Fyrir og eftir myndir

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Mar 2013 14:35

Ég set hérna inn af gamni mínu myndir af gamla Guðmundi sem er Sako riihmakhi cal 222 heilskeftur.
Guðmundur er hann kallaður vegna þess að faðir minn eignaðist hann eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi afabróðir minn, þegar Guðmundur hætti að nota hann.
Þessi riffill var aðalhreindýraveiðiriffillinn minn áður en ég varð leiðsögumaður og varð að taka upp betri siði að lagaboði, ég hef séð skotið hreindýr með þessum riffli og 40 gr. Ballistic tip kúlu.
Það hreindýr var jafn steindautt og hvert annað hreindýr sem skotið er á og dó ekkert síður en dýrið sem Simmi vinur skaut með öðrum Sako, 375 Holland & Holland og 300 gr. kúlu hérna um árið.
Mátti til með að tæpa á þessu hérna í framhjáhlaupi vegna annars þráðar sem er í gangi hérna um pund á tommu eftir ýmsum færum.
Sem sagt við Snorri bróðir nöppuðum Guðmundi af pabba og ,,lánuðum " áðurnefndum Sveini Hólm Sveinssyni á Höfn riffilinn aðeins og hann klappaði honum ,,pínulítið" og þetta er árangurinn.
Verst að ég átti ekki betri mynd af honum ,,fyrir" það glemdist alveg að gera ráð fyrir því.
Viðhengi
Guðmundur1.JPG
Svona leit hann út fyrir, bara í vinnu á greni.
Guðmundur2.JPG
Hægri hliðin á honum er sallafín....
Guðmundur3.JPG
...ekki er vinstri hliðin síðri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Mar 2013 14:43

Fyrst ég er farinn að birta myndir af heilskeftum Sako rifflum er hérna mynd af öðrum alveg eins riffli sem Snorra bráoðir áskotnaðist á dögunum og fór srax með í yfirhalningu hjá Sveini Hólm vini sínum.
Ákafinn var svo mikill að koma honum í klössun til Sveins að það gleymdist algerlega að taka svona ,,fyrir" mynd.

Báðir rifflarnir eru þannig unnir að skafið var af þeim lakkið, þeir pússaðir og olíubornir á eftir.
Viðhengi
Snorri1.jpg
Verkið lofar meistarann.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Mar 2013 15:16

Já.. svona riffill vekur upp minningar. Byrjaði að skjóta úr svona riffli, eins og þessum.
Frændi minn átti hann, og með honum var skotinn ótölulegur fjöldi af sel, gæs, og ég veit ekki hvað.
Mikið væri gamn að komast yfir það verkfæri, en það stóð liklega öðrum nær en mér, þar sem frændi minn, er horfinn af þessu tilverustigi.
Riffillinn var síðast á Hornafirði, og leit út alveg eins og þessi. Var með 6 x Eicho sjónauka.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 28 Mar 2013 15:23

Sælir.
Þeir eru fluttir þessir.
Það kom eitthvað af þeim á sínum tíma.
Væri alveg til í að eiga einn svona :D
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 28 Mar 2013 17:31

sælir.
Verð að vera sammála nafna mínum, það eru nú allnokrir svona á ferðinni líka í 22 hornet. Sennilega einu Sako rifflarnir sem mig langar í fyrir utan Finnwolf sem væri líka sennilega eini riffilinn sem fengi mig til að eignast 308. Annars á ég Brno í svona fullstok
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 28 Mar 2013 19:40

Einhverjar bækur eru til á æskuheimili mínu eftir Guðmund Þorsteinsson. Er það rétt munað að hann kendi sig við Lund í Lundareykjadal? En fæddur á héraði, eða hvað?

En þetta er flottur ættargripur og vel við haldið. Til fyrirmyndar.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Mar 2013 19:50

Gylfi, þetta gæti verið sami riffillinn, þessi er ættaður frá Djúpavogi, kannast þú eitthvað við kíkinn sem er á honum, er þetta sami kíkirinn og þú varst að tala um?

Ólafur, já hann kennir sig við Lund í Lundarreykadal, þar sem hann var ráðsmaður um árabil.
Hann var fæddur á Borgarfirði eystra og ólst upp á Héraði.
Man eftir ljóðabókinni hans sem heitir við hljóðfall starfsins og nýverið rakst ég á tvær bækur eftir hann á fornsölu, Hugsa dýrin og Horfnir starfshættir sem ég keypti starx hróðugur.
Viðhengi
Snorri2.jpg
Sjónaukinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Mar 2013 20:14

