryggismyndavélar og ýmsar varnir gegn vágestum. Það er ekki hægt að kjafta sig frá dómi þegar kemur að því að einhver fær á sig lögguna af því að hann gleymdi allri skynsemi.

Já og látið það spyrjast út að karlinn í Ellingsen verði verulega fúll þegar menn arka inn í búð með byssu sem ekki er í poka eða tösku.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Dui Sigurdsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:13 Sep 2011 00:30
Fullt nafn:Dúi Sigurðsson
Staðsetning:Reykjavík

Re: Öryggisreglur í Skotskýli / Samfélaginu.

Ólesinn póstur af Dui Sigurdsson » 18 Mar 2013 07:13

Vopnalög
1998 nr. 16 25. mars

21. gr. Sá sem fer með eða notar skotvopn skal ætíð gæta fyllstu varúðar. Óheimilt er að bera skotvopn á almannafæri. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Óheimilt er að bera þau á sér innanklæða.
Ekki má gleyma því að það er einfaldlega ólöglegt, samkvæmt íslenskum vopnalögum, að vera með byssur ekki í "umbúðum", hvort svo sem það er mjúkur poki, plastpoki, eða hörð taska.

Mér finndist alveg eðlilegt að í ykkar verslun þar sem að Ellingsen er jú ekki "BYSSUBÚÐ" heldur útivistarbúð með skotvopnadeild og þ.a.l. meiri líkur að fólk sé þar til að skoða aðra hluti en byssur, að þeir aðilar sem koma inn með byssur ekki í umbúðum yrði vísað frá.

En það er bara mín skoðun.
-Dui Sigurdsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Öryggisreglur í Skotskýli / Samfélaginu.

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Mar 2013 10:01

Ég er alveg sammála þér Sveinbjörn og takk fyrir sendinguna Hornady skotin alger snild og vonandi næ ég A kúluni góðri ég er virkilega ánægður :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Öryggisreglur í Skotskýli / Samfélaginu.

Ólesinn póstur af Björn R. » 18 Mar 2013 11:00

Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Better safe than sorry

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Svara