Það sá reyndar meira á kíkinum á rifflinum sem ég er að tala um.... var mjög mattur.
Sá sem átti riffilinn hét Jón Óskarsson, og bjó á Hornafirði, og áður Þórshöfn. Við vorum systrasynir
Gætir þú nokkuð grafið upp, fyrri eiganda, eða eigendur, Siggi.
Mér er töluvert umhugað að vita hvað varð um riffilinn, og myndi gjarnan vilja komast yfir hann. Reyndar var nánast erfingi búsettur í Svíþjóð, þannig að ég veit ekki hvar riffillinn endaði.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af kúla » 28 Mar 2013 23:56

Er með einn svona svipaðan l571 sako og þetta eru hágæða verkfæri
Gleimdi að nefna að með rifflinum fildi sako hleðslu sett fyrir 222cal
Síðast breytt af kúla þann 30 Mar 2013 00:13, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Mar 2013 18:13

Vegir Netsins eru órannsakanlegir.
Ég gerði fyrirspurn´, sem er hérna i þræðinum, um riffil sem mig langaði að vita hvar væri niðurkominn.
Það er sams konar riffill og er á myndunum hér. Frændi minn sem er nú farinn, sá aumur á mér sem veiðisjúkum unglingi, og tók mig með í allan veiðiskap sem hægt var að hugsa sér, bæði daga og nætur, og var þessi riffill alltaf með í för. Skaut ég mikið af honum. Reyndar tek ég fram að frænda mínum þóttu þessar veiðiferðir ekki leiðinlegar heldur. Einnig skrifaði ég eitthvað um þennan riffil inn á Hlað fyrir nokkrum árum, og rakti aðeins sögu hans.
Nú er Siggi Aðalsteins búinn að grafa upp hvar riffillinn er niðurkominn.
Hann var nær mér, en mig grunaði :D

Kann ég Sigurði miklar. þakkir fyrir að grufla þetta upp.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Mar 2013 19:33

Flott og gott að Sigurður er öðlingur og hjálpsamur maður :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af jon_m » 29 Mar 2013 22:28

Fyrst að Siggi á ekki "fyrir" myndir þá get ég væntanlega verið með þó ég eigi engar "eftir" myndir.

Hér er riffill sem keyptur var að Búnaðarfélagi Berufjarðahrepps einhverntíman á árunum 1970-1980. Fljótlega eyðilagðist hlaupið á honum fyrir trassaskap og þá skipti faðir minn Eyþór Guðmundsson um hlaup á honum. Síðan þá var þetta eini riffillinn sem hann notaði til hreindýra og refaveiða með góðum árangri. Hann var alfarið á móti stærri rifflum þar sem þá voru meiri líkur á að kúlan færi í gegnum dýrið með tilheyrandi kjötskemmdum. Líklega skipta hreindýrin hundruðum sem felld hafa verið með þessum. Sjónaukinn sem notaður var öll árin var Weaver með fasta 2,5 x stækkun og stólpa sigti.

Nú er svo að ég hitti ekki hlöðuvegg með honum, svo líklega er kominn tími á þriðja hlaupið á 30 árum.

Ef einhverjir byssufróðir menn þekkja sögu þessara riffla betur þá mega þeir endilega uppfræða mig og aðra.

Mynd

Upprunalegi sjónaukinn og festingarnar klikkuðu ekki
http://www.gunsinternational.com/popup. ... 47-3-L.jpg
Mynd
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Mar 2013 23:59

Þetta er Sako, er þetta ekki cal. 222 ?
Var hann keyptur í Berufjörðinn milli 1970 og 1980, ef þetta er Sako cal. 222 þá hefur hann kannski ekki komið nýr þangað, þessir rifflar voru á markaði hér um og uppúr 1950 og fram á miðjan sjötta áratuginn.
Það er til svona riffill til heima á Vaðbrekku Sako cal. 222 með svona skefti hann kom heim var keyptur nýr um miðjan sjötta áratuginn árið 1955, alltaf skotið af honum með járnsigtum, ég hef líka skotið mörg hreindýr með honum með járnsigtunum.
Ég notaði hann alveg þr til Guðmundur kom heim árið 1976, eftir það notaði ég engöngu hann enda þægilegri og ég hitti betur með honum enda var hann með kíki.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Kristmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af Kristmundur » 30 Mar 2013 08:50

Set her inn ártöl fyrir 222 rem eftir serial nummeri
Kv.
Viðhengi
sako3-2.jpg
sako3-2.jpg (52.14KiB)Skoðað 3945 sinnum
sako3-2.jpg
sako3-2.jpg (52.14KiB)Skoðað 3945 sinnum
sako2-3.jpg
sako2-3.jpg (36.35KiB)Skoðað 3945 sinnum
sako2-3.jpg
sako2-3.jpg (36.35KiB)Skoðað 3945 sinnum
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af jon_m » 30 Mar 2013 11:27

Ahhhh.. klikkaði ég á því.
Auðvitað er þetta Sako Riihimaki cal .222 No. 30 354

Sennilega frá 1955 eða hvað ?
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 23 May 2013 22:06

Þessi er upprunalegur no. 33 755 og sjónaukinn líka, pabbi keypti hann í Kaupfélagi Borgfirðinga milli 1960 og 1970.
Ég hef notað hann á gæs og í ref.
Agnar byssusmiður setti mussel brake á hann fyrir mig fyrir mörgum árum.
Fallegar byssur.
Viðhengi
Sako 222.jpg
Sako 222.jpg (10.76KiB)Skoðað 3678 sinnum
Sako 222.jpg
Sako 222.jpg (10.76KiB)Skoðað 3678 sinnum
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af E.Har » 24 May 2013 14:34

Enn og aftur vantar mig like hnapp :D
Flottur þráður frábærir rifflar :)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af jon_m » 16 Feb 2014 23:22

Jæja, það hafðist að taka eftir myndir fyrir þá sem hafa áhuga

Arnfinnur tók riffilinn og setti á hann nýtt Lothar Walther hlaup cal .222k að sjálfsögðu.
Hlaupið var blámað upp á nýtt, lásinn beddaður og skeptið tekið í gegn, bætti í það
þar sem þurfti, það stytt um 2 cm og púði og millilegg sett í staðinn.

Eftir breytingu voru fyrstu groupurnar um 25-30 mm í stað 25-30 cm áður.
Svo á eftir að koma í ljós með hækkandi sól hvort ekki sé hægt að þétta þær eitthvað meira.
Snjónaukinn er þó aðeins að gera manni erfitt fyrir nema maður sé með skífur sem henta svona lítilli stækkun og sverum krossi.

Kostnaðurinn þegar búið var að kaupa 100 hylki og eitthvað af kúlum o.s.frv. um 150 þús kr.
Fleiri og stærri myndir á www.facebook.com/hreindyr

Þess má svo geta að gamli maðurinn var vægast sagt mjög sáttur með afmælisgjöfina þetta árið.
Enda eins gott :D
Viðhengi
IMG_6766-001.JPG
Eftir
IMG_6768-001.JPG
Eftir
IMG_6757-001.JPG
Eftir
fyrir2-001.JPG
Fyrir
fyrir1-001.JPG
Fyrir
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

asot
Póstar í umræðu: 1
Póstar:6
Skráður:14 Feb 2014 23:41
Fullt nafn:Stefán Hafþór Guðmundsson

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af asot » 17 Feb 2014 19:58

Virkilega flottur riffill hjá þér Jón Magnús. Ég held að ég fari rétt með að þessi riffill hafi komið í Berufjörðinn um og fyrir 1960 þá kaupa búnaðarfélagið eða sveitarfélagið, pabbi þinn og Einar Gunnlaugsson hann, seinna eignast pabbi þinn hann allan, hef þetta eftir Braga Gunnlaugssini. Þá að rifflinum sem bróðir hanns Sigurðar á Aðalsteinn Reimarsson átti þennann riffil og held ég að hann hafi fengið hann nýjan þó ég sé ekki viss ( en einhvern veginn er 1956 fast í hausnum á mér vegna þessa riffills ) Aðalsteinn lét frænda sinn Karl jónsson hafa riffilinn og þaðan fær bróðir Sigurðar hann.
Stefán Hafþór Guðmundsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Fyrir og eftir myndir

Ólesinn póstur af jon_m » 18 Feb 2014 00:12

asot skrifaði:Virkilega flottur riffill hjá þér Jón Magnús. Ég held að ég fari rétt með að þessi riffill hafi komið í Berufjörðinn um og fyrir 1960 þá kaupa búnaðarfélagið eða sveitarfélagið, pabbi þinn og Einar Gunnlaugsson hann, seinna eignast pabbi þinn hann allan, hef þetta eftir Braga Gunnlaugssini.
Þetta passar, búnaðarsambandið keypti riffillinn nýjan til refaveiða og mögulega hreindýraveiða. Pabbi og Einar skiptust á um riffilinn, en einhverju sinni þegar pabbi sótti hann í Melshorn var hlaupið ónýtt af ryði. Pabbi skipti þá um hlaup á honum og hefur riffillinn síðan verið á Fossárdal.

Pabbi kaupir svo nýjan sjónauka á hann 1995 þar sem honum fannst hann eitthvað ónákvæmur með þeim gamla. Síðan þá hefur riffillin sama og ekkert verið notaður og þegar gripið var í hann var árangurinn oftar en ekki takmarkaður. Þegar ég tók hann svo til handagangs í fyrra þá fór mig fljótlega að gruna hvers kyns var og eftir nokkrar prófanir sendi ég Arnfinni riffilinn og sé ekki eftir því.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Svara